Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 24
DB ræðir við herforingja í Norfolk og Washington: „Svekktur yfir að missa AWACS-þoturnar frá íslandi” „Ég var mjög svekktur yfir að missa hinar fuúkomnu AWACS-þot- ur frá Islandi. Vegna ástandsins i Póllandi voru þær færðar annað,.” sagði Train flotaforingi, einn æðsti herforingi Nato, i viðtali við blaða- mann DB og nokkra aðra evrópska blaðamenn i Norfolk fyrir nokkrum dögum. Þessar flugvélar voru i staðinn sett- ar niður á flugvelli í Vestur-Þýzka- landi eftir að PóUandsmálið blossaði upp. t staðinn komu til Islands ófull- komnari flugvélar, svokaliaðar E2C- vélar. ,,Ég féll á kné til að reyna að hindra þetta,” sagði Train. Herforingjar i Norfolk og Wash- ington lögðu áherzlu á að „Island og Azoreyjar” lékju lykUhlutverk i vörnum Atlantshafsbandalagsins. I striði yrði Nato að geta varizt fram- rás sovézka kafbátaflotans frá Mur- mansk-svæðinu til suðurs beggja vegna íslands. Varnir Nato væru i þessu tiUiti of veikar sem stendur. Þessar varnir, einkum flotann, yrði Nato að byggja upp hið skjótasta. Bowman herforingi sagöi i viðtaU við þessa blaðamenn i Washington, að Sovétrikin hefðu siðustu ár náð yfirburðum á flestum sviðum her- mála, nema hvað jafnræði væri i flugvélastyrk. Raunveruleg aukning Nato tU hermáia yrði á næstu árum að nema 3—4 prósentum til að halda i horfinu gagnvart Rússum. -HH. Train flotaforingi: veiktar varnir ís- landssvæðisins. Séð yflr fundarsalinn i Breiðholtlnu. 40—50 manns mættu á staðinn, fæst af þeim fólk sem sótti sams konar fund hjá Gunnari Thoroddsen á sama stað fyrir skömmu. Hins vegar var fritt pepsi i boði á báðum fundum og fundarstjóri ýtti óspart undlr linnulaust pepsiþamb! Á innfelldu myndinni eru Geir Hallgrimsson, Ásgeir Hannes Eiriksson og Dóra Gissurardóttir, þau síðarnefndu ritarar fundarins. DB-myndir Einar Ólason. Geir Hallgrímsson um stef nu ríkisst jórnarinnar: „Forskrift að atvinnuleysi” — „það á að svara klof ningsmönnum á því máli sem þeir skilja” „Stefna ríkisstjórnarinnar er for- skrift að atvinnuleysi. Með verðlags- höftum er afkomu fyrirtækjanna stjórnað ofan frá og þau þannig upp á náð ríkisvaldsins komin. Annaðhvort stöðvast fyrirtækin og fólki verður sagt upp eða ríkisstjórnin gefst upp og verð- hækkanastíflan brestur. Lausn okkar sjálfstæðismanna á vandanum er frjáls samkeppni, frjáls verðmyndun.” Þannig fórust Geir Hallgrimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, efnis- lega orð á fundi með sjálfstæðismönn- um I Breiðholti i gærkvöldi. Fundinn sóttu 40—50 manns, talsvert færri en hlýddu á boðskap forsætisráðherra á sama stað fyrir fáeinum vikum. Geir lagði út af þeirri fullyrðingu í ræðunni að nú byggju tsiendingar við „stöðnun í góðæri”. Á sama tíma og möguleikar væru til betra lífs vegna aukins sjávarafla, minnkaði þjóðar- framleiðsla. í orkumálum ríkti líka stöðnun: „Hjörleifur Guttormsson er á góðri leið með að koma í veg fyrir Fljótsdals- virkjun með tómlæti sinu í stóriðjumál- um á Austurlandi. Hann hefur jafnvel spillt fyrir því að laða erlend stórfyrir- tæki að með klaufalegum framgangi sinum gagnvart Álverinu í Straumsvík. Og Páll Pétursson virðist á góðri leið með að koma í veg fyrir Blönduvirkjun með þvi að torvelda samninga við land- eigendur.” Geir sagði sjálfstæðismenn vilja ákveða alla þrjá