Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981
'MMiBIAÐIÐ
fijálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaöifl hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal.
(þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristjón Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valg^rflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverhohi 11.
Aflalsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
löldudal
Kristján Thorlacius segir ekki að
ástæðulausu, að kjaramálin séu í öldu-
dal. Síðasta spá Þjóðhagsstofnunar
segir okkur, að þjóðartekjur muni ekki
vaxa í ár. Af því má draga þá ályktun,
að engar auknar tekjur verði til staðar
til að renna stoðum undir grunnkaups-
hækkanir næsta vetur, þegar kjarasamningar renna út.
Þjóðhagsstofnun telur, að kjör okkar í viðskiptum
við útlönd verði í ár að meðaltah 1 —2 prósent lakari en
í fyrra.
í því felst, að tekjur þjóðarinnar minnki á árinu um
hálft prósent í heild eða um eitt og hálft prósent á hvert
mannsbarn í landinu.
Tekjur þjóðarinnar stóðu á síðasta ári að heita má í
stað.
í spánni segir, að líklegt sé, að framleiðsla sjávaraf-
urða dragist saman í ár miðað við þann þorskafla, sem
sóknartakmarkanir miðist við og lélegt ástand loðnu-
stofnsins. Fiskafli hafi orðið verulega minni á fyrsta
ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra.
Vegna raforkuskömmtunar og markaðsástands
verði framleiðsla á áli og kísiljárni minni en afkasta-
geta verksmiðjanna leyfir.
Af þessum sökum séu horfur á, að útflutningsfram-
leiðslan verði í heild heldur minni í ár en á síðastliðnu
ári.
„Þetta er meginástæða þess, að nú er spáð óbreyttri
þjóðarframleiðslu á þessu ári frá því sem var á síðasta
ári,” segir Þjóðhagsstofnun.
, ,Atvinnuástand gæti slaknað nokkuð, sem meðal
annars gæti komið fram í styttri vinnutíma en áður, en
einnig má gera ráð fyrir, að ýmis svæðisbundin vanda-
mál muni gera vart við sig í auknum mæli. Eins og nú
horfir er hins vegar ekki útlit fyrir, að almennt muni
draga úr atvinnu á næstu mánuðum. Hér verður hins
vegar að hafa í huga, að horfur eru nú á, að þjóðar-
tekjur standi nokkurn veginn í stað þriðja árið í röð.
Áhrif af þessu gætu farið að koma í ljós í minnkandi
umsvifum í ýmsum atvinnugreinum, þótt það yrði lík-
lega ekki fyrr en seint á árinu.”
í spánni er einnig gert ráð fyrir, að verðbólgan kunni
að verða 45—50 prósent í ár.! því mati er ekki gert ráð
fyrir sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar gegn verðbólgu
umfram það, sem þegar liggur fyrir.
Áberandi er, að þessi spá, eða mat, Þjóðhagsstofn-
unar er svartari en verið hefur undanfarin ár. Óvenju-
legt er, að jafnmikið sé gefið í skyn um möguleika á at-
vinnuleysi.
Að svo stöddu eru ekki horfur á umtalsverðum al-
mennum verðhækkunum á frystum fiski í Bandaríkj-
unum á næstunni þrátt fyrir að verðbólga þar sé um og
yfir 10 prósent. Þar er ekki spáð almennri aukningu á
fiskneyzlu, og samkeppni frá Kanadamönnum gerir
okkur erfitt fyrir.
Þannig hnígur allt í sömu átt. Viðskiptakjör okkar
versna. Þjóðarkakan stækkar ekki. Hætta er vaxandi á
minni atvinnuumsvifum. Verðbólgan verður enn mikil.
Við þær aðstæður geta launþegar ekki gert sér vonir
um raunverulegar hækkanir grunnkaups. Það sem
kann að fást næsta vetur í kjaradeilum, mun sam-
kvæmt þessu brenna á báli verðbólgunnar. Því er mat
Kristjáns Thorlaciusar um öldudalinn að öllum líkind-
um rétt.
f—........... 11 ™ 1,1
Fyrrum forsætisráðherra Sri Lanka sviptur borgararéttindum:
„Ég var slegin fyrír
neðan beltisstað”
—segir f rú Bandaranaike, sem sakar núverandi valdhaf a
um ólýðræðisleg vinnubrögð
Frú Sirimavo Bandar^naike, fyrr-
um forsætisráöherra Sri Lanka, sem
rekin hefur veriö af þingi landsins og
svipt borgararéttindum í sjö ár, segist
bjartsýn á aö flokkur hennar, Frelsis-
flokkurinn muni komast til valda á
nýjan leik i Sri Lanka.
En næstu þingkosningar á Sri
Lanka verða ekki fyrr en 1983 og frú
Bandaranaike sem er orðin 65 ára
gömui veröur fyrst að ná fullri stjórn
á flokki sfnum, sem yfirleitt er talinn
heldur vinstra megin við miðjuna á
stjórnmálasviðinu.
í fyrsta sinn síðan hún tók við
embætti forsætisráðherra af manni
sfnum er hann var myrtur, mátti frú
Bandaranaike þola það að bíöa lægri
hlut við kosningu til framkvæmda-
nefndar flokksins i byrjun mán-
aðarins. Heimildir innan flokksins
greina að hún hafi tekið ósigrinum
jnjög illa og fljótlega hafi henni
tekizt að ná fyrri völdum i flokknum.
