Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 14
22, DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MÁÍ 1981. Spáð er hmgri norðanátt og látt- skýjuðu á Suður- og Vssturlandl sn skýjuðu fyrir norðsn, smáál á Austur- Isndi. Þykknar upp sunnanlands í nótt Kkikkan 6 var norðan 1, skýjað og —2 stig í RsykJavBc; austan 5, látt- skýjað og —3 sdg á Gufuskálum; norðaustan 2, léttskýjað og —4 Btig á Galtarvita; norðnorðaustan 3, skýjað og —6 stig á Akurayri; norðvastan 3, skýjað og —5 stlg á Raufarhðfn; norð- norðaustan 6, ál og —2 stig á Dala- tanga; norðnorðvestan 3, skýjað og —1 stig á Hðfn og norðan 7, létt- skýjað og —2stigá Stórhðfða. I Þórshðfn var rigning og 6 stig, skýjað og 10 stig í Kaupmannahðfn, skýjað og 5 stlg í Osló, haiðrflct og 9 stig í Stokkhólml, skýjað og 10 stlg ( London, skýjað og 11 stlg í Hamborg, skýjað og 13 stig í París, skýjað og 10 stig í Madrld, skýjað og 10 stlg f Ussabon og haiörflct og 12 stig í Naw Haraldur Magnússon, sem lézt 29. apríl, fæddist 7. ágúst 1926 á Siglu- firði. Foreldrar hans voru María Erlendsdóttir og Magnús Jónsson. Haraldur stundaði sjómennsku allt sitt líf, síðast var hann á mb. Skagaröst. Árið 1948 giftist Haraldur Guðbjörgu Einarsdóttur og áttu þau 4 börn. Ha'nn verður jarðsunginn í dag, 8. maí, kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Jón Kristinn Kristjánsson, sem lézt 2. maí, fæddist 21. júlí 1926 í Hafnar- firði. Foreldrar hans voru Þóra Guð- laug Jónsdóttir og Kristján Benedikts- son. Jón vann í nokkur ár í Vélsmiðju Hafnarfjarðar en árið 1956 réðst hann sem bifreiðarstjóri hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar til dauðadags. Árið 1947 kvæntist Jón Rósu Ingibjörgu Jafetsdóttur, áttu þau 6 börn og bjuggu lengst af í Hafnar- firði. Jón verður jarðsunginn í dag, 8. maí. Ólafur Halldór Þorbjörnsson, Stangar- holti 20, lézt í Borgarspítalanum 6. maí sl. Hjörtur Þórðarson frá Hjörsey, Vatns- nesvegi 21 Keflavík, lézt 6. maí sl. Friðrik Jóhannesson fyrrverandi toll- vörður, Hlíðargötu 10 Fáskrúðsfirði, verður jarðsunginn frá Búðakirkju laugardaginn 9. maí kl. 15. Kristrún Friðfinnsdóttir, Þórshöfn Innri-Njarðvík, lézt í Borgarspítalan- um 30. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Innri-Njarðvikurkirkju laugardaginn 9. maikl. 14. Björgvin Emilsson, Fögrubrekku 1 Kópavogi, lézt af slysförum 5. maí sl. Sigurður Vilhjálmsson, sem lézt 28. apríl sl., fæddist 1. apríl 1914 í Nes- kaupstað. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir og Vilhjálmur Stefánsson. TiSkynnmgar Vigdis Sigurðardóttir, sem lézt 3. mai sl., fæddist 21. desember 1920 að öxl í Húnaþingi. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson og Þuríður Sigurðar- dóttir. Um tvítugt stundaði Vigdís nám í Kvennaskólanum á Blönduósi en fór síðan fljótlega til Reykjavíkur og starfaði þar við ýmis verzlunarstörf. Árið 1950 giftist hún Steinari Björns- syni. Dvöldust þau í Danmörku um tíma en árið 1953 komu þau heim og settust að í Kópavogi. Árið 1963 fluttust þau til Neskaupstaðar og bjó Vigdís þar til ársins 1967 er maður hennar lézt. Fluttist hún þá til Reykja- víkur og stundaði ýmis verzlunar- og þjónustustörf. Vigdís og Steinar áttu 