Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981. 11 Kjallarinn Verð á dönskum tímaritum er óeðlilega hátt á íslandi íslendingar kaupa mikið af dönskum timaritum. Þegar nýr gjald- miðill var tekinn í notkun um sl. ára- mót og gengi dönsku krónunnar varð svo til 1,0, varð verðsamanburður á dönskum tímaritum mjög auðveldur, þvi útsöluverðið í Danmörku er ávallt prentað á blöðin. Engu að síður halda íslenzkir neytendur áfram, at- hugasaemdalaust að greiða allt að tvöfalt hærra verð en grannar okkar í Danmörku gera. Er það vegna þess, að íslenzkir neytendur hafa tapað öllu verðskyni eða er það vegna þess, að fslendingar eru svo vanir, að allt innflutt sé miklu dýrara á íslandi en í framleiðslulandinu vegna hárra aðflutningsgjalda. Greinarhöfundur hallast fremur að siðari skýringunni, þ.e.a.s. að neytendur sætti sig við hið háa verð 1 góðri trú á, að því valdi há aðflutningsgjöld. Það er hins vegar ekki tilfellið þvi á tímaritum eru engin aðflutningsgjöld. Verð þeirra ætti þvi ekki að vera nema lftið eitt hærra en í Danmörku eða sem nemur flutningskostnaði og mismun á virðisaukaskatti og söluskatti, sem er aðeins 1,5 prósentustig. Fyrirkomulag innflutningsins íslenzkir bóksalar kaupa sameigin- lega til landsins öli dönsk tímarit og er það Innkaupasamband bóksala, sem annast innflutninginn. Magnsins vegna eiga innkaupin því að geta verið hagstæð. Timaritin eru keypt frá fleiri en einum aðila. Þrátt fyrir það eru dæmi þess, að keypt er af millilið en ekki af útgefanda. Inn- kaupasambandið hefur rétt til að endursenda óseld eintök. f sumum tilvikum er nægjanlegt að senda kápu tímaritsins en í öðrum tilvikum þarf að senda allt timaritið. Tímaritin eru flutt til landsins með skipi, þ.e. á ódýrasta hátt. Innkaupasamband bóksala dreifir tímaritunum til bóksala, sem hafa sama endurskilarétt og það. Inn- kaupasambandið ákveður útsölu- verðið. Heildsöluálagning Innkaupa- sambandsins er 20*70 og smásölu- álagning bóksala 60%. Heildarálagn- ingáCIF-verð er þvi 92,0%. Síðan bætist að sjálfsögðu við söluskattur, 23,5%. Með framangreindu fyrir- komulagi er bæði innflutningur Inn- kaupasambandsisn og smásala bók- salanna nánast umboðssala og verður þvi umrædd álagning að teljast ail rifleg. Hér er um frjálsa álagningu að ræða, sem í þessu tiiviki hefur því miður ekki reynst til lækkunar vöru- verðs og samtök eru um að útiloka eðlilega samkeppni við verðákvörð- un. Verðsaman- burður nokkurra tímarita í byrjun febrúar sl. kannaði gfein- arhöfundur verð nokkurra danskra timarita og voru þau sem hér segir: Mismunurinn er reiknaður í hundr- aðshluta af verðinu 1 Danmörku, um- reiknuðu á tollgengi dönsku krón- unnari janúar. Mestur verðmunur er á timaritinu FOTO & Smalfilm, sem er nákvæm- lega tvöfalt dýrara á íslandi en i Dan- mörku. Skal nú litið á, hvernig verð- myndun þess er. Ef flutnings- og bankakostnaður er áætlaður 15% af FOB-verði, sem telja verður riflega áætlað, svarar útsöluverðið kr. 33,70 til þess, að innkaupsverð 1 Danmörku sé 11,92 danskar krónur. Útsölu- verðið í Danmörku er D.kr. 16,25 og er þá innifalinn virðisaukaskattur, svokallaður moms, sem er 22%. Verðið án moms er því D.kr. 13,32. Útflutningsverð er að sjálfsögðu án moms. Innkaupsverð Innkaupasam- bandsins, sem kaupir i einu lagi fyrir allt fsland, eins og áður getur, er því 89,5% af útsöluverði í Danmörku án moms. Dreifingaraðilar og Bóksalar í Danmörku hafa að sjálfsögðu sína álagningu. Það er því ljóst af framan- sögðu, aö Innkaupasamband bóksala gerir mjög óhagstæð innkaup. En hver 'skyldi ástæðan vera? Eimir ennþá eftir af dönsku einokunarsöl- unni, er innnkaupsverðiö spennt upp meö duldum umboöslaunum eða eru innkaupin gerð hjá milliliðum, sem bæta sinu álagi á? Ógerningur er að fullyrða um það, hvort eitt eða fleiri þessara atriða valda hinu óeölilega háa verði á dönskum tímaritum á fslandi. Hins vegar skal upplýst, aö timaritið FOTO & Smalfilm er ekki keypt beint frá útgefandanum, Specialbladforlaget, heldur frá milli- lið, Dansk Centralagentur. Hvers vegna, er