Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAl 1981. Tveggja ára bfll sundurryðgaður Ábyrgðin á ryðvöminni var úr gildi — þvíber bfleigandinn einn tjónið BQlinn margumræddl eftir áreksturinn. A myndinni efst til vinstri er hluti af ryOskemmdunum. Sigurður Lyngdal kennari hringdi: Ég keypti mér Fíat 131 bíl nýjan árið 1978. Hann var ryðvarinn hjá Ryð- varnarskálanum í Reykjavík. Núna um daginn lenti ég í því að aka á ann- an bíl og kom þá í ljós að ryðvörninni á bílnum minum var illa ábótavant. Á bita fremst í bílnum hafði greini- lega ekki komið dropi af ryðvarnar- efni og var því allt sundurryðgað. Ég var með bUinn í húftrýggingu (kaskó) hjá Almennum tryggingum en þeir neita að borga þær skemmdir sem ryðið hefur valdið. Ryðvarnarskálinn hefur boðið upp á ábyrgð á ryðvörn sé komið með bU á 18 mánaða fresti. En það hefði lítið þýtt fyrir mig að fara með hann 18 mánaða gamlan því auðvitað hefur hann verið byrjaður að ryðga þá strax og öll ryðvörn heimsins ofan í ryðið hefði engu breytt. Borgum ekki ryðskemmdir Haft var samband við Ingólf Böðv- arsson hjá Almennum tryggingum. Hann sagði að innri brettin í bíl Sig- urðar væru kolryðguð svo og bitar framan í bílnum. Tjónið á þessu bætti tryggingin ekki fremur en aðrar ryðskemmdir. Greinilegt væri að þarna hefði aldrei komið dropi af ryðvarnarefni. Ef til vill væri því um að kenna að bitinn sem um er að ræða er lokaður og hefði Uklega þurft að bora í hann til þess að ryð- verja almennilega. Ekki væri víst að mennirnir í Ryðvarnarskálanum hefðu vitað af því á sínum tíma. Ingólfur sagöi það sjaldgæft að til tryggingarfélagsins kæmu þetta nýir bílar sem svona illa væru farnir af ryði. Fíat bifreiöar hefðu reyndar það orð á sér að þær væru við- kvæmar fyrir ryði en svona slæmt ryð sagðist hann ekki hafa séð í þeim. Ekki f remur en annaö Ágúst Jósepsson sáttamaður F.Í.B. í málum sem þessu var spurður að því hvort oft kæmi til kasta félags- ins að semja um tjón vegna lélegrar ryðvarnar. „Nei, ekki fremur en annað tjón. Þetta kemur upp öðru hvoru þegar menn lenda í árekstrum og uppgötva að illa hefur verið ryð- varið og hafa þeir oft fengið það bætt með endurryðvörn.” Ágúst var spurður að því hvort eitt fyrirtæki fremur en önnur hefðu oftar komið til kasta F.Í.B. Hann neitaði því. í sambandi við Ryðvarnarskálann sagði Ágúst að sér væri kunnugt um það að kæmu menn á þeim 18 mán- aða fresti sem fyrirtækið fer fram á væri bætt á kostnað fyrirtækisins ef illa hefði verið að verki staðið og ryð væri komið i bílinn. Tóká sig sjálfur Hafsteinn Jóhannesson fram-_ kvæmdastjóri Ryðvamarskálans sagði eftir að hafa litið á bilinn að hugsanlegt væri að gleymzt hefði að ryðverja einhver svæði í bílnum. En þar sem maðurinn hefði ekki við- haldið þeirri hálfs annarsárs ábyrgð sem boðin væri hefði hann í raun og veru tekið á sig ábyrgðina sjálfur. Hefði maðurinn komið með bílinn á tíma sem féll innan ábyrgðarmark- anna hefði honum umyrðalaust verið bætt allt tjón sem af ryði hefði orðið. Fyrst hann gerði það ekki væri ekkert fyrir hann hægt að gera. Slæmt væri þegar svona gerðist og enn frekari ástæða til að hvetja menn til þess að nýta sér það þegar boðið væri upp á ábyrgð af þessu tagi. Ráðleggjum F.Í.B. Jóhannes Gunnarsson stjórnar- maður i Neytendasamtökunum sagði að samtökin ráðlegðu fólki yfírleitt að leita til F.Í.B. í málum sem snertu bíla. Þar væru menn sem hefðu miklu meiri sérþekkingu á öllu bílum viðkomandi heldur en ménn í Neyt- endasamtökunum. Hann sagði þó ekki útilokað að samtökin tækju svona mál að sér gæti F.