Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981. 5 Áskrifendahappdrætti síðdegisbiaðanna: Brot á lögum um viðskiptahætti —að mati samkeppnisnef ndar Útbreiðsluherferðir síðdegisblað- anna, þar sem áskrifendum er boðið að taka þátt í happdrættum um stóra vinninga, brjóta í bága við lög um sam- keppnishömlur og ólögmæta viðskipta- hætti. Það er að minnsta kosti álit manna er sitja i samkeppnisnefnd. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði i morgun að nefnd- in hefði nýlega fengið umsögn neyt- endafulltrúa Verðlagsstofnunar um málið og nefndarmenn lýst þeirri skoðun sinni að umræddar söluað- ferðir blaöanna væru ekki lög- legar.Dagblaðið Vísir er með i gangi slikt áskrifendahappdrætti, þar sem dregiö er um bíla og sumarbústað. Fyrir nokkrum árum voru bæði Dag- blaðið og Visir með hliðstætt happ- drætti með bíla „í pottinum”. „Samkeppnisnefnd kvað ekki upp beinan úrskurð f málinu,” sagði Björg- vin. „Hins vegar var það álit okkar að leita bæri eftir friðsamlegri lausn við forráðamenn blaðanna og fá þá til að hætta þessu. Verðlagsstjóri hefur með höndum að framkvæma þann vilja nefndarinnar.” -ARH LJ ÓSMYNDAÞJ ÓNUSTA KLAPPARSTÍG 16 - SÍMI 14044 Auglýsinga- og iðnaSarljásmyndir. Barna- og fjölskylduljósmyndir. Brúðkaups- og fermingarljósmyndir. Myndir frá Islandi — London — Paris fyrir útgefendur og til veggskreytinga Tómas Á. Tómasson, eigandi Tomma-hamborgara, og Guðgeir Leifsson. eigandi Hjóla og vagna, með vinningsgripinn, reiðhjól. DB-mynd Bjarnleifur. Verðlagsstofnun stöðvar happ- drætti hjá Tomma —vfsar til laga um ólögmæta viðskipta hætti „Jú, það er rétt. Það kom hingað kona frá Verðlagsstofnun og stöðvaði happdrættið þar sem það reyndist ólög- legt. Ég taldi að þar sem engin skuld- binding fylgdi happdrættinu, þ.e.a.s. að allir gátu fengið miða hvort sem þeir keyptu eða ekki, væri þetta i lagi. Svo reyndist ekki vera svo nú horfi ég bara á happdrættismiðana fyrir framan mig. Ekki skil ég hvaða máli það skiptir þó maður gefi eitt hjól. Ég mátti hins vegar selja miðana svo framarlega sem ágóðinn rynni til góðgerðarstarfsemi. Hvað verður um hjólið veit ég ekki,” sagði Tómas Á. Tómasson, eigandi Tomma-hamborgara, í samtali við blaðamann DB í gær. Tómas hafði haft happdrætti i gangi um nokkurt skeið er Verðlagsstofnun stöövaði það. f boði var reiðhjól auk hamborgara og gosdrykks. Sigríður Haraldsdóttir, deildarstjóri hjá Verð- lagsstofnun, sagði að samkvæmt lögum væri bannað að örva sölu með þvi að úthluta vinningum. Hún sagði að Verðlagsstofnun hefði haft afskipti af nokkrum verzlunum sem byðu upp á happdrætti en alltaf hefðu eigendur lofað aö stöðva happdrættin svo til frekari aðgeröa heföi ekki verið gripið. Hins vegar sagði Sigríður að í Dan- mörku væri beitt háum sektum gegn happdrættum sem notuð væru til að örvasölu. -ELA Alþjóöleg kvikmyndahátíð f Seattle íBandaríkjunum: KLAPPAÐ FYRIR LANDIOG SONUM — sem er önnur af tveimur myndum frá Norðurlöndum Frá Sigurði Jenssyni, fréttaritara DB i Seattle: í gærkvöldi var íslenzka kvik- myndin Land og synir sýnd hér á al- þjóðlegri kvikmyndahátið sem stendur yfir allan þennan mánuð. Aðeins tvær myndir frá Norðurlönd- um eru á hátiðinni, ein frá Svíþjóö og Land og synir. Kvikmyndasalurinn var fullsetinn i gærkvöldi og fékk myndin frábæra dóma. Gestir klöpp- uðu ákaft i lok myndarinnar og það fólk sem ég ræddi við var mjög ánægt meö hana. Alls eru sýndar 107 myndir frá 29 löndum á hátiöinni og er íslenzka myndin ein af fáum sem verða sýndar tvisvar. Kvikmyndahátiðin er helguð Ken Russell og eru 15 af myndum hans sýndar á hátíðinni. Þá má geta þess að sú mynd sem fékk óskars- verðlaun sem bezta erlenda mynd 1981, Moskva trúir ekki á tár, verður sýnd í íslenzka sjónvarpinu í kvöld. -ELA Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi Háskólabíó laugardaginn 9. maí kl. 14.30 Dagskrá Samleikur á tvö pianó Gísli Magnússon Halldór Haraldsson Listdans Birgitte Heide Guðrún Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Samleikur á flautu og píanó Tvísöngur Upplestur Arnar Jónsson, leikari Einsöngur Sigurður Björnsson Undirleikur: Agnes Löve Manuela Wiesler Snorri Sigfús Birgisson Sieglinde Kahlmann Sigurður Björnsson Samleikur á selló og pianó Gunnar Kvaran Gísli Magnússon Upplestur Ævar R. Kvaran, leikari Kynnir Gunnar Eyjólfsson, leikari Gunnar Ævar Manuela Sieglinde Gunnar Snorri Sigtús Forsala aðgöngumiða verður í Háskólabíói, Bókabúð Lárusar Blöndal, Blómahöllinni í Kópavogi, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og á skrifstofu Hjúkrunarheimilsins í Hamraborg 1 Hittumst í Háskólabíói, leggjum góðu máli lið Starfshópur listamanna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.