Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. Gert er ráfl fyrir sufliœgri átt á land- inu I dag og hlýtt vestanlands. Sífl-1 degis verflur komin hláka um landifl, Iftils háttar rigning á Suflur- og Vesturlandi en þurrt á Norflur- og Austurlandi. Kl. 6 var f Reykjavfk austnorflaust- an 4, alskýjafl og 4, Galtarviti hœg- viflri, alskýjafl og 8, Akureyri, skýjafl og 2, Raufarhöfn austsuflaustan 3, alskýjafl og —1, Dalatangi logn, létt- skýjafl og —1, Höfn norflnorflvestan 3, alskýjafl og —2, Stórhöffli austsufl- austan 8, alskýjafl og 4. ( Þórshöfn var lóttskýjafl og 2, , Kaupmannahöfn láttskýjafl og 6, Ósló, skýjafl og 6, Stokkhólmur lótt- skýjafl og 4, London þoka og 3, Ham- borg léttskýjafl og 7, Parfs þokumófla og 9, Madrid heiðskfrt og 3, Lissabon | hoiflskfrt og 14, New York skýjafl og 10. Baldur Hjarlarson lézt 27. október. Hann var fæddur 4. september 1910. Foreldrar hans voru Hjörtur Cýrusson og Soffía Jónsdóttir. Baldur var settur í fóstur rétt eftir fæðingu og eignaðist hann þá mörg fóstursystkin. Baldur eignaðist einn son, Birgi, sem lifir nú föður sinn. Baldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 5. nóvember, kl. 13.30. Bogi Slefánsson, Kjalarlandi 23, lézt 29. október. Hann var fæddur 5. októ- ber 1893 að Grásíðu í Kelduhverfi, sonur hjónanna Margrétar Þórarins- dóttur og Stefáns Erlendssonar. Bogi ólst upp með ellefu systkinum. Hann var kvæntur Sigurveigu Einarsdóttur, þau eignuðust 2 börn. Fyrir tæpum þrjátíu árum hóf Bogi störf hjá Þjóð- leikhúsinu sem leiktjaldasmiður, við það starfaði hann i 27 ár. Bogi fékk meistararéttindi í söðlasmíði þegar hann var um sjötugt og stundaði þá iðju fram á síðasta dag. Bogi var jarðsunginn í morgun kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Árni Ólafsson kaupmaður, Sólvalla- götu 27 R. lézt aðfaranótt miðviku- dagsins 4. nóvember. Áslaug Ó. Stephensen, Hlaðavöllum 5 Selfossi, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju, föstudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Ástríður Helga Petersen lézt á heimili sínu 26. okt. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Birgir Kristjánsson járnsmiðameistari, Álfhólsvegi 129 Kópavogi,verður jarð sunginn frá Fríkirkjunni, föstudag 6. nóvember kl. 3. Jón Kaldal ljósmyndari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 6. nóvember kl. 10.30. Klara Bergsdóttir, Veghúsastig 9 Reykjavík, er látin og hefur útförin farið fram. Oddrún Elísdóttir, Nökkvavogi 14, sem lézt í Landspítalanum þann 31. okt. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 6. nóv. kl. 16.30. Rósa J. Guðlaugsdóttir, Kleppsvegi 40, andaðist í Borgarspítalanum þ. 3. nóvember. Þorkell Sigurgeirsson frá Laufási, Hellissandi, Hátúni 10A, R., sem lézt þann 28. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóv. kl. 13.30. Jón Ólafsson frá Ytri Bakka andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 3. nóvember. Árshátíð Átthaga- félags Strandamanna í Reykjavík verður haldin laugardaginn 7. nóvember í Ártúni. Aðgöngumiðar verða seldir í, anddyri Laugarnesskóla í dag, 5. nóvember frá kl. 17—19. M.S.-fólag íslands heldur fund í Hátúni 12, fímmtudagskvöld 5. nóvember kl. 20.15. Sagt verður frá Japansferð. Kvenfólag Neskirkju Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Að loknum aöalfundarstörfum verður rætt um 40 ára afmæli félagsins. Kaffíveitingar. Kvenfélag Frlkirkjunnar í Reykjavík heldur fund að Hallveigarstöðura í kvöld 5.1 nóvember kl. 20.30. Gestur fundaríns verður Halldór Rafnar lögfræðingur. Á fundinn koma einnig vísnavinir. Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn á geðdeild Landspítalans í kvöld 5. nóvember kl. 20.30. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í félagsheimili kirkjunnar í kvöld, 5. nóvember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Að loknum kaffiveitingum verður vetrar- hugvekja. Konur eru hvattar til að taka með sér handavinnu. Opinn félagsfundur Freeportklúbbsins Ný áfengismálastefna? Nú liggur fyrir Alþingi að móta áfengismálastefnu. Freeportklúbburinn hefur fengið til að hafa framsögu á fundinum alþingismennina, Árna Gunnarsson, Halldór Ásgrímsson, Helga Seljan og Friðrik Sophusson. Á eftir framsöguræöum verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin, meðan húsrúm leyfír, og. hefst kl. 20.30 í Víkingasal Hótel Loftleiða, fimmtudaginn 5. nóv. Samtök gegn astma og ofnæmi Fræðslu- og skemmtifundur að Norðurbrún 1, laug- ardaginn 7. nóvember kl. 13.30. Magnús B. Einars- son læknir flytur erindi um heislusport og endur- hæfíngu með íþróttum. Kaffiveitingar og spiluð fé- lagsvist. Félagsmenn og aðrir áhugamenn vel- komnir. Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar Basar félagsins verður laugardaginn 7. nóvember í Lindarbæ. Tekið á móti basarmunum á skrifstofu félagsins, opið frá kl. 9—19, aðeins þessa viku. Félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Nú líður óðum að basar félagsins, sem verður í fyrstu viku desembermánaðar. Basarvinnan er komin í fullan gang, komið er saman öll fimmtu- dagskvöld kl. 20.00 í félagsheimilinu Hátúni 12. Vonazt er eftir stuðningi frá velunnurum félagsins eins og undanfarin ár. Baháíar — Opið hús Baháíar hafa opið hús að Óðinsgötu 20, öll fimmtu- dagskvöld frá kl. 20.30. Frjálsar umræður, allir vel- komnir. Umræðuefni kvöldsins verður friðarhreyf- ing. Snyrting '81 Kynnist haust- og vetrarlínunni í snyrtingu á glæsi- legu fræðslu- og skemmtikvöldi í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudagskvöld 5. nóvember kl. 20.30. Húsið opnar kl. 19.30. Tízkusýning, vörukynning og fleira í léttum dúr. Nýjar myndir á Norrænu kvikmyndahátíðinni í dag fímmtudag verður skipt um myndir á kvik- myndahátíðinni fyrir börn og unglinga í Regnbog- Otrúlegur árangur innlendra kvikmyndajöfra Ekki er mér grunlaust um að kvik- myndajöfrarnir í glansborginni Hollywood yrðu hálfsneyptir ef þeir kynntust því hvernig íslenzkir kvik- myndaframleitíendur vinna verk sín — og hve ótrúlega góðum árangri þeir ná við frumstæðar aðstæður. Mjög fróðlegt og skemmtilegt var að fá að skyggnast inn í störf kvik- myndaframleiðendanna. Það er hreint ótrúlegt að þessir fáu menn skuli geta framleitt kvik- myndir sem standa erlendum kvik- myndum fyllilega á sporði. Það er enginn viðvaningsbragur lengur á þessum. Ég verð að segja að ég hlakka reglulega til að sjá nýju myndirnar, þessa um tvíburana og Útlagann og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig nú í bíó. Þeir félagarnir Jón og Ágúst minntust á að það þyrftu 160 þúsund íslendingar að sjá Útlagann til þess að þeir fengju aftur það sem þeir hafa lagt í hana. Mér finnst að þeir eigi skilið að fá gott betur en aðeins. það sem þeir hafa lagt fram og vona því að það verði