Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981.
Niðurstöður skoðanakönnunar DB:
Einkaréttur útvarps á
mest fylgi til vinstri
Það eru helzt menn lengst til vinstri
sem vilja að ríkisútvarpið hafi áfram
einkarétt á hljóð- og sjónvarpi. Þetta
sýnir skoðanakönnun Dagblaðsins.
Fólk var spurt hvort það væri fylgj-
andi eða andvígt því að einkaréttur
ríkisútvarpsins yrði afnuminn. Sama
fólkið var spurt hvaða stjórnmálaflokk
það styddi. Því má sjá af svörunum
hvernig afstaðan til spurningarinnar
um einkaréttinn dreifist eftir flokkum.
Meirihluti fólks í öllum flokkum
nema Alþýðubandalaginu reyndist vilja
að einkarétturinn yrði afnuminn.
Meðal alþýðubandalagsmanna í
könnuninni voru 53,5% andvígir
afnámi einkaréttarins, 41,9% fylgjandi
og 4,7% óákveðnir. Þótt meirihluti al-
þýðubandalagsfólksins í könnuninni
vilji halda einkaréttinum er því stór
hópur þar í flokki sem vill afnema
hann.
Meðal sjálfstæðismanna vildu um
63% afnema einkaréttinn, um 25%
vildu halda honum og 12% voru
óákveðnir.
í röðum framsóknarmanna vildu
50% afnema einkarétt útvarpsins, um
37% vildu að ríkisútvarpið héldi sinum
einkarétti og um 13% voru óákveðnir.
Litlu munaði í röðum alþýðuflokks-
manna. Af þeim vildu um 46% afnám
einkaréttarins, 38,5% vildu að einka-
rétturinn héldist og um 15,5% voru
óákveðnir.
Langflestir þeirra sem ekki gáfu upp
flokk vildu afnám einkaréttarins, eða
um 48%. Rúmlega 15% voru andvígir
því að einkaréttur útvarps yrði af-
numinn. Loksvoru um 18% óákveðnir
og 19% af þessum síðasttalda hópi
svöruðuekkispurningunni. -HH.
Nemendur Hótel- og veitingaskólans mótmæla með bréfi og göngu til
menntamálaráðherra:
Bíða matreiðslumanna
örlög geirfuglsins?
— eina breytingin á 30 árum er skólinn var fluttur úr lélegri aðstöðu í
ömurlega — Verkleg kennsla ekki sótt eftir 9. nóvember
„Eftir 35 ára dygga stöðu, sem
hornreka í islenzka skólakerfinu, er
Hótel- og veitingaskóli íslands verr
staddur í dag en nokkum tima áður.
Á meðan ekki fæst skóli, sem rís
undir nafni og gegnt getur hlutverki
sínu, má líta framtíð framreiðslu- og
matreiðslumanna sömu augum og ör-
lög geirfuglsins á íslandi.” Svo segir
m.a. í mótmælabréfi nemenda Hótel-
og veitingaskóla íslands til mennta-
málaráðherra. Nemendur fóru í
kröfugöngu í gær til þess að leggja
aukna áherzlu á orð sín.
Nemendur segja í bréfi sinu að við
nánast hver einustu stjórnarskipti
hafi erfiðleikar skólans verið kynntir
ráðamönnum. En árangurinn er
enginn að sögn nemanna. Fögur lof-
orð hafa ekki verið spöruð, en fram-
kvæmdir hafa sofið þyrnirósarsvefni
í þrjá áratugi. Ein breyting hafi þó
orðið á. Árið 1970 var skólinn fluttur
úr lélegri aðstöðu í Sjómannaskólan-
um í ömurlega aðstöðu í húsnæði
Hótel Esju.
,,Til þess að skóli geti starfað og
gegnt hlutverki sínu þarf hann að
hafa eftirfarandi: Húsnæði undir alla
starfsemi sína, svo sem lög um hann
segja til um, reglugerð, kennslu- og
námsskrá og einnig tækjabúnað.
