Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981. AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn laugar- daginn 16. maí nk. kl. 14.00 að Háaleitisbraut 11—13. Dagskrá: l.Skýrsla stjórnar og reikningar fyrir árið 1980. 2. Ákvörðun um félagsgjöld. 3. Kosning um fulltrúa i Framkvæmdaráð. 4. Kosning fulltrúa og varafulltrúá á þing Öryrkja- bandalags íslands. 5. Tillaga til lagabreytinga á 3. gr. laga SLF, skv. samþykkt Framkvæmdaráðsfundar 26. marz sl. 6. Önnur mál. 8. maí 1981 Stjórn Styrktarfé/ags /amaðra og fat/aðra. Lausar stöður Borgarverkfræðingurínn / Reykjavík óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til almennra skrifstofustarfa. Góð kunnátta í íslensku og vél- ritun ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist skrifstofustjóra borgar- verkfræðings fyrir 15. maí nk. Skrifstofur borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Reykjavik. Sími 18000. $ Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjónsástandi: Lada Safir 1300 árg. 1981 Dodge Coronet árg. 1971 Mazda 929 Coupé árg. 1976 Citroen GS árg. 1974 Mazda 929 Station árg. 1975 Ford Escort árg. 1974 Lada Safir 1300 árg. 1981 Toyota Crown árg. 1972 Mercedes Benz 230 árg. 1968 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26 Hafnarfirði laugardaginn 9. maí frá kl. 1 til 5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofunnar Lauga- vegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 11. maí. Brunabótafé/ag ís/ands. Auglýsing frá Sjávarútvegs- ráðuneytinu Á þessu ári mun Sjávarútvegsráðuneytið veita 10 styrki, hvern að fjárhæð kr. 15.000.- til þess að standa undir kostnaði við sérstök verkefni í rekstrarráðgjöf í fiskvinnslufyrirtækj- um. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en sem nemur þrem fjórðu af heildarkostnaði. Ofangreind rekstrarráðgjöf miði að því að kanna rekstur fyrirtækja, leggja fram tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf og fylgja eftir að úrbætur séu framkvæmdar. Styrkurinn greiðist út þegar fyrir liggur skýrsla um að ráðgjöfin hafi verið látin í té og reikningur frá ráðgjafarfyrirtæki. Umsóknir um styrki þessa sendist til Sjávar- útvegsráðuneytisins fyrir 1. júní nk. í umsókn skal tilgreint til hvers konar ráðgjafar er óskað styrks og hvaða ráðgjafarfyrirtæki mun annast ráðgjöfina, eða hafi annast hana ef henni er lokið, en sækja má um styrk til allra slíkra verkefna, sem framkvæmd eru á þessu ári. Sjávarútvegsráðuneytið 8/5 1981. DB-mynd Ragnar Th. Bréfritarí minnir á að útivist og áfengi fara ekki saman. Utivist og áf engi fara ekki saman —áf engisneyzla á ekki við þegar iðkaðar eru íþróttir eða landið skoðað Útivistarunnandi skrifar: Mér fannst gleðilegt að sjá að ein- hverjir hafa komið á framfasri í sjón- varpi áminningu um að útivist og áfengi fara ekki saman. Áfengisneyzla á ekki við þegar iðk- aðar eru íþróttir eða landið skoðað. Allir hljóta að sjá hve hættulegt það getur líka verið t.d. þegar klifin eru fjöU eða farið yfir fjöll og klungur. Nú er ekið um fjöU og firnindi á snjósleðum. Þetta á ekki hvað sízt við þar. Ég er hrædd um að fólk sé kæru- lasut i þessu sambandi. Og þekki ég til þess nokkur dæmi að peli sé hafð- ur með en reynist síðan helzti farar- tálminn. Mig langar tU að þakka þeim sem vöktu athygU á þessu — en hverjir eru þeir? Átak gegn áfengi stóð þar. Það segir mér ekki nóg. Viljið þið sem að þessu standið ekki koma fram i dagsljósið? Aldraðir eru hornrekur i okkar nútima neyzluþjóðfélagi segir bréfritari. Sjónvarp—Óðurinn um afa: DB-mynd Jim Smart. Þegar búið er að mjólka úr þeim síðasta blóðdropann — höf undur myndarinnar á heiður skilinn Erfingi skrifar: Ég vil færa forsvarsmönnum lista- og skemmtideildar sjónvarpsins þakkir fyrir myndina „Óðurinn um afa” sem var á dagskrá sjónvarpsins annan páskadag. Mynd þessi fiytur okkur boðskap og færir okkur e.t.v. betur en nokk- uð annað heim sanninn um þá að- stöðu sem eldra fólk kemst oft í, þegar ekki er lengur hægt að þræla því út i nafni þjóðfélagsins. Sýning myndarinnar á fullan rétt á sér, e.t.v. mun hún lyfta blæjunni frá augum eigingjarnra unglinga sem sjá ekki annað í gamalmennum en hversu þreytandi þau eru. A.m.k. er ekki annaö hægt en að óska þess að þetta ósjáandi fólk geri sér ljóst að einhverntíma kemur ellin til allra og einnig að gera þarf stór- átak í málefnum aldraðra. Höfundur myndarinnar á heiður skilinn fyrir þessa ákveðnu ábend- ingu sem hann gaf nútíma neyzlu- þjóðfélagi, þar sem aldraðir eru hornrekur, þegar búið er að mjólka úr þeim síðasta blóðdropann, skera úr þeim hjartað og traðka á sjálfs- virðingu þeirra. Allt í nafni þjóðfé- lagsins og „þeirra sem landið eiga að erfa”. En þessir erfingjar kunna bara ekki að meta fórnirnar sem þið fær- ið, gamla fólk, því miður, ekki allir. Raddir lesenda Útvarp — syrpuþættir: Hver öðrum fjölbreyttari og skemmtilegri — hafiallirsemað þessum þáttum standa kærar þakkirfyrir Jóhanna skrífar: Mig langar til að þakka fyrir alveg frábæra syrpuþætti útvarpsins. Nú þykir mér útvarpsráð vera á réttri leið. Þessir þættir eru hver öðrum fjölbreyttari og skemmtilegri. Það er notalegt að geta átt von á ánægjulegum eftirmiðdegi, hvort sem maður er við leiki eða störf. Hafi allir sem að þessum þáttum standa kærar þakkir fyrir. Jónas Jónasson sér um Þriðjudags- syrpuna. V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.