Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981. 7 IALLBJÖRN j GLÆSI —stjómin klof naði í af stöðunni til málsins Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkis- ins hefur samþykkt að Framkvæmda- sjóður islands gerist hluthafi 1 nýju fé- lagi sem hyggst kaupa eignir Oliumalar hf. Stjórnin hefur heimilað forstjóra stofnunarinnar aö ganga til samninga við fjármálaráðuneytið og Útvegs- banka íslands um fyrirtækisstofnun þessa. Sjö manna stjórn Framkvæmda- stofnunar varð ekki einhuga um þessa heimild og greiddu tveir stjórnar- manna, Karl Steinar Guðnason og Halldór Ásgrímsson alþingismenn, at- kvæði gegn henni. Halldór kom inn sem varamaður Þórarins Sigurjónsson- ar alþingismanns. Karl Steinar lét bóka að hann teldi að Framkvæmdastofnun hefði tekið á sig meiri byrðar af þessu óþrifamáli en verjanlegt væri. Halldór lét bóka svipað. Meirihluti stjórnar í málinu skipa þingmennirnir Geir Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Matthías Bjarnason, Steinþór Gestsson og Eggert Haukdal. Samþykkt er að leggja fram 2 millj- ónir króna í hlutafé og breyta vixil- skuld frá árinu 1979 og skuld vegna láns frá árinu 1972, samtals 529.045 miðað við 31.12.1980,1 hlutafé á sama hátt og kröfum rikissjóðs og Norsk Fina verður breytt í hlutafé. Þá samþykkir stjórn Framkvæmda- stofnunar aö lána nýja félaginu allar aðrar skuldir Olíumalar hf. við Fram- kvæmdasjóð, sem reiknast 2.7 milljón- ir kr. og auk þess kr. 1 milljón til við- bótar með nýju láni. Lánið skal tryggt með 1. samhliöa veðrétti í eignum sam- hliða láni Útvegsbanka íslands. Kjör lánsins skulu vera í samræmi við láns- kjör bankans. Skilyrðin sem sett eru fyrir sam- þykktinni eru að Olíumöl hf. verði ekki gjaldþrota og ekki komi til þess að reynt verði að innheimta skilyrt hluta- JONAS HARALDSSON fjárloforð Framkvæmdastofnunar til Oliumalar hf. Þá verði nýtt fé i formi hlutafjár 3 milljónir króna, þ.e. aö aðr- ir en Framkvæmdasjóöur ísiands leggi fram 1 milljón króna. Miðað er við að hlutafé í hinu nýja fyrirtæki verði 5 milljónir króna, þ.e. 3 milljónir króna nýtt fé og 2 milljónir kr. kröfur á hendur Oliumöl hf. þegar búið er að lækka þær sem nemur þriðj- ungi. Gert er ráð fyrir að Útvegsbanki ís- lands eigi 1 milljón króna, Fram- kvæmdasjóður 2.156 milljónir króna, ríkissjóður 1.170 milljón króna og norska fyrirtækið Norsk Fina 674 þús- und krónur. Hlutur Útvegsbankans er þannig 20%, Framkvæmdasjóðs 43,1 %, rikissjóðs 23,4% og Norsk Fina 13,5%. Þessar tölur eiga eftir að breyt- ast þegar endanlegt uppgjör á skuldum Olíumalar hf. liggur fyrir. Að beiðni forstjóra Framkvæmda- stofnunar var Theodór Árnason verk- fræðingur fenginn til þess að vinna skýrslu um rekstrarmöguleika Olfumal- ar hf., eða fyrirtækis reists á grunni þess fyrirtækis. Helztu niðurstöður Theodórs eru þær að útreiknaö grunnverð á oliumöl sé rýmra nú en við sambærilega út- reikninga i febrúar / marz 1979 sökum hagstæðari viðmiðunarverða nú. Þá hafi hin fyrirhugaða fjárhagslega endurskipulagning í för með sér léttari greiðslubyrði. Theodór telur að sá markaður sem nú virðist þurfa til að halda uppi rekstri sé u.þ.b. 65 þúsund tonn af olíumöl fyrstu tvö árin, sem hugsanlega mætti skipta t.d. 50 þúsund tonn fyrra árið og 80 þúsund tonn sfðara árið. Eftir það þyrfti framleiöslan að aukast um 20— 25% upp í 75—80 þúsund tonn á ári miðað við verðlagsgrundvöllinn i dag og hugmyndir um afborganir lána. Þá þyrfti og að endurskipuleggja stjórn og bæta nýtingu véla og mann- skaps: -JH. Nýtt fyrirtæki reist á rústum Olíumalar hf Byrðar þessa óþrifamáls meiri en að sé verjandi —sagði í bókun Karls Steinars Guðnasonar á fundi stjórnar Framkvæmdastofnunar „Lifað meðLennon” komin út: Sex bækur um John Lennon væntanlegar — þar af fjórar f rá einni og sömu útgáfunni Fyrsta bókin af fjórum, sem Fjölva- útgáfan gefur út um John Lennon og Bítlana á þessu ári, kemur á markað i dag. Heitir bókin „Lifað með Lenn- on” (A Twist of Lennon) eftir Cynthiu Lennon Twist, fyrrum eiginkonu hins látna bítils. Siðar á árinu koma út frá Fjölvaútgáfunni „Lifað með Yoko”, um síðari hluta tónlistarferils Lennons, „Rolling Stone-samtölin”, margfræg viðtöl við John Lennon eftir Jann Wenner, ritstjóra tímaritsins Roliing Stone, og loks sérstök bók um bítlaæð- ið á íslandi. Er ætlunin að gefa allar þessar bækur út fyrir jól í sérstakri gjafaöskju. Cynthia Lennon, sem nú er gift á ný og ber nafniö Twist, var unnusta og eiginkona bitiisins þegar hljómsveitin varð til og var hafin til ótrúlegra vin- sælda. Bók hennar kom út i Englandi i desember sl„ skömmu eftir morðið á Lennon. Fjölvaútgáfan fékk strax ein- tak af bókinni og áður en langt um leið hafði Cynthia Twist veitt sitt leyfi til að bókin kæmi út á islenzku. Steinunn Þorvaldsdóttir hefur þýtt bókina og notið aðstoðar manns sins, Þórðar Árnasonar tónlistarmanns, en bæði voru æstir bítlaaðdáendur á sínum tíma, að sögn forráðamanna Fjölvaút- gáfunnar. Bókin kostar liðlega 130 krónur út úr búðum. Þá hafa a.m.k. tvær aðrar bókaút- gáfur tilkynnt um útgáfu á bókum um John Lennon, þannig að útiit er fyrir að í árslok geti dyggir aðdáendur Lenn- ons og Bitlanna átt að minnsta kosti sex bækur um manninn, sem hafði „enda- skipti á veröldinni”, eins og segir í frétt frá Fjölvaútgáfunni. kemur w I heimsókn til okkar og áritar nýju plötuna sína, KÁNTRÝ i DAG KL. 5 mKARNABÆR HLJÓMDEILD—GLÆSIBÆ Sími 85055

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.