Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAl 1981. Keflavík: Rannsóknarlögreglaríkisinshefurnú stiórn sjúkrahússins ser ekki astæðu ■sssa.'wa: SHí'“ * Ktn»vlk i hendui «jiikf»hu«- *cm h»nn bcðinn »6 Sltinhí* Júliuiion b« hclur vtno j.-- ; hvori áii*ö» h»a v«'0 ,u »6 **'» nunninn. Htt»6*l«kninnn mun vKnianlcga vcrft» vnnl í máUnu. sufti Stánþftt. H»nn b*m »ift »ft enjar kvuunir tofi battl Ul ttjfttn- irinnat úi »f þaium l*krú icm hcffti tt»t f»ft vifi ijúkr»hÍBÍft l motj át. alldmkkinn. Karl Steinar Guðnason lét bóka á stjórnarfundinum að hann teldi ástæðu til „ítarlegrar könnunar á hugmyndum Slippstöövarinnar á Akureyri um smiði á togara fyrir ATLI RUNAR HALLDÓRSFON Þórshafnarbúa, fái þeir sömu fyrir- greiðslu og skipasmíðastöðin í Noregi fær”. Þá gat Karl Steinar þess að hægt væri að fá ódýra togara- skrokka frá Noregi sem Slippstöðin myndi síðan fuilgera á skömmum tima. Gunnar Ragnars staðfesti þetta í Dagblaðsviðtalinu. Hann sagði að ef slikur skrokkur kæmi að bryggju á Akureyri i dag myndi það taka fyrir- tækið 7—8 mánuði að gera úr hon- um fullbúinn togara. - ARH Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, um væntanlega smíði á Þórshafnartogara í Noregi: „Myndum smíða togara fyrir svipað verð” —ef Slippstöðin fengi sambærilega fjármagnsfyrirgreiðslu hjá hinu opinbera og norska skipasmíðastöðin Hingað i smjörlikishúsið flytur Dags- liðið i haust og næsta vetur. DB-myndlr: Keii Þóris. „Ef Slippstöðin nyti sambæri- legrar fyrirgreiðslu með fjármagn og norska skipasmiðastöðin fær til smiða margumrædds Þórshafnar- togara, þá gætum viö framieitt togara fyrir svipað verð og Norð- mennirnir. Þar yrði um að ræða smiði á togara af hliðstæðri stærð og gerð, eða sams kpnar skip og það sem við ætium að afhenda Húsvíkingum innan fárra daga,” sagði Gunnar Ragnars, forstjóri i Slippstöðinni á Akureyri, i samtali við Dagblaðið. „Við ætlum ekki að skipta okkur af málum Framkvæmdastofnunar rikisins og Þingeyinga en teljum nauðsynlegt að leggja fram upplýs- ingar varðandi málið frá fyrirtækinu. Það fer (taugarnar á okkur að heyra menn sifellt vera að flíka tölum og bera saman — oftast innlendum skipaiðnaði mjög 1 óhag. Á því erum við þreyttir enda er talnaleikurinn oft iðkaður af mönnum sem litla þekkingu hafa á hlutunum. Því er stöðugt haldið á lofti að skipasmíðar hérlendis séu mun dýrari en erlendis. Að halda þessu fram, á sama tíma og staðreyndir sýna ann- að, er siðleysi. Þannig er það til dæmis staðreynd að Slippstöðin átti lægsta tilboðið í breytingar á Ingar Iversen, norska togaranum sem upp- haflega átti að kaupa til Þórshafnar og Raufarhafnar. Okkar tilboð hljóðaöi upp á 3,8 millj. norskra jcróna en næsta tiiboðið (frá norskri skipasmíðastöð) hljóðaði upp á 4,2 millj. Nkr.” j Meirihluti stjómar Framkvæmda- itofnunar, alþm. Geir Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Þórarinn Sigurjónsson, Matthías Bjarnason og Steinþór Gestsson, ákvað á fundi um sl. helgi að áður gefin lánsfjárloforð til Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga vegna togarakaupa skuli yfirfærð á kaupsamning við Storvik Mek. Verk- stad í Kristiansund i Noregi. Norð- mennirnir hyggjast smiða nýjan togara handa Þingeyingum. Alþingis- mennirnir Karl Steinar Guðnason og Eggert Haukdal greiddu atkvæði gegn þessu á stjórnarfundinum. Athygli vakti telexskeyti sem barst inn á fundinn frá Gunnari Ragnars Slippstöðvarforstjóra. Þar upplýsti hann að fyrirtækið gæti smiðaö álika togara og Norðmenn fyrir svipað verð. „Þetta hefur verið túlkað þannig að við vildum reka fleyg á milli aðila vegna Þórshafnarmáisins. Það er al- rangt,” sagði Gunnar í samtali við DB. „Ég sendi Bjarna Einarssyni starfsmanni í Framkvæmdastofnun skeytið fyrir stjórnarfundinn honum til upplýsingar. Skeytið var ekki stílaö á stjórnina og ekki hugsað sem tilboð af neinu tagi, aöeins upplýs- ingaplagg.” Læknamálið í Keflavík: Dagshöllin við Tryggvabraut: Hér er Dagur tU húsa um þessar mundir. Stærsta f réttablaðið utan Reykjavíkur stækkar