Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAl 1981. ! Menning Menning Menning Ménning Svona getur hún leikið á góðum degi Tónleikar Dómkórsins Hirðskáld Kristjáns fjórða Heinrich SchUtz, sem naut þess heiðurs, meðal annars, að vera hirð- hljómsveitarstjóri Kristjáns, við mastrið, fjóröa Danakonungs, samdi margt af þeirri fegurstu músik, sem um getur. Er það vel. ef hérlendir kantorar ætla að hefja hann til þess vegs og virðingar sem honum ber. Fyrri mótettan, með einsöngvurum, tókst prýðilega, en sú síðari var siakari. Það þótti mér miður þvi að þar gafst gott tækifæri fyrir kórinn til að sýna hvað i honum býr. Ekki veit ég hvort kenna á um heyrð Dómkirkjunnar, eða þvi, að Halldóri hætti stundum til að taka of mikið á, að kantata Bachs uppfyllti ekki mínar væntingar til fulls. Á köflum var söngur Halldórs eins og hann gerist beztur, en inn á milli var eins og hann ætlaði úr böndunum. Hljómsveitin var góð, hæfilega lítil, og oflék hvergi. Góður er bassinn Tónleikar f Dómkirkjunnl f Reykjavfc 4. maf. Stjómandl: Martelnn H. Friörlkuon. Flytjendur: Dómkórlnn, ásamt elnsöngvururv um: Elfnu Sigurvlnsdóttur, Rut L. Magnússon, Slg- urði BJÖmuyni og HaHdórl Vilhelmuynl og hljómsvelt sklpaðri meðllmum Blnfónfuhljóm- sveltar íslands. Efnlukrá: Helnrich SchUtz: Tvaor mótettur, Vegsamið drottln og Af geseku þinnl gef ou frlð. Johann Sebastlan Bach: lch habe genug, kantata nr. 82; Wolfgang Amadeus Mozart; Mlsu Brevls f D-dúr KV. 194. Við allar höfuðkirkjur þykir til hlýöa að sé góður kór, sem geti tekizt á við eitthvað meira en almennan messusöng. Dómkórinn hefur tæpast verið til slíkra hluta búinn, að minnsta kosti ekki um árabil. En nú boðaði hann til tónleika í kirkju sinni, ásamt hljómsveit og ein- söngvurum. hluti kórsins og ef afgangurinn jafn- aðist á við hann teldist Dómkórinn mjög góður kór. í einsöngvaraliðinu var valinn maður í hverju rúmi. Með þeim var fullkomið jafnræði innbyrðis og öll voru þau þaö smekkvfs aö beita sér ekki á kostnað kórsins. Dómkórnum ber að óska til ham- ingju með framtakið og því fylgja einlægar óskir um að haldið verði áfram á sömu braut. -EM. Megináherzluna virðist kórinn hafa lagt á Missa Brevis, enda tókst honum ágæta vel upp viö flutning hennar. Bassinn er áberandi bezti Marteinn H. Friðriksson 6 æfingu. Tónlolkar Blnfóniuhljómavaltar (alanda í HáakólabfÓI 30. aprfl. Btjómandl: Jaan-Plorra JacquHlat Einlalkari: Guðný Guðmundadóttir. Efnlaakrá: Harbart H. Agúataaon: Formgarð II, fyrlr alnlaikaflðki og hljómavait; Jaan Bibaliua: Flðlukonaart f d-moll op. 47; Pjotr Tachafcowaky: Slnfónla nr. 6 f e-moll op. 64. Islenzkt verk, íslenzkur einleikari — Löngum hefur sllk samsetning heldur þótt fæla lausafylgi hljóm- sveitarinnar frá því að sækja tónleika. En kannski er fastafylgið orðið svo mikið, eða gamlar kreddur að fjúka, að tónleikar þessir voru hreint ekki illa sóttir, þótt ekki væri húsfyllir, og þykir mér það góðs viti. Formgerð II samdi Herbert H. Ágústsson með tilkomu styrks úr Guðný Guðmundsdóttir á hljóm- sveitaræfingu. Tónskáldasjóði Rikisútvarpsins. Það er vonum seinna að verkið sé flutt, rétt tveggja ára gamalt. Formgerð heyrðist mér vera djöfuls erfitt fyrir einleikarann og víða lágu lúmskar gildrur fyrir hljómsveitarmönnum. Á ytra borðinu er Formgerð hins vegar sakleysið sjálft uppmálað. Guðný fetaði sig fimlega um einstigi einleiks- raddarinnar og hljómsveitin hljómaði vel. Kapallinn gekk ekki upp í fiðlukonsert Sibeliusar gekk kapallinn alls ekki upp. Leikur einleikara og hljómsveitar hékk hreint ekki saman þannig að flutningurinn naut sín engan veginn. Á hvers reikning það á að skrifa veit ég ekki — þetta fór bara svona allt saman, útogsuður. Heldur betur yfirbót Fjórðu Sinfóníu Tschaikowskys hefur hljómsveitin okkar spilað margoft, og alltaf vel. Fimmta sin- fónian hefur ekki staðið jafn hátt á vinsældalista hennar, en eftir þennan fiutning ætti hún að standa systur sinni að minnsta kosti jafnfætis í þeim efnum. — Nú var