virkjunarkostina: Blöndu, Fljótsdal og Sultartanga. í til- lögu þeirra þar að lútandi á þingi væru verkefnin ekki sett í forgangsröð en hægt væri að vinna að tveimur stór- virkjunum í einu. Virkjanafram- kvæmdir þyrftu þó að haldast í hendur við uppbyggingu orkufreks iðnaðar.” Formaður Sjálfstæðisflokksins benti oft á sterka stöðu Alþýðubandalagsins í ríkisstjórninni, bæði í efnahags- og utanrikismálum. Framsóknarflokkur- inn 'léti sér vel Iíka forræði Alþýðu- bandalags „á meðan þeir geta tryggt hagsmuni Sambandsins.” Um sjálf- stæðismennina í rikisstjórninni hafði formaðurinn ekki mörg bein orð. Sagði að þeir færu „villir vegar”, en myndu hins vegar uppskera virðingu og „styrkja stöðu sina innan Sjálfstæðis- flokksins ef þeir sprengdu ríkisstjóm- ina eins og séra Gunnar Gislason í Glaumbæ ráölagði Pálma Jónssyni.” Margir ræðumenn lýstu stuðningi við Geir, beint eða óbeint. Enginn talaði máli ríkisstjórnarinnar. „Það á að svara klofningsmönnun- um á því máli sem þeir skilja. Á ísafirði á Geir Hallgrimsson fylgi svo að segja hvers einasta sjálfstæðismanns,” sagði Ólafur Þórðarson,- sem sagðist ný- fluttur til höfuðborgarinnar frá ísa- firði. Annar ræðumaður, Steingrímur að nafni, kvaðst „vona heitt og innilega að Albert Guðmundsson tæki höndum samanvið okkuráný.” -ARH frfáJst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981. Lögin um fóðurbætis- skattinn andstæð stjórnar- skránni — eins og mörg önnur lög, segir lagaprófessorinn Loks í gær fékkst staðfesting í Neðri deild Alþingis á bráðabirgðalögum þeim sem ríkisstjórnin setti 23. júní í fyrra og fjölluðu um fóðurbætisskatt, sem strax varð umdeildur og óvinsæll. Stefán Valgeirsson form. landbúnað- arnefndar kvað mikla misklíð um málið í nefndinni. Lýsti hann þvi að prófessor Jónatan Þórmundsson hefði látið svo ummæit á fundum með nefndinni að hann teldi bráðabirgða- lögin ekki samrýmast 40. grein stjóm- arskrárinnar. t sama farveg félli áiits- gerð Helga V. Jónssonar sem gerð var fyrir Verzlunarráð tslands. Prófessor Jónatan teldi þó óliklegt að lagagreinin yrði ógilt fyrir dómi því íslenzkir dóm- stólar væru linir í þessum efnum. Benda mætti og á mörg önnur lög þar sem samsvarandi ákvæði órkuðu tví- mælis. í umræðum um máiið vakti Steinþór Gestsson athygli á að þingmenn væru eiðsvarnir til að hlýða stjórnarskrá ís- lands. Þeir ættu því ekki að láta hafa sig til þess að samþykkja lög sem menn greindi á um að samrýmdust stjórnar- skrá. Landbúnaðamefnd breytti bráða- birgðalögunum vegna ofangreindra tvi- mæla og era lögin nú I þeim farvegi sem meiri hluti nefndarinnar mótaði þeim. Þannig voru þau í gær afgreidd til Ed. með 23:0 atkvæðum. Bráðabirgðalög sem sett voru í september vora einnig til umræðu í Nd. í gær. Þar greinir þingmenn veralega á. En einnig þau lög voru afgreidd til Ed. með 23 atkv. gegn engu. -A.St. Brotizt inn í 10 geymsl- urífjöl- býlishúsi Tvö þjófnaðarmái era nú ný í með- ferð rannsóknarlögregiu rikisins. Var í gærkvöldi brotizt inn i tíu geymslur í Kríuhólum 10. Ekki er ljóst ennþá að hverju var helzt leitað né hvað tekið var en mikið var rótað til. Þá var brotizt inn í Sindrastál við Sigtún. Náðist annar innbrotsmanna nálægt innbrotsstað. Var hann undir áhrifum áfengis. Félaga hans i innbrot- inu er nú leitað. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.