Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. 12 Útgefandi: Dagbladið hf. FramkvGomdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoöarrhstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rhstjómar: Jóhannos Roykdal. iþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrh: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hiimar Karísson. Blaöamonn: Anna Bjarnason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefáns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Ulja K. Möller, Ólafur E. Friðriksson, Siguröur Sverrísson, Víöir Sigurösson. Ljósmyndir: Bjamlehur Bjarnlorfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóösson. Skrhstofustjórí: ólafur Eyjóhsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoriehsson. Auglýsingastjórí: Ingóhur P. Steins- son. Drehingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Rhstjóm: Sföumúla 12. Afgreiösla, áskrhtadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þferhohi 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skehunni 10. Áskrhtarverð á mánuöi kr. 85,00. Verö í lausasölu kr. 6,00. Steingrímur eflir flugið Steingrímur Hermannsson flugmála- ráðherra hefur stuðlað að auknu flugi milli íslands og Evrópu með því að ákveða að veita Arnarflugi leyfi til að reka áætlunarflug til tveggja borga í Evrópu, Ziirich og Hamborgar eða Frankfurt. Þetta flug mun auka ferðamannastrauminn, bæði til íslands og frá. Það mun fjölga atvinnutækifærum í flugi, þótt nokkur hluti farþeganna verði frá Flug- leiðum tekinn. Og það mun veita Flugleiðum bráð- nauðsynlegt aðhald í Evrópuflugi. Leyfisveitingin er svipaðs eðlis og leyfi þau, sem veitt hafa verið til áætlunarflugs innanlands á leiðum, sem Flugleiðir hafa ekki sinnt. Samkeppnin í milli- landaflugi verður því aðeins óbein eins og í innanlands- flugi. Að vísu getur verið, að Flugleiðir hlaupi upp til handa og fóta, alveg eins og þegar Icecargo var veitt leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam. Flugleiðum kom ekki til hugar að fljúga þangað, fyrr en öðrum kom það í hug. Svoleiðis viðbrögð eru dæmigerð hjá einokunar- stofnunum, sem hafa glatað öllu framtaki til stækk- unar flugkökunnar og gera bara eins og hinir, svo að hægt sé fyrst að drepa samkeppnina og síðan að leggja niður flugleiðina. Ef Flugleiðir endurtaka nú sandkassaleikinn frá Amsterdam, er mjög athugandi að túlka það svo, að tímabært sé að veita öðrum flugfélögum í staðinn leyfi til að fljúga á núverandi einkaleiðum Flugleiða innan lands og utan. Reynsla Bandaríkjamanna sýnir, að aukið flugfrelsi fjölgar farþegum, eykur atvinnu, bætir þjónustu, magnar framleiðni og vinzar úr hin miður reknu flug- félög. Ákvörðun Steingríms er dálítið skref í þá réttu átt. - Ófremdarástand í samgöngumálum höfuðborgar- innar um helgar Hundruðum ef ekki þúsundum saman reikar fólk um götur og torg, vinkandi og veifandi í allar áttir og með örvæntingu í augnaráðinu. Þessi lýsing er ekki af einhverri friðargöngu úti í heimi, nei, hér er ' verið að fjalla um það öngþveiti og ófremdarástand sem ríkir í sam- göngumálum borgarinnar um helgar. 15—18.000 manns eru á ferð í höfuðborginni síðla nætur aðfara- nætur laugardags og sunnudags um hverja helgi, og er þá varlega áætlað. Það hafa örugglega margir aðrir en ég orðið fyrir þeirri reynslu að vera allt að hálfan annan tíma að reyna að hafa upp á leigubifreið að næturlagi, án þess að verða ágengt. Ein fyrir hverja 250 Eftir langt og gagnlegt samtal við Úlf Markússon formann Frama, fé- V ...... I ■■ .. — lags sjálfseignarbifreiðastjóra, sann- færðist ég um að sökin liggur ekki hjá þessari starfsstétt þjóðfélagsins. í borginni eiga að vera ein bifreið á hverja 250 íbúa. Staðan er í reynd 1/174 íbúa í dag, eða 580 bílar, sem er mun hærra hlutfall en í nálægum löndum. Ef Ösló er tekin sem dæmi, er 1 bifreið á hverja 409 íbúa. Þar hagar akstursskilyrðum svipað og í Reykjavík að sögn fróðra manna. Hver á þá sök á þessum vanda, því þeirri staðreynd verður ekki neitað að algjört vandræðaástand ríkir í þessum málum í dag? í Reykjavík eru ótal skemmti- staðir, sem flestir loka á sama tima, það er um klukkan þrjú að nóttu. Mörg þessara húsa virðast geta leyft sér að hella í fólk áfengi í ómældu magni, án þess að bera neinar skyldur við viðskiptavini sína. í sumum tilvikum er fólki hreinlega vísað út á götuna í hvaða veðri sem er og sagt einfaldlega að finna sér bíl. Það er hægara sagt en £ „Hundruðum, ef ekki þúsundum, saman reikar fólk um götur og torg, vinkandi og