sko bætt fyrir óhöppin á undan. Allt frá klarinettu- sólónni í byrjun, gegnum hornsólóna í öðrum þætti, var leikurinn prýðis- góður. Jafn frábæran hljóm og 'í þriðja þætti held ég að ég hafi ekki heyrt hjá hljómsveitinni siðan König hristi Figaroforleikinn og Beethoven- flðlukonsertinn upp úr henni um árið þegar hann var hér með Schneider- hahn. Áfram. hélt dýrðin í fjórða þætti, nema hvað strákarnir í blikk- inu urðu full grófir til að nógu vel passaði inn í þennan dýrðarhijóm undir lokin. En að öllu samanlögðu mætti þó segja eftir Fimmtu Tschai- kowsky. Svona getur sko hljómsveit- in okkar leikið á góðum degi. -EM. Endalaus umbrot Málverk Einars Þorlákssonaf Einar Þorláksson listmálari, sem nú sýnir í Norræna húsinu (til 10. maí), hefur talsverða sérstöðu innan íslenskr- ar myndlistar. Hann er t.a.m. einn ör- fárra listamanna af kynslóðinni sem fædd er 1930—35 sem tóku upp þráð- inn þar sem Septembermennirnir skildu við hann í upphafi sjöunda áratugar- ins, í stað þess að snúa baki við af- straktinu og taka upp hlutlægari mynd- list, samanber Hring, Sverri Haralds- son, Erró o.fl. Þannig séð brúar Einar biUð milli Septembermannanna annars vegar og þeirra ungu málara sem komu fram með ný viðhorf í afstraktmálverkinu rúmlega tiu árum síðar. En þar með er ekki sagt að myndlist Einars beri sér- staklega keim af þeirri formgerð sem Þorvaldur Skúlason innleiddi eða beri i sér kim nýrrar afstraktbylgju. Innblástur rœður Allt frá því ég fór að sækja sýningar hefur mér fundist sem Einar væri dá- litið sér á báti. f staö þess að gefa sér ákveðnar formúlur, eins og sumir að- dáendur Þorvalds gerðu, og felldu svo sköpun sína inn í, þá hefur Einar alla tið verið nokkurs konar aksjón málari og lætur innlifunina og innblásturinn ráða ferðinni. Þetta er m.a. ástæðan fyrir þvi að hann notar mikið akrýl liti, sem mörgum málurum finnast þyrrk- ingslegir, en þeir þoma mjög fljótt og gera listamanninum kleift að breyta og bæta við í hita augnabliksins. Engin list verður samt til úr innlifun- inni einni. Mér hefur ætíð fundist sem Einar væri í innsta eðli sínu náttúru- rómantíker, og finnst mér sýning hans i Norræna húsinu staðfesta þá ágiskun. Hann á kannski einna mest skylt við enska málara á borð við Sutherland, Piper, Hitchens o.fl. sem rýna í innviði náttúrunnar og finna þar samsvörun tilfinninga sinna. Gamlir síma- staurar syngja Náttúran er til margs brúkleg. f höndum Einars verður hún uppspretta endalausra umbrota, átaka sem háð eru með línum og litum. Hvergi er logn- mollu að finna. Það hefur sjálfsagt haft sín áhrif að Einar er starfsmaður á Orkustofnun og hefur séð náttúruöflin í reynd. Og skyldi þessi náttúrusýn ekki vera sama og lífssýn listamannsins: að veröldin sé vettvangur eilifra átaka, tortímingar sem sköpunar? Alltént er hún Einari svo í blóð borin að þegar hann fjallar, að því er virðist um n4" asta umhverfi sitt og okkar, b°r|> ..Sl; og innanstokksmuni, þá tekur það myndefni náttúrulegum breytingum, ummyndast í gróður og lifandi form, — „jafnvel gamlir símastaurar syngja” eins og þjóðskáldið kvað. En myndgerð af þessu tagi er ekki alveg án áhættu. Þar sem hún er laus í sniðum má listamaðurinn gæta þess að láta ekki allt fara úr böndun- um, leysast upp i innantómt skraut eða kúffylla myndflötinn. r i Myndlist L J Einar Þorláksson — Páskar, akrýl. — Að neðan: — Uppstilling, Hýjalfn, Rauð form, allt akrýl. DB-myndir Slg. Þorri. Einar Þorláksson — Danfel, akrýi. Jafnbest Einar hefur að mestu sneitt hjá þeim gryfjum með því að reiða sig á létta kúbfska beinagrind, láréttar og lóðrétt- ar áherslur, en hins vegar hafa litir hans stundum sprengt allt utan af sér, eða alls ekki gengið upp. En litanotkun Einars er sérstæð (minnir helst á Jóhannes Geir . . .) og þegar honum tekst vel upp eru fáir sem slá honum við. Sýning hans í Norræna húsinu er jafnbesta sýning hans til þessa og mikill listrænn sigur fyrir listamanninn. ~AI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.