Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Skipstjóri sovézka kafbátsins sem strandaði i sænska skerjagarðinum. Nú hefur komið í Ijós að hann er ekki æðsti maður á kafbátnum, heldur er það sjóliðsforingi sem farið hefur huidu höfði fram að þessu. Hjá lögreglunni í Reykjavík eru í óskilum 8 hross 1. Leirljós hestur, mark: biti aftan hægra, blaðstýft aftan vinstra. 2. Jarpur hestur, mark: sýlt og gagnbitað eða gagnfjaðrað hægra. 3. Leirljós hestur, biesóttur, mark: biti aftan vinstra. 4. Brúnn hestur, 5—6 vetra. Ómarkaður. 5. Brúnn hestur, mark: blaðstýft framan hægra, biti aftan vinstra. 6. Grár hestur, ómarkaður, með hring í vinstra auga. 7. Rauðskjóttur hestur, glófextur, mark: sýlt, biti eða fjöður framan hægra. 8. Brún veturgömul hryssa, mark: sneitt framan vinstra. Upplýsingar gefa: Siguröur Hallbjörnsson símar 75080 eða 17890 og ' Ragnar Guðmundsson síma 66223. Nýir umboðsmenn Dagblaðsins GERÐAR GARÐI Rakel Gunnarsdóttir, Melabraut 29 S. 92-7227 HVERAGERÐI Úlfur Björnsson, Þósmörk 9 S. 99-4235 VÍK í MÝRDAL Siguröur Þór Þórhallsson, Mánabraut 6 S. 99-7218 mmuww SOVÉZKUR SJÓUÐS- FORINGIUM BORD Leynilegar tilraunir sænska hersins með nýtt varnarkerfi áttu sér stað á sömu slóðum og sovézki kaf- báturinn strandaði í sænska skerja- garðinum úti fyrir Karlskrona í síðustu viku, að því et heimildir innan sænska varnarmála- ráðuneytisins sögðu seint í gær- kvöldi. Bæði þyrlur og kafbátar munu hafa tekið þátt i tilraunum. Hálfum mánuði áður en þær fóru fram sendi sænska varnarmálaráðuneytið út til- kynningu um að þær væru fyrir- hugaðar til hersins og annarra þeirra er málið varðaði. Talið er að þá hafi einhver orðið til þess að leka upplýsingum til Sovétmanna. Sænskir fjölmiðlar sögðu í morgun að vonir stæðu til að lausn kafbátsdeilunnar væri á næsta leiti. Sænska rikisstjórnin kemur saman til fundar í dag til að fjalla um skýrslu Lennarts Ljungs sem stjórnað hefur rannsókn málsins. Karl Anderson hershöfðingi, sem leitt hefur yfirheyrslurnar yfir sovézka skipstjóranum, fór þrívegis um borð í kafbátinn í gær auk þess sem tæknileg rannsókn sænska sjóhersins hélt áfram. Eftir því sem sænskir fjölmiðlar segja í morgun mun skipstjórinn á sovézka kaf- bátnum hafa sýnt meiri samstarfs- vilja en áður. í fyrradag uppgötvaði Karl And- erson að háttsettur sovézkur sjóliðsforingi var um borð í kaf- Enginn hafði haft hugmynd um að skipstjórinn, Pyotr Gushin, væri ekki æðsti maður um borð, heldur væri það umræddur sjóliðsforingi að nafni Acmenivitcj. Sú staðreynd þykir benda til þess að kafbáturinn hafi ekki verið á venjulegri siglingu um Eystrasaltið heldur hafi hann verið í sérstökum njósnaleiðangri við flotastöðina. -GAJ, Lundi. Rússar gefa Finnumráð Sovétmenn hafa löngum látið sig miklu skipta hver situr í æðstu embættum í Finnlandi. Nokkrir flokksmeðlimir frá Sovétríkjunum voru fyrir skömmu í heimsókn þar í landi og notuðu tækifærið til að benda forystumönnum flokkanna á hvaða álit þeir hefðu á þeim frambjóðendum sem orðaðir hafa verið við forsetaembættið sem kjósa á um í janúar á næsta ári. Sovétmönnunum var einna verst við val demókratanna en af þeirra hálfu hefur Kalevi Kivistö helzt verið talinn líklegur til að hljóta tilnefningu. Létu þeir á sér skilja að það gæti leitt til auk- innar spennu í samskiptum ríkjanna ef hann næði kjöri. Töldu þeir að demó- krötum væri nær að styðja formann kommúnista, Aarne Saarinen. 