Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 28
Kaplalagnir Vfdeósón ræddar íborgarstjóm ídag: Brutu upp gang- stéttir i óleyfi „Það var rétt eins og moldvarpa hefði farið hér um. Skurðir voru um allt,” sagði ung húsmóðir i Bakka- hverfi í neðra Breiðholti, er DB-menn kynntu sér umrót eftir kaplalagnir Vídeósón. Videofyrirtækið gróf fyrir nokkra skurði þvers og kruss á milli blokka i Neðra-Breiðholti og braut m.a. upp gangstéttir borgarinnar á a.m.k. fimm stöðum án nokkurra leyfa. í gær mátti enn sjá hvar skurðirnir höfðu verið þrátt fyrir að búið væri að fylla í þá. Malbikaðir göngustígar við Eyja- bakka höfðu verið brotnir upp á tveim stöðum, en það hafði verið lag- fært með steypu. Við Grýtubakka mátti hins vegar sjá skurð sem ekki var búið að fylla með varanlegu efni. Kaplalagnir Videoson verða umræðuefni borgarstjórnar í dag. Borgarráð fjallaði um málið fyrir viku og voru greidd um það atkvæði. Fjórir vildu leyfa kaplalagnirnar en einn var á móti, Sigurjón Pétursson. Vegna mótatkvæðis hans fer málið nú fyrir borgarstjórn. . Borgarfulltrúar hafa fengið bréf frá útvarpsstjóra, Andrési Björns- syni, þar sem varað er við því að heimila sjónvarpskaplalagnirnar. Er bent á að starfsemi Vídeosón brjóti í bága við útvarpslögin. -KMU. / Vesturhólum t Efra-Breiöhotti mú sjá ummerki eftir lagningu ' sjón- varpskapals. I þessu tiifelli hafði Vldeósón heimild borgaryfirvaida til að brjóta upp malbikið. Malbikunar- flokkur borgarinnar lagfœrði það síðan á kostnað Videósón. Á minni myndinni sést móta fyrir skurði I gegnum malbikaða gangstétt við Grýtubakka, en hann var grafinn án leyfis borgaryfirvalda. DB-mynd: Bjamleifur. Símareikningar hækka með skrefatalningu segir í greinargerð f ulltrúa Alþýðuf lokksins Tvær tillögur um skrefatalningu símtala verða lagðar fyrir borgar- stjóm Reykjavikur í dag. Önnur er frá borgarfulltrúum Alþýðuflokksins og hin frá borgar.fulltrúum Sjálf- stæðisllokksins. í tillögu fulltrúa Alþýðuflokksins er lagt til að borgar- stjórn skori á Alþingi að samþykkja þingsályktunartiliögu Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns og fleiri um könnun á afstöðu símnot- enda til mismunandi valkosta við jöfnun símakostnaðar. 1 tillögunni er jafnframt skorað á samgönguráðherra að láta þegar I stað hætta við skrefatalningu á sim- tölum, sem nú hefur verið tekin upp, a.m.k. þar til niðurstaða fyrirhug- aðrar könnunar iiggur fyrir. Tillaga sjálfstæðismanna er efnis- lega svipuð. Harmað er að sam- gönguráðherra og Alþingi höfðu að engu áskoranir fjölda borgara um að fallið yrði frá skrefatalningu á innan- bæjarsimtöl. Skorað er á þessa aðila að endurmeta afstöðu sína. Til vara er lagt til að borgarstjórn mæli með því við Aiþingi að það samþykki tillögu allmargra þing- manna Reykjavikur um að láta fara fram könnun á afstöðu símnotenda varðandi aðferir til þess að jafna sím- kostnað landsmanna. í greinargerð tillögu borgarfulltrúa Alþýðuflokksins segir m.a. að miðað við símanotkun 1979 hækki reikn- ingur meðalsimnotanda á Reykja- vlkursvæðinu talsvert, ef skrefagjald verður við lýði. Líklegt sé að það hafi slæm áhrif á hagi aldraðra, öryrkja og annarra sem bundnari séu á heimili sínu. Einnig hafi skrefa- gjaldið í för með sér versnandi afkomu fólks á Reykjavikursvæðinu, einmitt þar sem sízt skyldi, ef marka má nýjustu tölur um afkomu fólks. -JH. Enn þarf Alusuisse frest tSl viðræðnanna um álid — raf orkuverð og skattaformúlur nærtæk umræðuefni Viðræður rikisins við Alusuisse