og eflist: Starfsemi Dags undir eitt þak — útgáfa þrisvar íviku frá áramótum Samningar hafa tekizt milli útgáfufé- lags blaðsins Dags á Akureyri og eig- enda húseignarinnar að Strandgötu 31 (þar sem Smjörlíkisgerð Akureyrar var til húsa) um makaskipti á henni og Dagshúsinu við Tryggvabraut 12. Jóhann Karl Sigurðsson framkvæmda- stjóri Dags og Áskell Þórisson blaða- maður sögðu i samtali i gær að rit- stjórnin yrði flutt á næstu dögum í fyrri húsakynni við Hafnarstræti 90. í haust á að flytja á Strandgötuna og þangað verður einnig flutt prentvél sem Dagur á og hefur fram til þessa verið í notkun í Prentsmiðju Odds Björnsson- ar. Frá næstu áramótum verður Dagur kominn með alla starfsemi sína, rit- stjórn, prentun og skrifstofuhald, undireitt þak. Dagur auglýsti í gær eftir 4 prentur- um til starfa frá áramótum. Einnig er blaðið á höttum eftir auglýsingastjóra. Þá bætist nýr blaðamaður í hópinn á næstunni, Gylfi Kristjánsson sem nú starfar á Vísi í Reykjavík. Dagur kemur út tvisvar i viku í 6000 eintökum og auk þess kemur út sérstakt helgarblaö einu sinni i mánuði. Hug- myndin er að f rá áramótum verði blaðiö gefið út þrisvar í viku. Hermann Svein- björnsson er ritstjóri Dags. Hann var áður fréttamaður á útvarpinu og er fréttaritari sjónvarps við Pollinn. -ARH. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri fylgjast með sjósetningu togara sem smiðaður var þar fyrir Húsvikinga og verður afhentur á næstunni. DB-mynd G.Sv., Akureyri. Skýrslur teknar af nokkrum aðilum — veit ekkert um þetta nema það sem ég las ÍDB, segir aðstoðar- landlæknir „Ég hef ekkert heyrt af þessu máli nema það sem ég las í Dagblaöinu,” sagði Guðjón Magnússon aðstoðar- iandlæknir í samtali við DB i gær er hann var inntur eftir hvort landlæknis- embættið hefði mál læknisins i Kefla- vík til athugunar. Eins og DB skýrði frá í fyrradag hefur lögreglan í Keflavík kært einn af sjúkrahúslæknum í Kefla- vik fyrir ölvun í starfi. Rannsóknarlög- regla ríkisins er með málið i rannsókn. „Ég hef ekkert fyrir mér 1 þessu máli nema frétt DB. Lögreglan hefur ekki haft samband við mig og svarið er því nei við því hvort embættið hafi haft einhver afskipti af þessu,” sagði Guðjón. Arnar Guðmundsson hjá RLR, sem hefur með málið að gera, sagði að skýrsla hefði verið tekin af nokkrum aöilum vegna þessa máls. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. -ELA. Óveðrið kostaði okkur 16-17 millj. Heimildarfrumvarp um 15 milljón kr. lán til aðstoðar tjónþolum Ríkisstjórnin hefur lagt fram frum- varp um ábyrgðarheimildir vegna lán- töku Bjargráðasjóðs, en lánið á að renna til þeirra sem urðu fyrir alvarlegu tjóni óveöursnóttina milli 16. og 17. febrúar. Heimildin nær til 15 milljón króna láns sem má vera verðtryggt mið- að viö lánskjaravísitölu. Fyrir liggja matsgerðir um tjón hjá 616 tjónþolum en ennþá vantar skýrsl- ur um tjón I Kópavogi, Njarðvík og Keflavík. Tjónin hjá fyrrgreindum 616 tjónþolum er metið á 16.377.641 krónu. í frumvarpinu er reiknað með þeim möguleika að 5000 kr. verði dregnar frá hjá hverjum tjónþola sem eigin áhætta. Nema þá tjónin 13.257.671. Gert er ráð fyrir að Bjargráðasjóður láni tjónþolum. 1 umræðum um málið á þingi var nokkuð deilt um hvort endurlánin ættu að vera verðtryggð. Kom einnig fram sú skoðun að Iitill hluti ætti að verða styrkur til tjónþola en meginhluti aðstoðar i formi lána með viðráðanlegum kjörum. Vonandi hafa þær ekki gatað „Vlö erum að fara i munnlegt próf i dönsku ú eftir,” sögðu þessar Kvennaskólastelpur, sem sátu undir vegg hjá Iðnó i gær. Þær stöllur, Anna Guðmundsdóttlr og Helga Ágústsdóttir, notuðu siðustu minút- urnar fyrir prófið tll þess að fara i gegnum danska lesbók og vonandi hefur það orðið til þess að þær hafa ekld gatað. Þær sögðu að æðisiegt væri i Kvennó, en trúlega hlakka þær til prófaloka og sumarvinnu. Slíkt er kærkomin tilbreyting eftir innivcru og lestur vetrarins, auk þess sem það gefur nokkuð f aðra hönd. DB-mynd Bjamleifur. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.