Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981.
1
Erlent
Eríent
Erlent
Erlent
I
REUTER
Hörð átök á landamærum Kína og Víetnams:
Víetnamskir hermenn
felldir af Kínverjum
— Kínverjar segjast hafa fellt yf ir hundrað menn úr innrásarliði Víetnams
Kínverskir landamæraverðir felldu í
gær yfir hundrað hermenn Víetnama,
að því er Kinverjar segja. Að sögn
þeirra réðust víetnamskir hermenn inn
yfir landamæri Kína, lögðu sprengjur,
spilltu eignum og réðust á þorp.
Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína
sagði að landamæraverðirnir hefðu
lagt hald á mikið magn vopna og skot-
færa frá Vietnömunum, þar á meðal
fallbyssur og vélbyssur.
Þetta munu vera alvarlegustu átök á
landamærum þjóðanna frá því þær
háðu mánaðarlangt landamærastríð í
febrúar og marz árið 1979. Þá réðust
Kínverjar inn í Víetnam í refsingar-
skyni fyrir að Víetnamar höfðu steypt
af stóli stjórn þeirri í Kampútseu sem
Kínverjar studdu.
Bardagarnir nú voru í Mengdong í
Yunnan héraði og bíuíiftt þeir út
tveimur dögum eftir að Kínverjar
höfðu borið fram mótmæli við sendi-
ráð Víetnams í Beijing vegna ítrekaðrar
áreitni Víetnama á landamærum þjóð-
anna, sem hefði leitt til þess að um
sextíu Kínverjar hefðu særzt eða látið
lífið.
Fréttastofan Nýja Kína sagði að víet-
namskar hersveitir hefðu farið yfir
landamærin um kiukkan sex i gær-
kvöld i skjóli stórskotaliðsárásar. Kín-
verjarhefðu þá hafið gagnsókn og
fengið hrundið innrásinni og fellt um
hundrað Víetnama.
Mitterand
harðorður
Kosningabaráttan í frönsku forseta-
kosningunum er nú á lokastigi. Fran-
cois Mitterrand leiðtogi sósialista
sakaði í gær keppinaut sinn, Valery
Giscard d’Estaing, um að „sérhæfa sig
í að skjóta fólk í bakið. ”
Suzuki
kveðst skiln-
ingsríkur
Friösamleg útíör Sands
—Talið að rigning haf i komið í veg fyrir átök
Zenko Suzuki, forsætisráðherra
Japans, sagði bandarískum þingmönn-
um í gær að hann hefði skilning á
óskum Bandaríkjastjórnar um að
Japanir lékju stærra hlutverk í vörnum
í Asíu. Hins vegar lofaði hann ekki að
auka útgjöld til hermála.
Spánverjar
mótmæla
hryðjuverkum
Fjórir stærstu stjómmálaflokkar
Spánar hafa hvatt alla spænsku þjóð-
ina til að leggja niður vinnu í tvær
mínútur klukkan þrjú í dag til að mót-
mæla árásum skæruliða á spænska her-
inn. Hvatning þessi kemur í kjölfar
árásar skæruliða baska á bifreið yfir-
manns lífvarðasveita Juan Carlosar
konungs, þar sem tveir menn létu lífið.
Útför IRA-félagans Bobby Sands í
Belfast í gær varð tiltölulega friðsam-
leg, öfugt við það sem búizt hafði verið
við. Talið er að mikil rigning í Belfast
hafi átt sinn þátt í því að ekki kom til
alvarlegra átaka. Þó urðu lögreglu-
menn tvívegis fyrir skotárás.
Um 40 þúsund manns fylgdu Sands
til grafar. Mikill viðbúnaður var
hafður uppi af lögreglu og herliði en til
alvarlegra átaka kom ekki, eins og áður
segir.
Á sama tíma og útför Bobby Sands
var gerð stóð séra Ian Paisley leiðtogi
mótmælenda fyrir samkomu þar sem
um þrjú þúsund manns minntust fórn-
arlamba írska lýðveldishersins.
Þrír IRA-félagar í Maze-fangeisinu
eru nú hætt komnir vegna hungurverk-
falls. Krefjast þeir réttinda pólitískra
fanga eins og Bobby Sands. Einn
þeirra, Francis Hughes, hefur nú verið í
hungurverkfalli i 55 daga.
Habib
íLíbanon
Mannfall hefur verið talsvert á Norður-lrlandi aö undanförnu af völdum óeiröa og
versna.
óttast menn að ástandið eigi enn eftir að
Séra Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda,
stóð fyrír mótmxlafundi i Belfast i gær.
Philip Habib, sendimaður Banda-
ríkjastjórnar í deilunni í Miðaustur-
löndum, mun í dag ræða við leiðtoga í
Líbanon. Hann mun síðan einnig heim-
sækja ráðamenn í Sýrlandi og ísrael í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök
þjóðanna.
Erlendar
fréttir
UIS útboa
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis i 1.
áfanga Miðneshrepps og Vatnsleysustrandarhrepps. í verkinu felst að
leggja einfalt hitaveitudreifikerfi í dreifbýli. Pípur eru 0 20 — 0 100
mm víðar og lengd kerfis er um 7,7 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja. Brekku
stíg 36 Njarðvik, og á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9
Reykjavík, gegn 500.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudag-
inn 21. maí 1981 kl. 14.
ÚTBOÐ
Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavik óskar eftir til-
boðum í dúkalögn i 60 raðhúsaíbúðir í Hólahverfi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut
30 frá og með föstudeginum 8. mai gegn 300 króna skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð föstudaginn 15. maí kl. 16 á sama
stað.
Stjórn Verkamannabústaða
í Reykjavík.
FÓRNARLAMB KYNÞÁTTAÓEIRÐA
Shanreka Perry er eitt fórnarlamba kynþáttaóeirða sem urðu f Miami fyrír einu árí. Hún er tólf ára gömul en hefur aðeins
annan fótinn. Bifreið með hvítum farþegum keyrði yfir hana. Bifreiðin varð fyrir árás blökkumanna og ökumaður hennar
missti stjórn á henni með þessum hörmulegu afleiðingum.
„Ég er ekkert öðruvfsi. Ég vil ekki láta vorkenna mér,” segir Shanreka. Hún er ekkert bitur, en hún hefur tekið ákvörðun
um það hvert framtíðarstarf hennar á að vera. Hjúkrunarkona eða sjúkraþjáifari.
Það var i Liberty City, fátækrahverfi biökkumanna í Miami, sem óeirðirnar brutust út, þrjá daga 1 mal á siðasta ári eftir
að fjórir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að hafa misþyrmt blökkumanni, sem leiddi til dauða hans.
í óeirðunum létust átján manns, verðmæti fyrir 100 milljónir dollara var eyðilagt og brennt.