5 börn. Vigdís verður jarðsungin frá Hallgrimskirkju í dag, 8. maí, kl. 13.30. ftjlKlÍÍ Kvenfólag Bústaðakirkju heldur fund mánudaginn 11. maí nk. kl. 20.30 1 safnaðarheimilinu. Kvenfélag Garðabæjar kemur í heimsókn. Umræðufundur um varnar- og herstöðvarmál á ísafirði 1 tilefni af 30 ára hersetu á íslandi efna herstöðvar- andstæðingar á ísafirði til fundar laugardaginn 9. maí kl. 16 í Sjómannastofunni. Frummælendur verða Ari Trausti Guömundsson, Hallur Páll Jónsson og vonandi herstöðvarsinni. Úthlutað úr Minningarsjóði Barböru Á póskadag, 19. april, var úthlutað úr Minningar- sjóði Barböru Moray Ámason, en þann dag heföi listakonan 'orðið sjötug. Sjóðnum er ætlað að styrkja myndlistamenn til kynnisferða vegna listar ■ sinnar. Á þessu ári nemur styrkurinn 8000 krónum og hlaut hann að þessu sinni Guðmundur Benedikts- son myndhöggvari. { sjóðsstjóm em Vífill Magnússon arkitekt, Sig-» rún Guðjónsdóttir myndlistamaður, formaður Fé- lags islenzkra myndlistamanna, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur, listrænn forstjórí Kjarvalsstaða, og Thor Vilhjálmsson rithöfundur, forseti Bandalags íslenzkra listamanna. Sjóðsstjórnin hefur ákveðið að framvegis skuli sjóðurinn vera kenndur við þau merkishjón bæöi og heita Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar, en Magnús lézt á síðastliðnu sumri, eins og mönnum er kunnugt. Ráðgerð er yfirlitssýning á verkum Barböm og Magnúsar og væri kærkomið að fá upplýsingar um verk þeirra 1 eigu manna, en þau munu vera viða dreifð. Þessum upplýsingum má koma til ofan- greindra i stjórn sjóðsins. Sigurður stundaði nám i Héraðsskólan- um að Laugarvatni. Hann lagði sjó- mennsku fyrir sig. Fyrst reri hann á bátum og togurum, siðan var hann um tíma með sína eigin útgerð en lengst af starfaði hann á netaverkstæði hjá bróður sínum. Sigurður verður jarð- sunginn í dag, 8. maí, frá Norðfjarðar- krikju. Nokkuð gott fimmtudagskvöld Á vettvangi er nokkuð gloppóttur þáttur, eins og við má búast. Þáttur- inn í gær var alveg sæmilegur, þó er ég algjörlega ósammála stjórnendum þáttarins að það sé nauðsynlegt að vera með svokallað „alþýðuskáld”. Kveðskapurinn er yfirleitf hrfoð sem lítið erindi á í útvarp. Ég hafði mikið gaman af Alfreð, smásögu eftir Finn Söeborg -sem Ragnheiður Gyða Jónsdóttir las. Það var ekki sízt vegna þess að ég hafði sjálfur lesið þessa sögu i dönsku les- hefti i skóla. Það hlýtur að hafa verið dýrðlegur svipur sem móðir Ibs og frænka settu upp þegar Alfreð kom í afmæli Ibs. Sagan var skemmtilega þýdd og vel lesin. Kom vel í ljós barnsleg einfeldni Ibs og standandi vandræði móður Ibs þegar hún sá að Alfreð var ekki lítill fátækur drengur heldur róni. Útvarp frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands fmnst mér vera eina efnið af þessu tagi sem á að vera í útvarpi. Áilii landsmenn borga þessa hljómsveit og eiga því rétt á að heyra hana spila. Á tónleikunum í gær var flutt Minni Islands eftir Jón Leifs, stórgott og kraftmikið verk og Píanókonsert Edvards Grieg, einn al- skemmtilegasti píanókonsert sem ég hef heyrt. Að loknum tónleikunum, sem ég get þó ekki sleppt án þess að minnast á frábærar kynningar Jóns Múla sem gæða tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar lifi, var flutt fimmtudagsleikrit útvarpsins, Ræsting Höfundur leiksins er Erlendur Jónsson. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt frá honum áður í leikrits- formi en mér fannst honum bara takast nokkuð vel. Gamli maðurinn, vel túlkaður af Val Gíslasyni, fékk dótturbörn sín í heimsókn þar sem hann dvaldist á stofnun. Þau sögðu honum ýmislegt af högum dóttur hans sem gamla manninum líkaði ekki alls kostar, og vill hann koma í veg fyrir að vildarjörð sem hann á lendi í höndum dóttur hans. Það er hægara sagt en gert, þvi konan sem hreinsar hjá honum vill ekki þiggja jörðina að gjöf, því hún er hrædd um að hún þurfi að gera hitt með gamla manninum. 1 lokin leysist leikurinn hálfgert upp, sem var ágætt, því þetta var vandræðamál. Félagsmál og vinna er alveg bráð- nauðsynlegur þáttur en heldur er ég hræddur um að hann nái ekki nógu vel til þeirra sem á hann þyrftu að hlusta. Væri ekki ráð að flytja þátt- inn fyrr á kvöldin? Þáttur Jóns Ásgeirssonar um hjálparstarf Rauða krossins byrjaði ágætlega en ég sofnaði út frá honum. Er ekki að efa að Rauði krossinn vinnur þarft starf víða í heiminum en miklu finnst mér það gæfulegri stefna að þjálfa fólk og senda á stað- inn en senda „bara” peninga. Ef einhver varanleg bót á að verða á því hörmungarástandi sem víða ríkir er það fyrst og fremst þekking sem getur bætt úr því. Sveitakeppni í skák milli Reykjavíkur og „Landsins" Um helgina efnir Skáksamband Islands til sveita- keppni í skák milli Reykjavíkur og „Landsins”. Hvor sveit verður skipuð 25 skákmeisturum ásamt varamönnum og mætast þær i tvígang, fyrst á laug- ardaginn 9. maí og síðan aftur á sunnudaginn. Sú sveitin hlýtur sigur sem fær fleiri vinninga samanlagt úr báðum umferðunum. Keppnin fer fram á Hótel Esju, 2. hæð, og hefst fyrri umferðin kl. 14 á laugardaginn. Sveit Reykjavikur verður valin af taflfélögunum i Reykjavik en sveit ..Landsins” af nefnd sem Taflfé- lag Kópavogs, Skákfélag Hafnarfjarðar og Taflfélag Seltjamarness hafa skipað. Búast má við skemmti- legri og tvisýnni keppni milli sveitanna því báðar hafa á að skipa sterkum skákmönnum. Skáksam- bandið stefnir að því að keppni þessi verði árlegur viðburður. Sumardvöl sykursjúkra Siöastliðið sumar efndu Samtök sykursjúkra i Reykjavik til sumardvalar fyrir sykursjúk börn og unglinga. Var það i fyrsta skipti sem til sllkrar starf- semi var stofnaö. Árangur þessarar sumardvalar var mjög góöur og þvi verður nú i sumar aftur efnt til sumardvalar. Að þessu sinni verða sumarbúðirnar að Reykholti í Borgarfirði, þar sem er hin ákjósanlegasta aðstaða eins og kunnugt er. Verður þetta frá 23. til 29. júní. Eins og sl. sumar verður starfsemin rekin undir GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 86 — 7. maf 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 8,787 8,806 7,486 1 Sterlingspund 14,329 14,367 16,804 1 Kanadadollar 5,664 5,669 6,238 1 Dönsk króna 0,9608 0,9633 1,0486 1 Norskkróna 1,2141 1,2174 1,3391 1 Sœnskkróna 1,3986 1,4022 1,6424 1 Hnnsktmark 1,6921 1,6963 1,7669 1 Franskur franki 1,2648 1,2682 1,3960 1 Belg. franki 0,1839 0,1844 0,2028 1 Svissn. franki 3,2843 3,2930 3,6223 1 Hollonzk florijia 2,7009 2,7081 2*9789 1 V.