Það varö til þess að nitján manna
framkvæmdastjórn flokksins hafi
látiö af þeirri ákvörðun sinni að taka
þátt i héraöskosningum í júnl næst-
komandi, en frúnni hafði mislíkað
mjög sú ákvörðun framkvæmda-
stjórnarinnar.
í samtali við fréttaritara Reuters-
fréttastofunnar viðurkenndi Bandar-
anaike, að skoðanir væru skiptar
innan flokksins en sagði að sá
ágreiningur væri mjög orðum aukinn
af ríkisfjölmiðlunum sem ríkisstjórn-
in stjórnaði. „Ef til vill er okkar
flokkur of lýðræðislegur,” sagði
hún.
Frú Bandaranaike sem missti for-
sætisráðherraembættið ! kosningum
1977 var svipt borgararéttindum í
októbermánuði síðastliðnum er sér-
stakur dómstóll skipaður þremur
öldnum dómurum fann hana seka
um að hafa misnotað vald sitt sem
forsætisráðherra.
„Þetta var hrein hefnigirni,” segir
hún.
Samkvæmt þeim lögum sem for-
sætisráðherrann fyrrverandi hefur
nú verið dæmdur eftir má hún ekki
taka þátt I þingkosningum, ávarpa
kosningafundi eða beita sér fyrir
kjöri flokksbræðra sinna.
Indira Gandhi, forsætisráöherra
Indlands, sem komst til valda í Ind-
landi að nýju á síðastliðnu ári, var
einnig rekin af þinginu er hún komst í
stjórnarandstöðu og af sömu ástæðu
og frú Bandaranaike, þ.e. fyrir mis-
beitingu valds. __
„Þeir sendu hana tvívegis í fangelsi
en þeir sviptu hana ekki borgararétt-
indum. Ég var hins vegar slegin fyrir
neðan beltisstað,” segir frú Bandar-
anaike.
Indira Gandhi hefur lýst því yfír,
að hún hafi miklar áhyggjur vegna
aðgerðanna gegn Bandaranaike, sem
haföi heimsótt hana nokkrum
mánuðum áður. Bandaranaike: „Þeir hafa ekki staöiö viö loforð sin.”
í viðtalinu við fréttamann Reuters
sem tekið var á heimili Bandaranaike
i Kolombo sagöi hún, að flokkur
hennar hygðist ekki bjóða fram við
héraðskosningarnar vegna hinna
„ólýðræðislegu aðgerða” stjórnar-
innar og stjórnarflokks Juniusar
Jayewardene forseta.
Stjórnarflokkurinn UNP sem
hefur 144 af 168 sætum á þingi lands-
ins er öruggur um aö fá meirihluta I
næstum öllum þeim 24 héraðsstjóm-
um, sem kosnar verða. Sérhver
héraðsstjórn verður skipuð fulltrúum
þingsins auk fulltrúanna, sem kosnir
verða 4. júni næstkomandi.
„Jafnvel þótt við fengjum 100 pró-
sent atkvæðanna, þá yrðum við samt
i minnihluta i héraðsstjórnunum,”
segir Bandaranaike en Frelsisflokkur
hennar á aðeins sjö menn á þingi
landsins.
Kommúnistaflokkur Sri Lanka og
flokkur sósialista og trotskyista, sem
báðir em fyrmm samstarfsflokkar
Frelsisflokksins, hafa einnig ákveðið
aö sniðganga kosningarnar 4. júni.
Bandaranaike segir aö Frelsis-
flokkurinn sé nú þegar tekinn aö
undirbúa kosningarnar 1983 og muni
einkum gagnrýna verðbólguna og at-
vinnuleysið i landinu. „Þeir hafa
ekki staðið við loforð sín,” segir hún.
Tala atvinnulausra hefur lækkaö i
900 þúsund úr 1,2 mUljónum fyrir
þremur ámm. Bandaranaike segir að
það sé of mikið fyrir þjóð sem telur
Bandaranaike f fylgd meö Oddvar
NordU fyrrum forsætisráöherra
Noregs meðan hún var enn við völd á
Sri Lanka.
14,5 miUjónir íbúa. Verðbólgan er
áætluð á miUi 25 og 30 prósent af op-
inberum aðilum.
Möguleikar Bandaranaike á að
komast aftur tU valda velta mjög á
því hvort henni tekst að halda flokki
sinum saman. Frelsisflokkur hennar
fékk 29 prósent atkvæða i
kosningunum 1977 á móti 51 prósenti
atkvæða, sem núverandi stjórnar-
flokkur UNPfékk.
Bandaranaike hefur sakaö suma
flokksbræður sina um að styðja UNP
og hyggja á samsæri gegn sér.
Heimildir innan Frelsisflokksins
greina, að ýmsum af forystumönnum
flokksins finnist nú tími til kominn
aö Bandaranaike dragi sig i hlé og
yngri maður taki við forystunni af
henni, jafnvel hinn 34 ára gamli
sonur hennar, Anura. En flestir
stuðningsmanna flokksins munu þó
enn þeirrar skoðunar að Bandar-
anaike ein sé fær um að leiða flokk-
inn tU sigurs.
(REUTER)
Indira Gandhi segist mjög áhyggjufull vegna aögerðanna gegn Bandaranaike.
^--------------