veifandi í allar áttir og með örvæntingu í augnaráðinu.” Orsök og afleiðing Armar flokkseigendafélags og stjórnarsinna á lands- fundi sjálfstæðismanna deildu hart um, hvort stjórnar- myndunin væri orsök eða afleiðing klofningsins í flokknum. Báðir aðilar höfðu rétt fyrir sér að hálfu og að hálfu ekki. Hjá stjórnarsinnum er rétt, að rætur klofningsins eru miklu eldri. Milli stuðningsmanna Geirs og Gunnars hefur löngum verið grimm valdabarátta, sem meðal annars hefur komið fram í þeirri mynd, sem Morgunblaðið hefur árum saman gefið Gunnari. Ekki má heldur gleyma því dæmi frá næstsíðasta landsfundi, er flokkseigendafélgið reyndi að fella Gunnar úr sæti varaformanns. Auk þess hefur það látið semja valdataflsbók til að sýna fram á áratuga Gunnarseitrun í flokknum. Auk persónuhatursins vilja sumir sjá málefnaágrein- ing að baki þess ágreinings, sem orðinn var fyrir stjórnarmyndun, og vísa meðal annars til leiftur- sóknarinnar. En satt að segja vegur sá ágreiningur ekki þungtámetunum. Hjá flokkseigendum er rétt, að stjórnarmyndun Gunnars magnaði klofninginn, sem áður var, um allan helming. Þá varð til sú þrískipting flokksins, sem ein- kenndi ofsafengnar deilur nýafstaðins landsfundar og •virðist óbrúanleg. Þetta mál er gott dæmi um, að sannleikurinn er oft ekki hvítur og svartur, heldur í einhverjum afbrigðum af gráu. Klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum er sum- part jafngamall ríkisstjórninni og sumpart miklu eldri. Helgi Seljan alþingismaður skrifar athyglisverða grein í Dagblaðið 19. október, þar sem hann tekur til með- ferðar of háa álagningu í verslunum. Víst er það góðra gjalda vert, ef alþingismenn ætla að fara að gæta hagsmuna neytenda, og mál til komið að gera eitthvað annað en skipuleggja nýjar og nýjar verðhækkanir. Þarna var auðvitað samansafn flekklausra faguryrða, eins og vænta mátti frá manni hreinleikans, enda hefur hann megna skömm á ritsóðun- um, er hann nefnir svo. — Og greini- legt var, að hann hefði getað sagt eins og hinir frelsuðu: — Ég er sæll í mínu hjarta . . . o.s.frv. Engan dóm Hinar og aðrar sögur kom hann með og þær stóðu svo sannarlega fyrir sínu: — Trúverðugur og glöggur kunningi sagði . . . ó.s.frv. — Og hann freistaðist til að trúa fullyrðing- um hans. — Þótt hann vildi þar eng- an dóm á leggja. — Fullvíst var, að heiðarleiki í viðskiptum var aðals- merki fjölmargra, er við verslun og viðskipti fást. — Allir máttu líka, með hans góða leyfi, sanna sakleysi sitt, ef þeir gætu. En með kærleiks- boðorðið efst í huga ákvað hann, að svo lengi sem það hefði ekki tekist, skyldu þeir bera hver annars byrðar. Og orðin streymdu fram dúnmjúk og ilmandi. Líkast því sem þau kæmu beinustu leið úr smjörfjallinu fræga, sem selja varð neytendum að síðustu á niðursettu verði. Smámunir hjá mörgu öðru Ekki er það meining mín að rengja sannleiksgildi þessara sagna. Hitt finnst mér dálítið undarlegt, að ekki skuli mega segja hvaða verslanir þetta eru. — Trúað gæti ég líka, að þetta mættu kallast smámunir hjá mörgu því, sem stjórnmálamönnum hefir komið saman um að úthluta þessum sömu neytendum. — Og þess vegna langar mig-að benda alþingis- manninum á, hvort þeir í þinginu vildu ekki vera svo góðir að taka eitt- hvað af því með í leiðinni. — Því eins og maður nokkur sagði: „Allir eiga mismæli orða sinna.” Myntbreyting Gengis- breyting Hafa þær skapað óeðlilega verðlagningu? Hafa þœr skapað 'eðlilega verðlagn- |ingu7 _ Vöruverð i verzlunum er ælið ■ mikiö og eöliicgi uinræðuefni manna ■ á meðal. Ofl er það svo aö þar eru ■ hinar smærri vörur - ómissandi þó aí ýmsu 'a*i. sem fólk ræðir hvað Incsl um. Æ ofan i æ hefur þvi verið ýialdið fram i min eyru nú á þessu ári. að mymbrcytingin hafi verið nýtt á býsna óprúilinn hán af kaupsýslu- mönnum lil vcrulegra hækkana á vöruvcrði. Þeila á aö sjálfsögðu fyrsi og frcmsl viö vörur sem ekki eru háöar almennum, lögboönum verðlags hömlum. Þau dæmi, sem cru ófá, sem mér hafa vcrið af þessu sögð, eru sérsiaklega af ýiniss konar smávarn- ingi, scm áöur kostaði fáeinar krónur siykkið, cn er nú vari fáanlegur aö sögn. nema á margföldu vcrði. Dæmi um skrúfur hcyrði ég nýlega, scm kosiuðu I kr. stykkiö i viriri járn- vöruvcrzlun, en sögumaður fullyrli. að hefðu kosiar 10 kr. i fyrra. Ekki vil cg ncinn dóm hér á leggja, en svo trúverðugur og glöggur cr þcssi kunningi minn. að ég freisiasi «» að trúnað á fullyröingar hans. Upphaf greinar Helga Seljan sem gerð er að umræðuefni hér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.