miklu fleiri sem sjá myndina. Og svo kostaði ekki nema 6 milljónir að framleiða Útlagann. Jón Hermannsson 'gat þess að um þriðjungur af þeirri upphæð væri fólginn í leikmyndunum. Þeir félagar ættu því sem allra fyrst að ráðast í annan „westra” til að dreifa kostnaðinum. Til hamingju þið sem að þessari mynd og öðrum íslenzkum myndum stóðuð. Haldið áfram að vinna þetta góða verk ykkar. Og svo var Dallas í gærkvöldi. Æ- i, hann J.R. er svo mikill ruddi að allir aðrir ruddar blikna við hlið hans. Hvernig er hægt að búa svona karakter til? En eins og skrifað stóð í þessum dálki fyrir nokkru, það góða við þátt eins og Dallas er að maður getur farið í burtu í svona tvö til þrjú ár og komið aftur en hefur samt í rauninni ekki misst neitt úr myndinni. Það er alveg hábölvað þegar margir framhaldsflokkar eru í gangi í einu, þá er maður rígbundinn öll kvöld yfir sjónvarpinu. Annar þáttur um tryggingamál var i gærkvöldi. Ég sá báða þættina, en verð að játa, að ég var eiginlega litlu nær um hver réttur fólks er. Það rennur upp fyrir manni rétt á meðan maður heyrir það, en svo er það gleymt um leið. Þessir þættir voru líkari útvarpsþáttum en sjónvarps, að mínum dómi, og áttu raunar ekkert erindi í sjónvarpið. Vel má vera að hægt sé að mat- reiða svona upplýsingar fyrir sjónvarp þanTtig að fólk hafi af því gagn en það er áreiðanlega ekki á þennan hátt. Á dögunum varð ég vitni að umræðu um hvort íslenzka sjónvarpsdagskráin sé leiðinlegri heldur en sú^ norska, danska og sænska. Sýndist hverjum sitt. Þó að eflaust megi sitthvað að islenzka sjónvarpinu finna þá held ég að þeim serh þar ráða hafi tekizt blessunar- lega vel að sigla á milli skers og báru. Ég held að íslenzka sjónvarpið sé bara með þeim skástu. Það er í það minnsta mun skemmtilegra heldur en það sænska og danska. Sjálf þekki ég ekki það norska, en ég get varla imyndað mér að það sé skemmtilegt, það er að segja ef þeir bjóða upp á norska skemmtiþætti. — Sjónvarp eins og við þekkjum það á Norðurlöndum og hér er ekki sambærilegt við sjónvarp í Banda- ríkjunum. Það er svo gjörólíkt. Þar er hægt að vera „áskrifandi” að kapalsjónvarpi fyrir vægt verð og eru þar margir þættir sem við höfum ein- mitt séð í okkar eigin sjónvarpi hér. Auðvitað er að auki hægt að horfa á allar hinar stöðvarnar, kannski allt upp í 13 talsins og það allan sólar- hringinn. En það er ekkert venjulegt fólk sem gerir slíkt. En ef þú ert sjónvarpssjúkur eða sjúkur í einhvern ákveðinn þátt eins og t.d. MASH geturðu „elt” hann uppi á öllum mögulegum stöðvum. Ég man eftir því í fyrravetur að ég átti þeSs kost að horfa á MASH á sjö mis- munandi stöðvum alla virka daga vikunnar. En er það ekki fullstór skammtur af MASH í einu, jafnvel þótt þaðséfrábærþáttur? -A.Bj. AfmæJi GENGIÐ Sr. Erlendur Sigmundsson á 65 ára af- mæli í dag. Foreldrar hans voru Sigmundur Sigtryggsson og Margrét Erlendsdóttir. Sr. Erlendur tók við prestsembætti á Seyðisfirði árið 1942. Hann stundaði kennslu- og skólastjóra- störf á Seyðisfirði um árabil, einnig var hann fulltrúi kaupstaðarins, frá 1942- 1965. Sr. Erlendur kvæntist Margréti Sigríði Tómasdóttur, þau eignuðust tvær dætur. Konu sína missti hann snemma. Erlendur kvæntist aftur og heitir síðari kona hans Sigríður Símonardóttir. Jungfrú Ragnheiður — Skálholt Leikfélag Akureyrar sýnir nú Jungfrú Ragnheiði — Skálholt. Bríet Héðinsdóttir hefur samið nýja