dragast enn á langinn. Af hálfu iðnaðarráðuneytisins var óskað eftir þessum viðræðum i desember 1980. Fulltrúar hittust hinn 5. ágúst. Var þá ákveðið að hittast til viðræðna hinn 4. nóvember síðastliðinn með hliðsjón af því meðal annars, að þá lægju fyrir endurskoðaðir reikningar fyrirtækisins fyrir árið 1980. Við þá reikninga voru gerðar at- hugasemdir í 6 liðum sem meðal annars snertu súrálsverð, anóður eða skaut og fleira. Fulltrúar Alusuisse, þeir Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, ÍSAL, og Ragnar Halldórsson for- stjóri óskuðu enn eftir frekari fresti þar sem fyrirtækið væri þá enn ekki að öllu leyti tilbúið með sín gögn. Voru þeim afhent viðbótargögn og frestur veittur. Er nú ákveðið að hitt- ast hér til viðræðna hinn 4. desember næstkomandi. Til umræðu verða meðal annars reikningar fyrirtækisins með hliðsjón af verðlagningu á súráli og raf- skautum til íslenzka álfélagsins. Er og talið vist að ekki verði gengið fram hjá endurskoðun á raforkuverði og skattaformúlum, sem í gildi hafa verið. Islenzka viðræðunefndin er skipuð Vilhjálmi Lúðvíkssyni, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins, Stefáni Svavarssyni, lektor og endurskoðanda, Halldóri V. Sigurðssyni ríkisendurskoðanda, og Ragnari Aðalsteinssyni hrl. frá rík- inu. Þá er auk þeirra einn maður frá hverjum íslenzku stjómmálaflokk- anna í nefndinni: Ingi R. Helgason hrl., Alþýðubandalagi, Stefán Jóhannsson verkfræðingur, Alþýðu- flokki, Hjörtur Torfasön, hrl., Sjálf- stæðisflokki, og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður og verk- fræðingur, Framsóknarflokki. -BS. frfálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 5. NÓV. 1981. Fétilíþróttahúss ekkiátjárlögum: Laugvetn- ingar hafa misst þolin- mæðina — fjölmennaírútum tilReykjavíkurídag Laugvetningar hafa nú misst þolin- mæðina þar sem engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að auka rými til íþróttakennslu á staðnum. Þeir efna því til hópferðar í dag til Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að um 400 manns komi frá Laugarvatni í rútum, nem- endur, kennarar og íbúar þorpsins. Hópurinn mun heimsækja alþingi, enda er mikil samstaða meðal nemenda og kennara að knýja fram breytingar á fjárlagafrumvarpi og tafarlausar fram- kvæmdir við byggingu íþróttamann- virkja. Þá verður og gengið á fund menntamálaráðherra og fjármálaráð- herra. Hópferðin tii Reykjavíkur er í fram- haldi af mjög fjölmennum fundi sem haldinn var á Laugarvatni um byggingu íþróttahúss 29. nóvember. Þann fund sóttu um 400 manns. Þar kom fram að engin aukning hefur orðið á rými til iþróttaiðkana á staðnum í 36 ár. íþróttasalurinn er svo Iítill að ógern- ingur er að veita nema hluta kennsl- unnar. Þá var leyfð fjölgun í íþrótta- kennaraskólanum án þess að ráðstaf- anir væru gerðar. Árin 1980 og 81 var áætlað nokkurt fé til byrjunarframkvæmda en málið dróst á langinn. Nú er hins vegar ekki gert ráð fyrir byggingarfé til ÍKÍ í fjár- lagafrumvarpi og var því horfið frá því iað hefja bygginguna. JH. 15" vm SL (VÍN Q ö m IVIKU HVERRI Áskrifendur DB athugið Eitm ykkar er svo (jónheppinn að fú uö svara spumingunum I leiknum „DB-vinningur I viku hverri”. Við auglfsum eftir honum á smáauglýsingaslðum blaðsins I dag. Vinningur I þessari viku er Crown-sett frá Radlóbúðinni, Skipholti 19 Reykjavík. Fyigizt vel með, áskrtfendur, fyrir tuestu helgi verður einn ykkar glœsilegu Crown-setti rikari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.