Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. 17 ARNARFUIG FÆR ZÍÍR1CH OG HAMBORG EDA FRANKFURT —tilbúnir í loftið þegar f ormsskilyrðum leyf isveitingar er f ullnægt „Við teljum víst að okkur verði veitt leyfi til áætlunarflugs Reykjavík — Ziirich — Reykjavik og sennilega til einnar borgar í Þýzkalandi að minnsta kosti, og þá annaðhvort Hamborgar eða Frankfurt,” sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Amarflugs hf., í viðtali við DB. Áætlunarflugleyfi eru háð loft- ferðasamningum ríkja í milli og í samræmi við þá. Fordæmi eru fyrir bráðabirgðaleyfum meðan gengið er frá formsatriðum í því tilliti. Ekkert er því til fyrirstöðu, að sögn Arnarflugsmanna, að unnt sé að skipuleggja áætlun og hefja flug sam- kvæmt henni, þegar formsskilyrðum varðandi leyfið er fullnægt. í fyrstu verður Boeing 720 farkost- urinn. Hún tekur 149 farþega og hefurgott lestarrými. Þá flugvél eign- ast Arnarflug hf. að fullu samkvæmt kaupleigusamningi fyrir lok þessa árs. Framtíðarfiugvélin í þessu áætl- unarflugi Arnarflugs verður þó að öllum líkindum Boeing 737. -BS. Alþýðuleikhúsið f rumsýnir Elskaðu mig: Danskt leikrit um storma- söm samskipti kynjanna Frumsýning Alþýðuleikhússins á leikritinu Elskaðu mig er nokkuð seinna á ferðinni en ráð var fyrir gert. Arnar Jónsson leikari var skorinn upp við meiðslum i hné. Við þá meðferð kom einnig í ljós að hann hafði að auki fótbrotnað svo að laga varð það. Fyrir bragðið var hann lengur frá æfingum en búizt hafði verið við. Nú er Arnar Jónsson hins vegar til- búinn í slaginn og Elskaðu mig verður frumsýnt í kvöld. Leikrit þetta fjallar um Tom og Maj Frank. Þau vinna á sömu skrifstofu hjá stóru fyrirtæki og með þeim takast ná- in kynni. í leikritinu kynnist áhorfand- inn fortíð þeirra, uppvaxtarárunum, lífsbaráttu og samskiptum við hitt kynið. Frá Iðnþingi: Ríkis- stjórnin sam- þykkir 3-4 ára áætlun „Höfundur Elskaðu mig, danska skáldkonan Vita Andersen, er þekkt fyrir hráan stíl, hispurslausa frásögn um það sem aðrir tala um undir rós eða klæða í fallegan búning,” sagði Sigrún Valbergsdóttir leikhússtjóri er leikritið var kynnt blaðamönnum. „Hún lýsir vel sambandsleysi fólks í nútíma þjóð- félagi, samkeppninni og baráttunni. Og þó að stórborgalífið í verkum hennar gerist i Kaupmannahöfn á það allt eins við hér, til dæmis í Hamraborginni í Kópavogi.” Vita Andersen er fædd árið 1944: Hún átti erfiða æsku, ólst upp að mestu á upptökuheimilum og kom víða við í atvinnulifinu áður en fyrsta ljóða- bók hennar, Tryghedsnarkomaner, kom út árið 1977. Sama ár veitti danska ríkið henni rithöfundalaun i þrjú ár. Sigrún Valbergsdóttir sagði að allt sem Vita Andersen skrifaði bæri keim af uppvexti hennar, væri á nokkurn hátt sjálfsævisögulegt. Elskaðu mig skrifaði Vita Andersen fyrir Bristolteatret í Kaupmannahöfn. Verkið var frumsýnt vorið 1980. Hún vinnur nú að leikritinu Mannæturnar fyrir leikhúsið i Árósum. Einnig hefur hún skáldsögu i smíðum og kvik- myndahandrit. Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugs- dóttir fara með hlutverkin tvö í Elsk- aðu mig. Aðrir sem vinna við sýning- una eru Bjarni Ingvarsson, Dóra Einarsdóttir, Grétar Reynisson, Lothar Krafzig, Sigrún Valbergsdóttir og Eggert Þorleifsson. -ÁT. •Austurborg Stórholti 16 -Sími 23380 Tilboð vikunnar Tilboðsverö á kaffi RÍÓ—BRAGA—RYDENS LEYFT <iogn OKKAR >■ oc VERD *Z™ VERÐ '1 — EMMESSÍS 10% AFSLÁTTUR FRÚNKEX 20% Afsláttur 10% AFSLÁTTUR AF ÞVOTTAEFIMI í STÓRUM UMBÚÐUM Opið tiiki. 20 föstutiaga og hádegis iaugardaga Austurborg Stórholti 16 - Sími 23380 lenda bátasmíði „Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um innlenda endurnýjun bátaflotans á næstu 3—4 árum,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á iðnþingi í gær. „Áætlunin gerir ráð fyrir að smíðaðir verði 5—7 stærri bátar á ári hjá Slippstöðinni á Akureyri, Þorgeiri og Ellert á Akranesi og Stálvik í Garðabæ í samvinnu við aðrar skipasmíðastöðvar.” Allt að 80% ríkisábyrgð verði veitt fyrir smíði 4 skipa hverju sinni, ef nauðsyn krefur, sagði ráðherrann. „Markmið þessarar áætlunar er að stuðla að lækkun á kostnaði við smíði skipa hjá innlendum skipasmíðastöðvum með raðsmíði og hagkvæmari vinnutilhögun, svo og því að endurnýjun fiskiskipa fari fram með reglubundnum hætti og byggð verði skip fyrir islenzkar aðstæður. Stefna stjórnvalda varðandi stærð fiskiskipastólsins er byggð á því meginsjónarmiði að ekki verði um að ræða stækkun fiski- skipaflotans á næstu árum,” sagði Hjörleifur Guttormsson. -HH. Frá æfingu á Elskaðu mig. Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir takast á. DB-mynd: KÖE. Fáaniegar ísvörtueða Gleðja guma hræra fljóð skyldan postulíni CORUS Gjöf við nánast hvert tækifæri. Dag- renning 21,5 cmO Kr. 377,00 Hafnarstræti 17 YfirlOOár i fremstu röð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.