leik- gerð upp úr verkum Guðmundar Kambans um bisk- upsaotturina sem ef til vill hefur orðið fólki hug- stæðust af öllum konum íslandssögunnar. Guðbjörg Thoroddsen, Marinó Þorsteinsson og SunnaBorg fara með aðalhlutverk. Bríet Héðins- dóttir er leikstjóri en tónlist samdi Jón Þórarinsson. Hún er flutt af kennurum við Tónlistarskóla Akur- eyrar. Sigurjón Jóhannesson hannaði leikmynd og búninga en David Walter lýsingu. Næstu sýningar eru i kvöld, föstudags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Miðasala er opin frá kl. 5—7 á laugardag, hina dagana frá kl. 5 og fram til þess að sýning hefst. Sími Leikfélagsins er 24073. Búkollumyndir í anddyri Norræna hússins Frummyndir Hrings Jóhannessonar að myndskreyt- ingum við ævintýrið Búkollu hanga nú uppi í and- dyri Norræna hússins. Upphaflega voru það Japanir sem fengu Hring til að myndskreyta ^vintýrið. í Japan kom bókin út í sumar og nú í byrjun vikunnar kom Búkolla út á islenzku hjá Máli og menningu. Sýningin á myndum úr Búkollu verður opin til föstudagskvölds á opnunartíma Norræna hússins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Galdrakarlinn Kuikka Koponen anum, sýnd verður norska barnamyndin Atta böm Dg amma þcirra I skóginum tekin eftir samnefndri sögu Anne Cath.Vestly, sem allir krakkar kannast við og bækur hennar Óla Alexander Filibomm- bommbomm, Áróru, Stúf og alla hina. Fyrir nokkrum árum var sýnd hér við miklar vinsældir myndin Pabbi, mamma börn og bíll og þessi mynd er framhald hennar. Hún verður sýnd kl. 15.00 og 17.00 fram á sunnudag. Þá verður einnig hafin sýning á danskri unglinga- mynd frá 1978 og heitir hún Þú ert ekki einn, þessi mynd fjallar um vináttu og ást, uppreisn og sam- stöðu unglinga og gerist í heimavistarskóla. Myndin fékk mjög góða dóma í Danmörku. Hún verður sýnd kl. 19.00, 21.00 og 23.00 í Regnboganum fram ásunnudag. í Norræna húsinu verður í dag kl. 17.00 sýnd finnsk barnamynd á vegum kvikmyndahátíðarinnar Galdrakarlinn Kuikka-Koponen. Teiknimynd sem fjallar um furðufugl og töfralækni, sem uppi var á 19. öld. Einnig verður sýnd sænska kvikmyndin Síflasta ópifl, verði hún komin til landsins, alveg ný af nálinni, fjörug og fyndin, gerð af nemendum Tannbergsskólans í Lycksele. Talað verður á islenzku með barnamyndunum, en fjölritað prógramm fylgir unglingamyndunum. Væri vel ef kennarar og foreldrar vektu athygli á þessum ágætumyndum. Johannesson vifl eina af Búkollumyndum sínum. DB-mynd: Einar Ólason. Gengisskráning nr. 211 — Ferflamanna- 5. nóvember 1981 kl. 09.15. gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,815 7,637 8,400 1 Steriingspund 1436 14,327 15,759 1 Kanededollar 6,387 6,396 7,035 1 Dönsk króna 1,0690 1,0720 1.1792 1 Norsk króna 1.3006 1.3044 1.4348 1 Sænskkróna 1.3887 1.3927 1.5319 1 Finnsktmark 1.7494 1.7544 1.9298 1 Franskur franki 1.3650 1.3689 1.5057 1 Belg. fronki 0.2045 0.2050 0.2255 1 Svissn. franki 4.2566 4.2689 4.6957 1 Hollenzk florina 3.1251 3.1341 3.4475 1 V.-þýzktmerk 3.4410 3.4510 3.7961 1 ItötokllrB 0.00644 0.00646 0.00716 1 Austurr. Sch. 0.4908 0.4922 0.5414 1 Portug. Escudo 0.1190 0.1193 0.1312 1 Spánskur pesotj 0.0801 0.0803 0.0883 1 Japansktyen 0.03345 0.03355 0.0369 1 Irsktound 12.178 12.213 13.434 8DR (sérstök dráttarréttindl) 01/09 8.8703 8.8959 Sfmsvari vagna genglsskrénlngar 22190. liiiiill

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.