Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. Sjávarútvegur að sligast undan fjármagnskostnaði en eigið f é Seðlabanka nær þrefald- aðist milli 1979 og ’80 — reikningar þriggja f irma í sjávarútvegi óhæf ir til viðmiðunar á úttekt á taprekstri skipa „Það er ekki nýtt að atvinnurekst- ur á íslandi eigi í vanda og þessi vandi og erfiðleikar hafa samkvæmt skýrslum oft verið meiri en nú er,” sagði Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra er hann svaraði gíf- uryrtri ræðu Sverris Hermannssonar (S) um vanda atvinnuveganna og úr- ræðaleysi rikisstjórnarinnar i vanda- málum þeirra. „Meðalstaða atvinnu- veganna var þolanleg um sl. ára- mót,” sagði Steingrímur, en hún hefur „raskazt og spillzt á þessu ári. Útgeröin er rekin með 0,7% tapi þegar á heildina er litið. Ef vandinn nú er borinn saman við vanda fyrri ára þá er hann nú í betra falli,” sagði ráðherrann. Sverrir sagði í átöluræðu sinni að „ríkisstjórnin reyndi að gera sig ósýnilega og vefa áfram sama blekk- ingarvefinn og ofinn hefur verið frá því hún var stofnuð. Ótta vekti að vefurinn nú væri ofinn af ráðnum hug því ráðherrar vissu betur um ástand mála en þeir viðurkenndu. Má óttast að þeim hafi tekizt að blekkja sjálfa sig, þeir trúi lyginni,” sagði Sverrir. Sverrir ræddi síðan atvinnuástand- ið og nefndi í þeim kafla ræðu sinnar Keflavík, Bíldudal, Patreksfjörð og Skagafjörð þar sem fiskvinnsla væri að stöðvast eða þegar stöðvuð. Þá ræddi hann um skýrslu um út- tekt á afkomu 19 togara. Kvaðst hann trúnaðar vegna ekki geta getið dæma úr skýrslunni en skoraði á ráð- herra að birta niðurstöður hennar. Loks ræddi Sverrir sérstaklega vaxta- málin og þann bagga sem þau væru útgérðinni. Bauð hann fram aðstoð stjórnarandstöðu við lausn vandans því erfiðara yrði að láta hjólin snúast Sverrír telur að atvinnurekstur á ts- landi sé kominn í eða um það að komast í kalda kol. á ný ef þau stöðvuðust alveg, eins og nú horfi. Steingrímur ráðherra þakkaði um- hyggju Sverris og tilboð um aðstoð en kvað þingmanninn Sverri Her- mannsson eiga ýmisleguvantalað við kommissarinn Sverri Hermannsson. Steingrímur kvað vanda atvinnu- veganna og þá einkum sjávarútvegs tvíþættan, annars vegar rekstrar- grundvöll og hins vegar sérstök vandamál. Á árinu 1980 hefðu minni háttar ráðstafanir verið gerðar til að laga stöðu þessarar atvinnugreinar. Mest hefði munað um 52% gengissig. Síðan hefðu afurðalán verið hækkuð í 85%. Felld hefðu verið niður að flutningsgjöld á mikilvægum mála- flokkum og 3,6 milljörðum gkr. af gengishagnaði Seðlabanka verið varið til endurgreiðslu til atvinnu- vega. Skuldum útgerða hefði verið breytt hjá sjóðum, t.d. varið 65 milljónum nýkr. til lækkunar skulda hjá Fisk- veiðasjóði. 62 lán hefðu verið veitt og 37 aðilar væru nú í athugun en stæði ágögnum frá þessum aðilum. Steingrímur sagði að með sama aflamagni og á sl. ári væri spáð 3,2% meðaltapi í sjávarútvegi á þessu ári:" Hann kvað fjármagnskostnað skipa mjög ráða afkomu þeirra. Út- tektarskýrslan, sem unnin hefði verið, væri góð en hún yrði ekki birt á Alþingi heldur afhent sjávarútvegs- nefndum og sjóðsstjórnum sem trún- aðarmál. Úttektin hefði leitt í ljós, m.a. að reikningar fyrirtækja væri misjafn- lega unnir og sumir svo illa að furðu gegndi að menn stæðu i rekstri með þann leiðarvísi að baki sem í þeim fælist. -Hefðu reikningar þriggja fyrirtækja verið ónothæfir við út- tektina. Steingrímur sagði að taprekstur 19 nýjustu togara sýndi 20,9% taprekst- ur en 68 skipa úrtak Þjóðhagsstofn- unar sýndi hins vegar 6,8% tap- rekstur. Þó væri staðreynd að tekjur togaranna 19 í minna úrtakinu væru hærri en meðaltekjur skipa í stærra úrtakinu. Mestu munaði á vaxta- greiðslum. Vextir næmu allt frá 3% af aflaverðmæti upp í að nema 30— 40% af aflaverðmæti. Aflinn væri og mjög misjafn, allt frá 3200 lestum upp í 6400 lestir. Vandamál 16 af 19 skipum tilheyrðu ekki rekstrargrund- velli heldur sérstökum vandamálum. Steingrímur sagði að söltun og herzla væru rekin með ágóða þó tap- Steingrímur ráðherra telur Sverri Her- mannsson alþm. eiga ýmislegt vantalað við Sverri Hermannsson kommissar. rekstur væri á frystingu. Heildarút- koman væri um eða ofan við núllið. Steingrimur vék að eiginfjárstöðu Seðlabankans. Hún hefði vaxið úr 2,7 milljörðum króna árið 1977 í 36,5 milljarða á sl. ári. Þar af hefði hún tæplega þrefaldazt milli áranna 1979 til 1980 eða aukizt úr 13,3 í 36,5 millj- arðagkr. Kvað hann nú í grundvallarskoðun að tryggja Seðlabanka gengistryggða