Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. pSi§S FÓLK JÓHANNA V , ÞRÁINSDÓTTIR Gjörbylting í rekstri Eigendaskipti hafa orðið áHótel Búðum á Snæfellsnesi. Rúnar Mar- vinsson matreiðslumaður, sem hefur rekið Búðir undanfarin tvö ár, Eyjólfur Gunnarsson og Sigurður Vigfússon, ungir athafnamenn úr Staðarsveii, og Magnús Magnússon þjónn eru nú orðnir sælir eigendur hótelsins. „Og svo verða auðvitað konurnar með. Það þýðir ekkert að reka hótel og vera í andlegu jafnvægi án þess að betri helmingurinn standi við hliðina á manni,” sagði Rúnar Marvinsson í samtali við DB. „Þetta verður áfram félagsbúskapur og rekið í sama anda og síðastliðin ár en það eru ýmsar hugmyndir uppi um breytingar. Sennilega gjörbylting á rekstri. Hingað til hefur aðeins verið opið á sumrin og gengið framúrskarandi vel. Oft var hótelið fullbókað og sveitungar renndu oft við á kvöldin og um helgar til að smjatta á gómsætum réttum. Nú verður breyting á starfsliði, en stærsta breytingin er sú að hótelið verður opiðallt árið. Ég fer þangað um miðjan mánuðinn og opna hótelið að nýju. Þetta er fallegt og afslappandi umhverfi og ekki úr vegi fyrir fólk að renna á Snæfellsnesið þegar því gefst — Opiðalltárið á HótelBúðum, Snæfellsnesi tími og losa sig við allt stressið úr borgarlífinu. Ég er heldur ekki frá því að félagasamtök komi þangað í vetur og njóti þess að slappa af í náttúrunni. Nóg er til af henni á Búðum. Þau gætu þá haldið helgar- mót og auðvitað ráðið matseðlinum sjálf. Maturinn er með þeim betri sem þekkist og vel útilátið.” -LKM. Mér veittist erfitt að skilja hvers vegna rithöfundar njóta ekki Háskólatónleikamir höjða ekki til háskólalýðsins — segir Árni Björnsson þjóðháttafrœðingur um nýtt snið á tónleik- unum sem nú eru haldnir í hádegi áföstudegi í Norrœna húsinu Árið 1974 tók Háskóli Jshmds upp þá nýbreytni að standa fyrir tónleikum siðdegis á laugardögum eða sunnudögum. Þessi átta ára gamla hefð hefur nú breytzt hvað tima- setningu snertir og fara tónleikarnir nú fram í hádeginu á fóstudögum í Norrœna húsinu. Nefnd kosin af há- skólaráði, háskólakennurum og há- skólakórnum hefur haft veg og vanda af prógramminu og DB spurði því einn nefndarmanna, Árna Björnsson þjóðháttafrœðing, um ástœðuna fyrir þessari nýbreytni. — Tilgangurinn með þessum há- skólatónleikum var upphaflega sá að efla menningarlif innan háskólans, sagði Árni. — Auk þess var tónlistar- lífið á þessum tíma ekki með þeim blóma hér í Reykjavík, að okkur fyndist veita af að hressa dálítið upp á það. Síðan hefur það tekið stökk- breytingu til hins betra og sá nokkur hundruð manna hópur sem myndar þann kjarna er tónleika sækir að staðaldri hefur varla við um helgar. Upphaflegi tilgangurinn með þessum tónleikum, að efla menningarlíf innan háskólans, hefur nefnilega mistekizt, háskólalýðurinn lætur yfirleitt varla sjá sig. Svo við ákváðunt að tímasetja tónleikana þannigað slá mætti öll af- sökunarvopn úr höndum hans, því enginn er það önnum kafinn við kennslu eða tímasókn á þessum tíma að hann geti ekki skroppið á hálftíma tónleika í nágrenninu. — Fyrstu tveir tónleikarnir með þessu nýja sniði hafa þegar farið fram. Á fyrri tónleikunum lék Einar Markússon píanóleikari, á þeim síðari söng Ágústa Ágústsdóttir söngkona við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Þvi miður virðist tíma- breytingin ekki hafa haft tilætluð hvatningaráhrif á háskólafólkið — þar voru flestir - Jjarstaddir. Næstu tónleikar verða á föstudaginn kemur en þá syngur Anna Júlíana Sveins- dóttir lög eftir Dvorsjak og Wagner við undirleik Láru Rafnsdóttur. Svo eru á dagskrá 4 tónleikar fyrir jól og 7 eftir jól á sama stað og sama tíma og er aðgangseyrir 30 krónur fyrir almenning en 20 krónur fyrir stúdenta. Almenn aðsókn hefur verið nokkuð góð og hvað háskólafólk snertir erum við enn að vona að Eyjólfur hressist. -J.