Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. 1 Erlent Erlent Erient Erlent I Finnsku forsetakosningarnar: Hörð barátta í vændum um eftirmann Kekkonens —vegna kosningarfyrirkomulagsins er Mauno Koivisto ekki öruggur um að hljóta embættið þótt hann njóti stuðnings 60% þjóðarinnnar Kekkonen var í hópi persónulegra kunningja ráðamanna i Kreml og hér fer greinilega vel á með honum og félaga Breshnev. Mauno Koivisto, núverandi forsætis- ráðherra. Ahti Karjalainen. mál, jafnvel svo að þingræðið hafi ekki virkað sem skyldi í lýðræðis- stjórnkerfi. En að loknum valdaferli sínum þarf Kekkoiien varla að reikna með mikilli gagnrýni, hann hefur lif- að alla hörðustu andstæðinga sína. Flestir höfðu reiknað með þvi síðustu vikurnar, að veikindi Kekkonens myndu neyða hann til að segja af sér. Flokkarnir hafa verið að undirbúa kosningabaráttuna og þeir munu ákveða frambjóðendur sína á fundum í þessum mánuði. Mauno Koivisto, forsætisráðherra úr Sósíal- istaflokknum, þykir sigurstrangleg- astur og vitað er að hann nýtur fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar. í skoðanakönnun sem finnska blaðið Helsingin Sanomat birti fyrir skömmu, vildu 60% þjóðarinnar að Koivisto yrði eftirmaður Kekkonens, en enginn þeirra sem auk hans voru taldir koma til greina fékk meira en 3%. En þar sem Finnlandsforseti er ekki kosinn í beinum kosningum er þessi stuðningur þjóðarinnar Koivisto ekki nægilegur. Forsetakosningarnar fara þannig fram, að fyrst er kosinn 301 kjör- maður og þeir kjósa síðan forsetann. Forsetinn þarf hreinan meirihluta og ef hann fæst ekki í fyrstu umferð er kosið um tvo efstu. Takist kosning ekki 1 þremur umferðum eru kjör- mennirnir óbundnir af að velja þá sem verið hafa 1 framboði. Þetta kerfi hefur áður leitt til hrossakaupa milli flokkanna og talið er að svo geti einnig orðið nú. Koivisto er þó að minnsta kosd talinn nokkuð öruggur um að hljóta tilnefningu Sósialista- flokksins sem frambjóðandi, þrátt fyrir að annar leiðtogi flokksins, Kalevi Sorsa, sé einnig talinn líklegur til að sækjast eftir tilnefningu. Hjá Miðflokknum er hins vegar minni eining um frambjóðanda. Tveir áhrifamiklir stjórnmálamenn innan flokksins keppa um tilnefning- una, þeir Ahti Karjalainen og Johannes Virolainen. Karjalainen, sem er bankastjóri við Þjóðbankann er talinn eiga meiri líkur á tilnefningu flokksins þar sem hann nýtur meiri stuðnings flokksforystunnar. En Virolainen, sem er forseti þingsins, ætlar greinilega ekki að gefa neitt eftir fyrirfram. Hann hélt blaða- mannafund strax og Kekkonen hafði lýst yfir afsögn sinni, þar sem hann hrósaði mjög utanríkisstefnu hins fráfarandi forseta og tilkynnti að Búizt er við að Sameiningarflokk- urinn, sem er íhaldssamur flokkur, muni tilnefna formann sinn, Harri Holkeri, á þingi sínu síðar í þessum mánuði. Frjálslyndi þjóðarflokkur- inn er talinn munu velja konu til framboðs og hefur helzt verið til þess nefnd Helvi Sipilá, sem er þekktust fyrir störf sín við sendisveit Finna hjá Sameinuðu þjóðunum. Demókratar eru taldir munu tilnefna formann sinn, Kalevi Kivistö. Talið er að baráttan muni helzt standa milli Koivisto og Jansson eða einhvers annars frambjóðanda mið- flokkanna. Hins vegar er talið víst að enginn frambjóðandi hljóti meiri- hluta í fyrstu kosningu og því er spurningin til hvaða samninga kemur milli flokkanna um kjörmennina. Borgaraflokkarnir hafa lagt mikla áherzlu á að berjast gegn Koivisto og vara við því að leiða sósíalista í for- setaembættið. En sú staða gæti einnig komið upp að enginn þeirra sem flokkarnir hafa tilnefnt verði kosinn að lokum. kjörmannakosningar fari fram 17.