arðsaukningu en arður umfram það rynni til atvinnuveganna eins og gerist víða í nágrannalöndum okkar með ýmsu móti. -A.St. Kvikmyndahús opna videoleigur: Laugarásbíó í næstu viku — Regnboginn um mánaðamótin — íslenzkur texti með myndunum „Ætli ég opni ekki í næstu viku,” sagði Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós, er DB innti hann eftir því hvenær hann hygðist opna video- leigu á vegum kvikmyndahússins. Videoleiga Laugarásbíós verður starfrækt í anddyri kvikmyndahússins og verður leiguverð svipað og hjá öðrum videoleigum. Að sögn Grétars verður fyrst um sinn eingöngu um spólur i VHS-kerfi að ræða en ætlunin er að vera éinnig með Betamax og V- 2000 í framtíðinni. Fyrst um sinn verða myndirnar leigð- ar út án íslenzks texta en Grétar sagði að stefnt væri að því að texta allar myndir. Mun fyrirtækið Texti hf. annast það verk. Regnboginn opnar videoleigu um næstu mánaðamót, að sögn Jóns Ragn- arssonar, forstjóra kvikmyndahússins. Sagði hann að verið væri að setja ís- lenzkan texta á kvikmyndirnar á vegum EMI í Englandi. „Ég geri ráð fyrir að leigan verði eitt- hvað dýrari en gengur og gerist vegna textans og höfundarréttar sem við að sjálfsögðu greiðum fyrir. Ég býst við að daggjaldið verði í kringum 55 krónur,” sagði Jón Ragnarsson. Videoleiga Regnbogans verður i húsakynnum við hliðina á bíóinu. Er stefnt að því að bjóða upp á spólur fyrir öll kerfin þrjú, VHS, Betamax og V-2000. -KMU. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Nemendur öldungadeildar krefjast þess að njóta greiddrar kennslu Nemendafélag öldungadeildar Fjöl- brautaskólans á Suðurnesjum vill koma eftirfarandi á framfæri vegna þeirrar óreiðu og óvissu sem rikir um framtíð og tilvist öldungadeildarinnar: Öldungadeildarnemar hafa nú þegar greitt sinn hluta, sem er 1/3 af rekstrar- kostnaði öldungadeildarinnar, á móti ríki og sveitarfélögum. Niðurfelling kennslu bitnar því fyrst og fremst á nemendum og öll sú vinna, sem þeir hafa lagt fram er virt að vettugi og að engu gerð, verði ekki komizt að sam- komulagi hið bráðasta. Því krefjast nemendur þess að þeim verði gert kleift að starfa áfram, að þeir fái að njóta þeirrar kennslu sem þeir hafa þegar greitt fyrir og hafa fullan rétt á. -JH. Kostaboð f rá KJÖTBORG / tilefni 25 ára afmœlis " verzlunarinnar 7. nóvember seljum við nœstu daga ýmsar matvörur og hreinlætis vörur^^ KJÖTBORG —----- Ásvallagötu 19. Símar 14925 og 15690 Afsláttur allt að AðalfundurVerndar: „STEINRUNNIN BÓKSTAFSMEÐ- FERD Á UFANDI FÓLKI í BLÓMA UFS” — sagði Guðmundur J. Guðmundsson um fangelsismál á íslandi „Ísland á að verða fyrsta landið i heiminum sem verður án fangelsa. Það er göfugt markmið að stefna að,” sagði séra Árelíus Nielsson á aðalfundi Verndar í fyrrakvöld. Hann bætti við: „Jslenzk hegningar- lög og framkvæmd refsinga er byggð á aldagömlum fordómum. Ég var um 10 ára skeið með annan fótinn inni á Litla-Hrauni. Égget staðfest það sem allir þeir, sem gerzt þekkja til, halda fram, að fangelsi bæti engan mann.” „Hjá okkur heita þetta betrunar- hús. Ég er sannfærður um að i ákaf- lega mörgum tilvikum séu fangelsanir til bölvunar ef ekki hreinnar tortím- ingar,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson alþingismaður. „Það er auðvélt að gagnrýna og manni hættir til stórra orða i við- kvæmum málum en í okkar litla sér- stæða islenzka þjóðfélagi, landi kunningsskaparins, finnst mér stundum að fullnustunefnd ætti miklu fremur heima á Litla-Hrauni en mennirnir sem hún er að senda þangað,” sagði Guðntundur J. „Er það ekki verkefni þessara samtaka að breyta þessari steinrunnu bókstafs- meðferð á lifandi fólki, æði oft í blóma lífsins þótt á bjáti, meðal annars vegna aðstæðna sem þetta fólk hefur engin áhrif haft á að skapa?” Formaður trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni sótti um leyfi til þess að sækja þennan aðalfund samtaka uni fangahjálp. Dómsmálaráðuneytið sá sér ekki fært að leyfa það. Fundurinn fagnaði framkominni þingsályktunartillögu þriggja alþing- ismanna, sem gerir ráð fyrir heildar- úttekt á fangelsismálum. Skorar fundurinn á alþingismenn að samþykkjahana. Hilmar Helgason, formaður Verndar, flutti skýrslu um blómlegt starf samtakanna síðasta starfsár. Venjuleg aðalfundarstörf voru unnin, svo sem kosning i stjórn og önnur trúnaðarstörf. Umræður urðu miklar og stóð fundurinn' fram yfir miðnætti. -BS. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - 5imi 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.