Þ. góðs af lœkkuðum kostnaði — segir Jóhannes Helgi rithöfundur ogfór því afstað með eigin útgáfu, Amartak Arnartak heitir hún, nýja bókaút- gáfan hans Jóhannesar Helga, og sýnir merki hennar örn hefja sig til flugs með handrit í klónum, mitt í hinum hvítbláa fána Einars Benediktssonar. Slíkt hlýtur að tákna stórhuga framtak, enda er Jóhannes Helgi fyrsti íslenzki rithöfundurinn sem stofnar sina eigin bókaútgáfu. Hann hefur komið sér upp skrifstofu að Ármúla 36 og DB leit þar inn hjá honum til að inna hann eftir aðdrag- anda þess að hann ákvað að hasla sér völl í viðsiálum heimi viðskÍDtanna. ' — Aðdragandinn var eiginlega sá að ég gat ekki skilið hvers vegna rit höfundar hafa ekki notið góðs af þeim lækkaða kostnaði bókaút- gáfu sem ný tækni hefur haft í för með sér, sagði Jóhannes Helgi. — ÞvL það er staðreynd að kostnaðurinn hefur lækkað gífurlega án þess að ástæða þyki til að hressa neitt upp á sultarlaun þau er rit- höfundar þiggja fyrir störf sín. Auk þess er nú hægt að semja við eina prentsmiðju um alla verkþættina, menn þurfa ekki að hlaupa á milli fleiri sérhæfðra fyrirtækja eins og áður tíðkaðist. Ég samdi við prent- smiðjuna Odda og þar fann ég frá- bæra samstarfsmenn. Ég afhendi handritið við vesturdyrnar hjá þeim og það kemur út um austurdyrnar sem bók, á tilskildum tíma. Jóhannes Helgi ríður á vaðið með endurútgáfu á æviminningum Jóns Engilberts listmálara, Húsi málarans og sýnir bókin glöggt að Jón var ekki aðeins góður listamaður heldur einnig skemmtilegur og afar litríkur persónuleiki. Jóhannes Helgi hefur einnig getið sér gott orð fyrir ævi- minningaritun 1 samvinnu við menn eins og Sigfús Halldórsson tónskáld, Ólaf Tómasson sjómann, þúsund- þjalasmiðinn Þorleif Jónsson og Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóra, en seinna bindi æviminninga Agnars er væntanlegt fyrir jól á vegum Almenna bókafélagsins. Hús málarans olli meiðyrðamáli — Já, ég hef snúið mér anzi mikið að þessu á síðari árum, segir Jóhannes Helgi um þessa tegund rit- starfa sinna. — Ætli það sé ekki helzt vegna þess að það gengur betur að fá umbun erfiðis sins á þennan hátt. Æviminningar eru auðseljanlegri og yfirleitt fljótunnari en skáldsögur sem maður vinnur að í 2—3 ár, mest upp á Guð og lukkuna. Mér fannst ég fá þannig tækifæri til að fjármagna þann frið sem ég þarf til að skrifa skáldsögur eða leikrit en það má eiginlega flokka slikt undir „tóm- stundagaman” sem aðeins hæfir auðkýfingum. — Æviminningar geta þó verið dálítið varhugaverðar, skýtur DB inn í. — Lentirðu ekki einmitt i meið- yrðamáli út af Húsi málarans? — Jú, að vísu, en mannlýsingin sem olli því hefur verið klippt úr endurútgáfunni. Það getur verið erfitt að sigla á milli skers og báru í persónulýsingum i æviminningum og vilji viðkomandi fara í mál út af slíku á hann samkvæmt íslenzkum lögum um ærumeiðingar víst með að vinna það. í skáldverki er aftur á móti unnt að slá þann varnagla að persónur séu einbert hugarfóstur höfundar. En auðvitað er höfundi ekkert minna í mun að draga fram minnisstæðoglit- rík einkenni á lifandi persónum en hugarfóstrum sínum. Fámennið á íslandi veldur því svo aftur á móti að fólk er mjög viðkvæmt fyrir slíku og kærir sig kannski ekkert um að vera litríkt. — Eru fleiri bækur væntanlegar frá Arnartaki á næstunni? — Já, en þar sem þetta er allt i deiglunni enn þá vil ég ekki naglfesta þær alvég strax. En ég get hins vegar fullvissað þig um að ég sé ekki eftir því að hafa stofnað mína eigin bóka- útgáfu. Ég held satt að segja að það sé eina ráðið fyrir rithöfund til að bera eitthvað að gagni úr býtum fyrir vinnu sína. -JÞ 1» Jóhannes Helgi á skrifstofu bókaút- gáfu sinnar, Arnartaks. „Ég hef hugsað mér að setjast að á Hótel Búðum i vetur og verður þá opið allan ársins hring. Það verður á- gætt að komast út úr Reykjavikur- stressinu á ný og horfa á fannhvitan jökulinn,” sagði Rúnar Marvinsson, nýr meðeigandi flótels Búðu á Snæfellsnesi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.