ihugunarefni. Hvaö er til ráöa? Þegar i ljós kemur, að bóksalar geta boðið íslenzkum neytendum upp á það að kaupa dönsk, tollfrjáls timarit á 50—100% hærra verði en það sem danskir neytendur búa við, kemur upp í huga manns, hvað sé til ráða. Þeir sem óska að kaupa eitt og eitt eintak af dönskum tímaritum virðast ekki hafa neina leiö til að komast fram hjá hinu háa verði en þeir, sem óska aö kaupa timaritin í áskrift, geta með mjög litilli fyrir- höfn fengið timaritin á allt aö helm- ingi lægra veröi en því, sem íslenzkir bóksalar bjóða. Skal nú lýst, hve einfalt þaðer. í erlendum timaritum er yfirleitt alltaf að finna bréfspjald, sem senda má til útgefanda með greiðslu, ef áskriftar er óskaö. Þarf ekki annað en að fara í næsta gjaldeyrisbanka og sækja um í ávísun á útgefanda þá upphæð, sem áskriftin kostar. Slík afgreiðsla fæst meöan beðið er og tekur aðeins 10—15 minútur. Ávisunin er síðan send til útgefanda ásamt bréfspjaldinu, útfyUtu með nafni og heimUisfangi. Á bréfspjald- inu eru yfirleitt skýrar upplýsingar um það, hvert senda skuU það, ásamt greiðslunni. Síðan kemur timaritið heim til kaupanda um sama leyti og i sumum tilvikum fyrr en það kemur i bókaverzlanir. Til fróðleiks skal þess Tímarit FOTO & Verðl Danmörku D.kr. Smalfilm 16.25 Billedbladet 6.95 SeogHör Hi Fi og 6.65 elektronik 16.75 Rapport 8.10 Verð á íslandi Mismunur kr. % 33,70 100.0 13.30 84.5 12.00 74.0 26.20 50.8 14.70 75.0 GfsliJónsson getið, að það kostar útgefanda tima- rits i Danmörku jafn mikið að senda þaö í venjulegum pósti tU íslands og innanbæjar í Kaupmannahöfn og skiptir þvi útgefandann engu máU hvort áskrifandinn býr i Danmörku eða á íslandi. Sé ekki bréfspjald i blaðinu, er ávallt að finna í lesmáU þess upplýsingar um útgefanda og áskriftargjald. Ávísun má þá senda með almennu bréfi. f marz sl. gerðist greinarhöfundur beinn áskrifandi að timaritinu FOTO & Smalfilm og kostaði það D.kr. 162,00 eða kr. 167,90. í einni áskrift eru 11 blöð svo eintakið kostaði kr. 15,26 eða 45,3% af útsöluverði hér á landi. Að vísu þurfti að greiða fyrir- fram heUt ár en á móti kemur, að síðari gengisbreytingar mundu ekki hafa áhrif og að blaðið er borið heim. Engu mundi breyta um verðið þótt áskrifandinn byggi úti á landi. Varðandi pöntun erlendra tímarita almennt, sem ekki eru hér á markaði, skal upplýst, að í bókasöfnum hér- lendis, t.d. Háskólabókasafni, er að finna tlmaritaskrár með upplýsingum um verð tímarita og nöfn og heimils- föng útgefenda. Má t.d. benda á viðamikla skrá, sem nefnist „Ulrichs Periodical Directory”, en 1 henni eru skráð mörg þúsund tímarit á miklum fjölda sérsviða. Flestir útgefendur senda þeim, sem þess óska, ókeypis sýnishorn af tímaritum sinum til skoðunar áður en ákvörðun um áskrift er tekin. Um leið má fá staðfest, hvort hið birta verð sé i gildi en það getur reynst nauðsynlegt, sé sú skrá sem notuð er, ekki alveg ný. Lokaorð Enda þótt einstakir neytendur, sem vilja kaupa dönsk tímarit í áskrift, geti komist fram hjá því að kaupa þau á því óhóflega verði, sem Islenzk- um lesendum er boðið upp á, er það engin framtlðarlausn á vandanum. íslenzkir neytendur eiga ekki að una umræddum kjörum. Hvar er nú allt talið um norrænt samstarf og norræna vináttu. Hið háa verð á dönskum tímaritum stafar ekki einungis af all ríflegri álagningu heldur sér í lagi af óeðlilega háu innkaupsveröi. Væri ekki þarft verk- efni fyrir menningarmálanefnd Norðurlandaráðs að stuðla að þvi, að Ibúar allra Norðurlanda búi við svipuð kjör við kaup á bókum og timaritum. Sem undirbúningsað- gerðir væri æskilegt, að verðlagsyfir- völd gerðu samanburð á verði norrænna timarita i hinum ýmsu norrænu löndum. Slikur saman- burður ætti að vera tiltölulega auðveldur og kostnaðarlitill. Gisli Jónsson prófessor. „Eimir ennþá eftlr af dönsku einokunarsoiunni, er innkaupsvcrðið spennt upp með duldum umboðslaunum, eða eru innkaup- in gerð hjá milliliðum, sem bæta sfnu álagi á?” spyr greinarhöfundur, sem hefur kannað verð á tfmaritum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.