— 18. janúar á næsja ári og kjörmenn- irnir muni síðán velja forseta 26. janúar. Kekkonen er lögfræðingur að menntun og lauk doktorsprófi í þeirri fræðigrein árið 1936. Sama ár var hann kosinn á þing fyrir Miðflokkinn og var þingmaður hans í tvo áratugi eða þar til hann var kosinn forseti Finnlands. Hann gegndi embættum dómsmálaráðherra og innanríkisráð- herra skamma stund fyrir fyrri heimsstyrjöldina, en að henni lokinni var hann forsætisráðherra fimm ríkisstjórna. Árið 1956 sigraði hann mótframbjóðanda sinn í forsetakosn- ingunum, sósíaldemókratann Karl August Fagerholm, með aðeins eins atkvæðis mun. Hann var endurkjör- inn tvö sex ára kjörtímabil, árin 1962 og 1968. En áður en þriðja kjörtíma- bilið rann út árið 1974 var embættis- tíð hans framlengd með sérstökum lögum um fjögur ár og 1978 var hann enn endurkosinn. Kekkonen var fyrstu ár sín sem forseti harðlega gagnrýndur fyrir stefnu sína gagnvart Sovétríkjunum, en hann lagði mikla áherzlu á að halda uppi góðum samskiptum við þetta volduga grannríki Finnlands. Leiðtogarnir i Kreml hafa talið Kekk- onen í hópi persónulegra vina sinna og á síðasta ári veittu þeir honum æðsta heiðursmerki Sovétríkjanna, Lenínorðuna. Má hafa það til marks um árangurinn af utanríkisstefnu Kekkonens, enda er hún nú talin hafa verið mjög farsæl fyrir landið og fyrir hana nýtur hann hvað mestrar virðingar. Enginn þeirra sem taldir eru líklegir forsetaframbjóðendur munu reyna að koma á breytingum á utanrikisstefnunni, sízt af öllu að setja hin góðu samskipti við Sovétrík- in í hættu. Enda eru ekki öryggis- hagsmunir Finna þar eingöngu í húfi, heldur hafa þeir mikinn efnahagsleg- an ávinning af viðskiptum við Sovét- ríkin. Hins vegar hefur Kekkonen verið gagnrýndur meira hin síðari ár fyrir áhrif sín á innanríkismál. Mörgum þykir hann hafa hyglað flokksmönn- um sínum ótæpilega við stöðuveiting- ar og að hann hafi verið um of af- skiptasamur um ýmis þau mál sem ekki voru á hans valdsviði. Hann hafi safnað um sig stjórnmála- og efna- hagslegri valdaklíku sem á tíðum hafi skapað honum nánast einræðisvald. Finnlandsforseti fer samkvæmt lögum með æðsta vald á sviði utan- ríkismála, en andstæðingar hans hafa sagt að hann hafi notað viðkvæm utanrikismál til að hafa áhrif á önnur Með afsögn Uhro Kekkonens, í síðustu viku, er talið ljúka sérstöku tímabili í finnskum stjórnmálum. Kekkonen hefur verið forseti landsins i 25 ár og kjörtímabili hans átti ekki að ljúka fyrr en árið 1984. En Kekk onen hefur verið frá störfum vegna æðakölkunar og minnisleysis síðustu vikurnar og Mauno Koivisto forsæt- isráðherra gegnt störfum hans á meðan. Veikindaleyfi Kekkonens átti að renna út 10. þessa mánaðar, en læknar hans ráðlögðu honum að nýta sér það ekki til hlítar, þar sem ljóst væri að hann myndi ekki geta gegnt embætti framar. Nú er ákveðið að Kekkonen fer daglega i gönguferðir eftir að hann veiktist og hér sést hann leggja I eina slíka frá heimili sinu, I fylgd læknis. Johannes Virolainen. Jan Magnus Jansson. hann myndi gefa kost á sér sem eftir- maður hans. Jan Magnus Jansson er talinn lík- legastur til að hljóta tilnefningu Sænska þjóðarflokksins. Jansson er nú ritstjóri Hufudstadsbladet 1 Hel- sinki, en hefur áður verið formaður flokksins og gegnt ráðherraembætt- um á hans vegum. Hann er einnig formaður Paasikivi-samfundet, sem er félagsskapur sem hefur á stefnu- skrá sinni að standa vörð um góð samskipti við Sovétríkin og styðja svokallaða Paasikivi-Kekkonen stefnu, sem er fyrrgreind stefna Kekkonens i utanríkismálum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.