Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 - - 102. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMtiLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSlMI 27022. • Verðádönsk umtímaritum óeðiilegahátt — kjallarinn á bls. 11 Barcelona bauð Bayern Miinchen sjö milljónir markaí Rummenigge — sjá íþróttir íopnu „Mér líður ágætlega, a.m.k. miðað við aðstæður,” sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir j morgun. Ekki var annað að sjá en hún væri hin hressasta á Borgarspitalanum f morgun. Hægri höndin er reifuð upp að öxl og standa aðeins fingurgómar hinnar slösuðu handar fram úr. En kraftaverkið gerðist: Ragnhildur getur hreyft fingurna. DB-mynd Sigurður Þorri. Ragnhildur var hin hressasta í morgun: „EKKIGEFA MÉR HEILHVEITIBRAUÐ ff „Ekki gefa mér heilhveitibrauð, ég vil venjulegt hvítt brauð,” sagði Ragn- hildur Guðmundsdóttir við starfsstúlku Borgarspitalans í morgun. ,,Ef þú vilt ekki heilhveitibrauð, góða mín, þá færðu rúgbrauð,” sagði stúlkan. Og þar við sat. Holiustan situr í fyrirrúmi. Ragnhildur sem varð fyrir því slysi að missa hægri höndina í hausingarvél lítur tilveruna björtum augum og hefur ástæðu til. Rögnvaldur Þorleifsson skurðiæknir gerði þá einstæðu tilraun hérlendis að græða höndina á aftur með þeim árangri að Ragnhildur getur V Tólftímaþref enalltíhnút Tólf tima þref á samningafundi í gær um kjaramál fóstra á dagvistum rikisins var til einskis. Fundur stóð frá kl. 9 f gærmorgun til kl. 21 i gær- kvðldi. „Deilan er ekkert nær því að leys- ast nú en fyrir fundinn,” sagði Þröst- ur Ólafsson aðstoðarmaður fjár- máiaráðherra i morgun. „Málin voru auðvitað rædd ítar- lega en að öðru leyti kom ekkert út úr deginum.” Marta Siguröardóttir fóstra var heldur ekki margmál um árangurinn af fundinum þegar talað var við hana i mörgun: „Talaöu við Þröst. Hann hefur svo gott lag á að skýra máliðl” svaraði hún aðspurð . hvort sam- komulagshorfur væru nú betri en áður. nú hreyft fingur hægri handar. Ragn- hildur er svo hress að hún ræðir fullum fetum hinar einstöku brauðtegundir sem í boði eru. Hún var færð á skurðlækningadeild i gær en hafði áður verið á gjörgæzlu- deild Borgarspitaians. f morgun var hún hin kátasta í sólskininu sem barst inn um gluggann. Hún hlustaði á tón- list af segulbandi, en hægri höndin var hengd upp og stóðu aðeins fingurgóm- arnir út úr reifunum. „Ég hef það ágætt, a.m.k. eftir þvi sem við er að búast,” sagði Ragnhild- ur. Hvernig er það að vera orðin „heimsfræg” á fslandi? „Ég held að það sé nú ekki hægt að verða heims- fræg á fslandi,” sagði hún hógvær og brosti við komumönnum. Rögnvaldur Þorleifsson læknir kom inn á stofuna og bað blaðamenn að tefja ekki lengur en nauðsyn bæri til, enda var stofugangur i uppsiglingu og mikil hirð fylgdi i kjölfar læknisins. -JH. Stóra helgardagbókin fylgirblaöinu: r — Oskarsverðlauna- myndísjónvarpi íkvöld ☆ — Sýningar helgarinnar ☆ — Útvarps- og sjón- varpsdagskrá — Vorverkin ígarðinum ogmargtfleira — sjá fylgiblað í opnu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.