1 viðræðum sínum við framámenn Sósíaldemókrataflokksins voru Sovét- mennirnir hófsamari. Þeir sögðust ekkert hafa á móti Mauno Koivisto, líklegasta frambjóðanda flokksins, en bættu þó við að flokksformaðurinn Kalevi Sorsa gæti einnig orðið góður forsetaframbjóðandi. Ahti Karjalainen úr Miðflokknum er í miklum metum í Sovétríkjunum. Það gladdi þvi sovézku gestina að frétta af því að flokksforustan hygðist styðja Karjalainen í keppni hans við Viro- lainen um tilnefningu flokksins. bátnum. Þetta kom sænskum yfir- völdum algerlega í opna skjöldu. Eins og sagt var frá hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum hefur danska lögreglan fengið á sig harða gagnrýni fyrir að hafa beitt táragasi gegn unglingum sem lögðu undir sig gamalt verksmiðjuhús I Kaupmannahöfn. Læknir sem rannsakaði unglingana sem handteknir voru hefur nú gefið þá yfirlýsingu að táragasið sé hættulegt heilsu manna. Margir unglinganna köstuðu upp blóði og áttu við andarteppu að stríða lengi á eftir. Tveir þeirra voru lagðir inn á sjúkrahús. Þetta er ekki sizt talið stafa af því að lög- reglan hugsaði ekki fyrir þvi að unglingar hefðu undankomuleið út úr húsinu en þeir höföu byrgt fyrir dyr og glugga neðstu hæðarinnar. Læknirinn hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að það banni notkun táragassins. Á myndinni má sjá unglingana sem lokuðust inni reyna að ná andanum úti í glugga á efri hæðum hússins. 300 sovézkir fangar i hungurverkfalli í það minnsta 300 fangar í sovézkum vinnubúðum hafa nú ýmist lagt niður vinnu eða eru í hungurverkfalli til að undirstrika þá kröfu sína að verða meðhöndlaðir sem pólitískir fangar og til að knýja á um betri aðbúnað. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem mannréttindabaráttukonan Eiena Bonner hélt í Moskvu á laugardaginn síðasta. Elena Bonner er eiginkona nóbelsverðlaunahafans Andrei Sak- harov sem nú er í útlegð í Síberíu. Aðgerðir fanganna hófust í tengslum við „Dag pólitískra fanga” sem mann- réttindasamtök í Sovétríkjunum efndu til síðastliðinn föstudag. Elena Bonner sagði að baráttumenn fyrir mannrétt- indum mættu sifellt meiri mótspyrnu frá sovézkum yfirvöldum hin síðari ár og aðstæður pólitískra fanga færu versnandi. Bonner er einn þriggja upphafs- manna hins svokallaða Helsinki-hóps sem enn er frjáls ferða sinna, en hópur- inn berst fyrir auknum mannréttindum innan Sovétríkjanna í anda Helsinki- sáttmálans. Hópurinn telur að um 700 pólitískir fangar séu nú i vinnubúðum i Sovétríkjunum. Samkvæmt áliti bandarískra yfirvalda eru um þúsund manns geymd á sovézkum geðveikra- hælum vegna stjórnmálalegra afskipta sinna. Til sölu BMW728 árg. 78 Renautt 20 GTL árg. 79 BMW520 autom. árg. VO Renauft 20 TL árg. 78 BMW520 árg. VO Renauft 18 TS. árg. 79 BMW518 árg. '80 Renautt 14 TL árg. '80 BMW323Í árg. "81 Renautt 14 TL árg. 79 BMW320 árg. VI Renauft 14 TL árg. 78 \ BMW320 árg.79 Renauft 18 TS. árg. 79 BMW320 árg. 78 Renauft 12 TS. árg. 78 BMW320 árg. 77 Renautt 12 statíon árg. 74 BMW 318 autom. árg.79\ Renautt 5 TS. árg. 75 BMW316 árg. VI Renautt 5 TL. árg. 73 BMW316 árg. V0 Renauft 4 TL. árg. 79 BMW316 árg. 79 Renautt Estafette árg. 78 BMW316 árg. 78 Renautt 4 VANF6 árg. 79 BMW316 árg. 77 Renautt 4 VAN árg. 75 BMW315 árg. VI Opið 1- -6 laugardaga. KRISTINN GIIÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Elena Bonner Sakharova tekur við friðarverðlaunum fyrir hönd manns sfns I Ósló 1975. Hún er nú einn þriggja stofnenda Helsinki-hópsins sem enn er frjáls ferða sinna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.