-þýzktmark 2^963 3,0042 3,3046 1 ítölsk llra 0,00601 0,00603 0,00663 1 Austurr. Sch. 0,4238 0,4249 0,4674 1 Portug. Escudo 0,1127 0,1130 0,1243 1 Spónskur posoti 0,0750 0,0752 0,0829 1 Japanskt yon 0,03123 0,03131 0,03444 1 frskt Dund 10,964 10,993 12,092 SDR (sórstök dráttarréttindi) 8/1 8,0360 8,0663 Sfemsvari vegna gengisskráningar 22190. 1 í GÆRKVÖLDI stjórn sérfróðra manna hvað viðvíkur sérþörfum barnanna um hjúkrun, mataræði og annaö. öllum sykursjúkum bömum og unglingum á landinu er boöin þátttaka og verður kostnaði haldið i lágmarki þar sem Samtök sykursjúkra í Reykjavík munu með beinum fjárframlögum bera uppi hluta af dvalar- kostnaðinum. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þorsteins- dóttir, sími 21779, Snorri Snorrason, simi 75129, Þór Þorsteinsson, sími 86166 (36904), örlygur Þórðarson, sími 16811 (38829). Eru aðstandendur sykursjúkra bama og unglinga hvattir til að hafa samband við þau hið allra fyrsta. Frœöslufundur f blikksmíðaiöninni Félög blikksmiða og blikksmiðjueigenda efna til sameiginlegs fræöslufundar að Hótel Esju þriðju- daginn 12. mai kl. 20 um byggingareglugerðina, námsskrá og „Reglugerð um sveinspróf i blikk- smiði”. A fundinum verða flutt fjögur stutt framsögu- erindi en að öðru leyti sitja framsögumenn fyrir svörum og er það markmið fundarins að ná sem bezt til þeirra manna í atvinnulifinu sem fundinn sækja og gefa þeim kost á aö koma með spurningar um það sem þeir vilja og þurfa að fá svör við. Framsögumenn verða: Gunnar Sigurðsson bygg- ingafulltrúi er kynnir félagslega hlið byggingareglu- gerðarinnar, Friðrik S. Kristinsson byggingatækni- fræðingur er kynnir tæknihlið reglugerðarinnar, Þuríður Magnúsdóttir fulltrúi Iönfræðsluráðs er kynnir námsskrár í blikksmíði og Einar Þorsteins- son byggingatæknifræðingur er kynnir reglugerð um sveinspróf í blikksmiði. Einnig mæta til bygginga- fulltrúaembættinu i Reykjavik Hallgrímur Sandholt deildarverkfræöingur og Ragnar Gunnarsson tækni- fræðingur. Fundarstjóri verður Kristján Ottósson blikksmiður og ritari Sveinn Á. Sæmundsson blikk- smiðameistari. Blikksmiðir og nemar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fræðslu(undinn. Ýmislegt Veitt úr Menningar- sjóði Þjóðleikhússins Á afmælisdegi Þjóðleikhússins þann 20. apríl sl. var venju samkvæmt úthlutað viðurkenningum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins og hlutu þær að þessu sinni Carl BiUich og Guðrún Þ. Stephensen. Carl BiUich hefur starfað við Þjóðheikhúsið 1 á þriðja tug ára sem hljómsveitarstjóri, kórstjórnandi og söngæfingastjómandi. Guörún Þ. Stephensen hefur verið fastráðin leikari við Þjóðleikhúsið frá ár- inu 1974 og hefur þegar leikið hátt á þriðja tug hlut- verka í sýningum hússins. Nú I vetur hefur hún t.d. leikið Steinvöru í Smalastúlkunni og útlögunum eftir Þorgeir Þorgeirsson og Sigurð Guðmundsson, Geske könnusteypisfrú í Könnusteypinum pólitiska eftir Ludvig Holberg og nú siðast frú Bláza í tékk- nesku einþáttungunum Haustið í Prag sem nú er verið að sjma á Litla sviði leikhússins. Afhendingin fór fram að aflokinni sýningu á La Bohéme. GENGIO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.