Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981. 9 Erlent Erlent Erlent Erlent Kvöld- og helgarsími 99-1779 SAMTAKf HUSEININGAR SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 800 SELFOSSI FJORIR BILAR UIANLANDS FERÐIR HLJOMTÆKI VERTUMEÐ VINNINGARNIR ERU ÞESS VIRÐI Reiöhjólin eru bifreiöir Kinverja. 1 Beijing-borg einni eru þrjár milljónir reiðhjóla. Myndina tók Magnús Karei er hann var á ferö í Beijing fyrir skömmu. Vaxtarverkir Beijing —þrjár milljónir reiðhjóla íborginni Frá Magnúsi K. Hannessyni, frétta- austri til vesturs, hefur meöaihraöi mannl Dagblaösins. ökutækja lækkað úr 50 km'á klukku- Beijing-borg með sinar 8 milljónir stundfyrir 1950ogniðurí30km/klst. i ibúa hefur sjna vaxtarverki eins og aðr- dag. ar stórborgir. í borginni eru 3 millj. Bifreiðir og reiðhjól mynda oft á reiðhjóla og 90.000 vélknúin ökutæki, tíðum kílómetra langar raðir við götu- sem þykir ekki mikið samanborið við vita á mestu annatímum. Árið 1980 aðrar heimsborgir. Þrátt fyrir það eru urðu 10.247 umferðarslys í Beijing sem umferðartappar og slys tíð í borginni. kostuðu490mannslífið. Á Chang-an, hinni 90 km löngu breið- Myndin sýnir eitt af mörgum reið- götu sem liggur í gegnum borgina frá hjólastæðumborgarinnar. Ronald Reagan Bandarikjaforseti vann ákafiega mikilvægan stjórnmála- sigur í gær er frumvarp hans um sam- drátt í rikisútgjöldum og skattalækkan- ir rann greiölega í gegnum fulltrúadeild þingsins. Frumvarpið var samþykkt með 253 atkvæðum gegn 176 og vekur það at- hygli þar sem demókratar hafa meiri- hluta i deildinni. t öldungadeildinni eru repúblikanar hins vegar i meirihluta og er fullvíst talið að þar verði frumvarpið samþykkt í næstu viku. Róttækasti þáttur frumvarpsins er sá sem kveður á um að tekjuskattur skuli lækkaður um 10 prósent á þremur árum. ElSalvador: NUNNUMORÐINGJ- ARNIR FUNDIR? Robert White, fyrrum sendiherra Bandarikjanna í E1 Salvador, skýrði frá því í gærkvöld að stjórn E1 Salva- dor hefði handtekið sex menn úr öryggissveitum stjórnarinnar í tengsl- um við morðin á bandarísku nunnun- um i desembermánuði síðastliðnum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali: „Við höfum vitað í nokkrar vikur, ef ekki mánuði, ekki aðeins að öryggis- sveitirnar bæru ábyrgð á morðunum heldur einnig hverjir í öryggissveitun- um væru ábyrgir.” Hann sagði að sex menn úr örygg- issveitunum hefðu verið handteknir. Robert White, sem Reaganstjórnin rak úr embætti vegna andstöðu hans við stefnu stjórnarinnar gagnvart E1 Salvador, sagði að stjórn Jose Napo- leon Duarte væri með mikla sýndar- mennsku því stjórnin hefði innan þriggja daga vitað, hverjir báru ábyrgð á morðunum. Ronald Reagan. Vltu bygflÞ sumarhús eða einbýlishús í sumai? Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF á Selfossi framleiðir margar gerðir ein- býlishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru 80—160 fermetrar. AUÐFLYTJANLEGT HVERT Á LAND SEM ER. Höfum einnig hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með band- sagaðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel. Gerið verðsamanburð áður en kaupin eru gerð. Sýningarhús á staðnum. Demókratar stóðu ekki f vegi Reagans: mmmm mm m Miknvægur sigur Reagans forseta — skattalækkun rann í gegnum f ulltrúadeildina þar sem demókratar ráða ríkjum „Virða á starfs- frið Kekkonens” — segir Koivisti forsætisráðherra sem f innska þjóðin vill að taki við af Kekkonenforseta Forsætisráðherra Finnlands, Maunu Koivisto, neitar því alfarið að hann sé þátttakandi í forsetaslag þeim sem nú er háður bak við tjöldin í Finnlandi. Þessi yfirlýsing hans kom fram á fundi sósialdemókrata í Björneborg. ,,Ég þekki ekki þessar reglur, ég hef aldrei tilkynnt mig sem þátttakanda og hef ekki áhuga á þessu,” sagði Koivisto. Hann hefur verið talinn líklegastur til að taka við af Kekkonen. Hann sagði jafnframt að það væru engin tengsl milli þess að hann vildi halda stjórninni á floti og forseta- slagsins. Koivisto lýsti því einnig yfir að virða ætti starfsfrið Kekkonens og ekki vera sifellt að trufla starf hans með þvi að velta þvi fyrir sér hver væri hugsan- legur eftirmaður hans. Er kom að utanrikismálum sagði for- sætisráðherrann að meirihluti finnsku þjóðarinnar teldi það mikilvægast og viðurkenndi hina margslungnu og margþættu samvinnu sem Finnar eiga við Sovétríkin, sem þróazt hefur milli þjóðanna undir forystu Uhro Kekkonens. Með ræðu sinni er talið að Koivisto hafl viljað leggja áherzlu á það að bar- átta milli hans og Kekkonens, sem margir telja að eigi sér stað, sé upp- spuni. Eins og DB hefur greint frá, telja fréttaskýrendur að fyrirhugaðri heim- sókn Brésnef tii Helsinki síðar i þessum mánuði sé meðal annars ætlað að láta Finna vita af því að ráðamenn í Moskvu geti ekki fellt sig við Koivisto sem forseta. Komið hefur fram að meðal finnsku þjóðarinnar nýtur Koi- Koivisto nýtur mlldlla vlnsælda meðal flnnsku þjóðarinnar en lelðtogarnir i Kreml geta ekkl sætt slg við að hann verði forseti Flnnlands. visto langmests fylgis þeirra sem taldir eru koma til greina í baráttunni um for- setaefnið sem hlýtur að vera á næsta leiti vegna hins háa aldurs Kekkonens forseta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.