Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5.NÓVF.MRF.R 1Q81 S.R. Haralds vitnar óspart i Bibliuna og bendir Jóhanni Guðmundssyni á að lesa þá bók betur. Um trúmálin: Lestu biblíuna sjálfur — svartil Jóhanns Guðmundssonar S.R. Haralds skrifar: Svar við lesendabréfi Jóhanns Guðmundssonar í DB 31.10. 1981: Lítið þekkir þú Drottin Guð þinn og bókina sem trú þín byggist á, Jóhann minn. Losaðu þig við heilaþvott kirkjunnar og lestu Bibliuna sjálfur. í „Kreppuárin” (sjónvarp 31.10 1981) kom þessi spurning fram: ,,Er Guð alltaf réttlátur?” Og svarið var: „Já, þv: þeim er hegnt sem illt af sér gera.” Guð er kærleikur, það er rétt. Og kærleiki Guðs felst í því að hann yfir- gefur okkur aldrei, stendur með okkur á móti fjandmönnum vorum — öllum þeim sem hata Guð og sendiboða hans — og hann gerir hvað sem til þarf til að bjarga okkur frá eldsdíkinu, sem er hinn annar dauði. (Opinberun Jóhannesar 20, 11—15 og 6.). En er Guð okkar aðeins kærleikur? Biblían hefur margt annað að segja um þennan Guð sem við tilbiðjum. Eins og stendur t.d. 1 III. Mósebók 26, 1—45, þá er hann einnig Guð hefndarinnar, og hann mun refsa óhlýðni ísraelshúss hræðilega. (ísra- elshús: allir þeir sem trúa á hann, sama 1 hvaða landi þeir búa). Já, þeim er hegnt sem gerir illt af sér, t.d. ofsækja meðbræður sína á einn eða annan hátt — vegna stjórn- mála- eða trúarskoðana sinna, kyn- þáttar eða kynferðis, litarháttar eða þjóðernis eða lifnaðarhátta (ógift, fjölkvæni, kynvillu; Jesaja 56, 3—8). Og þetta er ekki Guð sem tilheyrir ís- lenzku þjóðkirkjunni einni, heldur öllum þeim sem óttast hann og sem eru reiðubúnir að gera vilja hans (Jakobs Bréf 1,26—27; 2, 1 — 13 og 5, 13—16), hvort sem hann er kallaður Jahve, Allah, God, Dieu, Manitou, Shin-Shin, Jehova, Hinn heilagi í ísrael eða hvaða nafni sem menn vilja ákalla hann; (Jesaja 43, 10—13; 45, 21—25 og 46, 3—13.). „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki 1 manngreinarálit, heldur er honum þóknanlegur 1 hverri þjóð sá er hann óttast og stundar réttlæti,” Postula- sagan 10:35. r 1 1 iaddir esenda SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR FULL borð af nýjum ferskum kjotvorum Svína AÐEINS HamŒ,r,?1 ?0-oo hryggur | riT Kjúklingar Unshænur 51 poka ^ ^.00 Pr-ks- 55 ™-“ pr. kg- 42.00 Leyft verð Leyft verð Bananar KindaQ Æ.oo 1 A.90 buff ^ pr.kg. X l/ SL C! mmm w kryddaðir Z3 atonr < NAUTA hamborgarar í pakka AÐEINS 'I QC pakkinn 7,80 1 7.1.“ / pr.stk. Naiitáhakk |^|ní|íihíikk 93,10 Leyft verð 30 c 29 Rauð eph Mandarínur Eldri 1Á svið ÍO kartöflur Opið á laugardag frá kl. 9—4 í Starmýri Pr.kg. pdýr^r Franskar | ÍZ U pr.kg. AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2 Spurning dagsins Stundar þú líkamsrækt? Sigurður Haraldsson markaðsfulltrúi: Nei, það geri ég ekki. Sennilega vegna tímaskorts. Grétar Laufdal plötusnúður: Nei, ég þarf þess ekki. Ég skelli mér bara á gólfið í staðinn. * 1 Jón Arnþórsson fulltrúi: Alveg villt og brjálað. Ég stunda mikið hjólreiðar og trúi því að hjólið taki við af bilnum innan tíðar. Svo er ég þegar búinn að fara á skíði á Akureyri. Svanbjörn Stefánsson sveitarstjóri: Já, fótbolta, badminton, körfubolta. Það má segja að ég sé sportidjót. Jón Rúnar Ariliusson: Já, körfubolta, borðtennis, badminton og skólaíþrótt- Helga Snorradóttir húsmóðir: Mest lítið. Þó geri ég stundum leikfimi heima við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.