Í.B. enga úr- lausn veitt. En bezt væri að leita þangað fyrst. _ds. Þegar gluggarnir skitna f háhýsum „Erfitt og vanþakklátt að hreinsa þá” því hafa flestir glugga sína óþvegna „Yfirleitt lætur það þá vera óþvegna,” sagði Jóhann Sigurðsson gluggaþvottamaður þegar hann var spurður að því hvernig fólk sem byggi í háum blokkum þvæði þá glugga sem ekki næðist til að innan eða frá jörðu. „Það er í rauninni ekki um annað að ræða.” Jóhann vinnur við að þvo glugga hjá ýmsum fyrirtækjum hér í bæ. Þvo þarf gluggana allt frá einu sinni í viku til þess að það sé gert á tveggja mánaða fresti. Allt fer það eftir staðnum sem húsið stendur á og þess hversu mikið er lagt upp úr því að sjá út og inn. „Ég geri ekkert að því að þvo fyrir einstaklinga nema e.t.v. forstjóra þeirra fyrirtækja sem ég vinn fyrir. Hið sama er að segja um flesta þá sem ég þekki og vinna við þetta,” sagði Jóhann. „Það er ein- faldlega svo vanþakklátt starf. Oft er það svo að ef húsin hafa verið ómál- uð lengi að lekið hefur úr steypunni á rúðurnar og þær hafa skemmzt. Þetta heldur fólk að séu óhreinindi og vill láta þvo burtu. Þegar þaö hins vegar situr fast vill fólk oft ekki borga.” Jóhann sagði að til væri krani sem hann leigði út til þess að þvo glugga i húsum sem væru allt að 5 hæðir. Gerði hann þá tilboð í verkið og væri leigan á krananum innifalin. Með hærri hús væri hins vegar vandinn meiri. Þá dygði ekki þessi litli, létti krani heldur þyrfti stóran kranabil sem kostaði heil ósköp að leigja eða um 250 krónur á klukkutímann. Það væri lítið um það að fólk í háum húsum legði út i svo mikinn kostnað. Þó sagðist Jóhann vita dæmi þess að húsfélög hefðu fengið slíkan krana leigðan til þess að gera við og þvo glugga 1 háhýsum. Væri það þá tilboð i hvert sinn og færi eftir stærð húss- ins, fjölda glugga og ýmsu öðru hvert endanlegt verð væri. Jóhann sagðist við gluggaþvottinn nota sápu sem hann léti Frigg fram- leiða fyrir sig sérstaklega og væri svo um nokkra aðra gluggahreinsunar- menn. Hann vildi ráðleggja fólki að nota við gluggaþvott sápu sem ekki væri mjög feit og jafnvel með salmí- aki. Neindi hann til dæmis gult hrein- ol sem dæmi um sápu sem hentaði ágætlega en sagði að venjulegur upp- þvottalögur væri ekki góður, hann væri of feitur. Einnig væri atriði að sápan freyddi ekki of mikið þvi þá væri erfitt að hreinsa hana af glugg- unum. -DS. Selja eldspýtur á fjórföldu verði „En eldspýturnar ekki fann” segir i texta við verðlaunalag sjónvarpsins. Eldspýtur eru í flestra huga liklega eitthvað sem ekki tekur að hugsa um hvað kostar. En safnast þegar saman kemur og nú undanfarið hafa menn haft samband við neytendasíðuna og talað um misjafnt verð á eldspýtum. Jóhannes Gunnarsson, fulltrúi verðlagsstjóra, sagði að á verðskrá væru fjórar tegundir. Kínverskar eld- spýtur sem kosta mættu 25 aura, rússneskar eldspýtur og eldspýtur sem hétu Black Cat og kosta mættu 80 ára og sænskar eldspýtur sem kosta mættu 95 aura. Til sín hefðu einmitt borizt margar kvartanir fólks sem keypt hefði eldspýtur. Hefðu þær þá í flestum tilfellum verið seldar á eina krónu og væri sama um hverja geröanna væri að ræða. Ljóst er af þessu að dæma að fái kaupmenn uppundir 3/4 hluta af verði hvers eld- spýtustokks fyrir ekkert er gróðinn í I afturrúðunni var miði um það að Ryðvarnarskálinn hefði ryðvarið bil- inn. DB-myndir Sigurður Þorri. Innanfrá er hægt að þvo flesta glugga og glugga í lágum húsum utanfrá. En vand- inn vex eftir því sem húsið hsekkar. DB-mynd Einar Olason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.