Skólinn þarf að standast kröfur
heilbrigðiseftirlits um aðbúnað og
hollustuhætti nemenda, einnig þarf
hann að standast kröfu eldvarnaeft-
irlits um brunavarnir. Allt þetta vant-
ar við Hótel- og veitingaskóla ís-
lands,” segir í bréfi nemanna.
Nemendur telja síðan upp í bréfinu
það sem ábótavant er og geta þess
síðan að fjárveiting til skólans hafi
ætíð verið í lágmarki. „Okkur þykir
ákaflega súrt í broti að sambærilegir
skólar, hvað varðar nemendafjöida,
hafa fengið töluvert og allt að tvöfalt
meiri fjárveitingu til sinna mála
heldur en Hótel- og yeitingaskóli ís-
Með kokkahúfur og vettlinga börðu nemendur Hótel- og veitingaskólans potta
sina 1 mótmælagöngunni. Sem dæmi um aðstöðuna nefna nemendur kælingu mat-
væla 1 skólanum. Hún fer fram i gömlum heimilisisskáp, gamalli goskælikistu og
víð tvo opnanlega glugga.
lands. Má þar nefna Leiklistarskól-
ann, Fiskvinnsluskólann, Myndlista-
og handíðaskólann og fleiri.”
í niðurlagi bréfsins segir svo: „Við
erum búin að fá okkur fullsödd af
aðgerða- og áhugaleysinu. Sjáum við
DB-mynd Bjarnleifur.
okkur ekki annað fært en að hætta
að sækja verklega kennslu, sem þó
er mikilvægasta greinin, frá og með
9. nóvember nk. ef ekkert hefur verið
að gert og áhuginn ekki vaknað.”
-JH.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins skiptist
þannig í afstöðu til spurningarinnar um afnám á
einkarétti ríkisútvarpsins:
Fylgjandi afnámi 99 eða 62,7%
Andvigir 40 eða 25,3%
Úákveðnir 19 eða 12,0%
Stuðningsfólk þannig: Framsóknarflokksins skiptist
Fylgjandi afnámi 34 eða 50,0%
Andvígir 25 eða 36,8%
Úákveðnir 9 eða 13,2%
Stuðningsfólk þannig: Alþýðubandalagsins skiptist
Fylgjandi afnámi 18 eða 41,9%
Andvígir 23 eða 53,5%
Úákveðnir 2 eða 4,7%
Stuðningsfólk Alþýðuflokksins skiptist þannig:
Fylgjandi afnámi 12 eða 46,2%
Andvígir 10 eða 38,5%
Úákveðnir 4eða 15,4%
Þeir sem í könnuninni sögðust óákveðnir um flokk eða svöruðu ekki spurningunni um flokk
skiptast þannig: Fylgjandi afnámi 146 eða 47,9%
Andvígir 47 eða 15,4%
Úákveðnir 54eða 17,7%
Svara ekki 58 eða 19,0%
SKAUTAR -
SKAUTAR
Svartir skór,
Stœrðir 34-46.
Verð kr. 329.-
^ Hvitirskór,
i s Stærðir 33—41.
^Verðkr. 312.
Barnaskautar,
Stærflir 28-35.
Litir: Hvitt — svart.
Verð kr. 125.-
POSTSENDUM.
LAUGAVEG113.
SÍM113508.
GLOSSI s.f.
HAMARSHÖFÐI 1 REYKJAVÍK
SÍMAR 31500 - 39420
UtÍtSEFfrá.lARAN
Útvarpssegulbandstæki
í bíla
með stereo móttakara
TC-850/860 ML
Bylgjur: LW/MW/FM —MPX
Magnari: 2x6 wött
Hraðspólun: Áfram og til baka
Auto Reverse Suöeyðir (Noise killer)
Styrkstillir fyrir móttöku
Kr. 2190,00
TC -25 ML
Bylgjur: LW/MW/FM — MPX
Magnari: 2x6 wött
Hraðspólun: Áfram
Kr. 1340,00