Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. 27 Sjónvarp D Flóttinn úr kvennabúrinu—útvarp í fyrramálið kl. 11.00 Sönn frásaga sænskrar konu sem giftist til Afganistan Einar frá Hermundarfelli sér um þáttinn „Mér eru fornu minnin kær” í fyrramálið. Hefur hann fengið Steinunni Sigurðardóttur til að lesa sanna frásögu sem birtist í Eimreið- inni fyrir fjölda mörgum árum síðan. Er hún rituð af sænskri konu að nafni Áróra Nilson. „Ekki veit ég hvort hún er lífs eða liðin núna,” sagði Einar frá Her- mundarfelli við DB. „En 1925 var hún í tónlistarnámi í Þýzkalandi. Þar kynntist hún Asim Khans frá Afgan- istan. Eftir myndum að dæma hefur hann verið glæsilegur maður. Hún varð ástfangin af honum og giftist honum. Ekki hafði hún gert ráð fyrir að flytjast með honum til Afganistan fyrr en eftir mörg ár, ef nokkurn tíma. En fljótlega eftir brúðkaupið var hann kallaður heim og hún afréð aðfarameð honum. Að vísu var hún farin að sjá að hann mundi ekki semja sig að evrópskum siðum í hjónabandinu. Eftir giftinguna virtist hann ekki skoða hana sem manneskju heldur semhúsdýr sem hann gæti farið með eins og honum sýndist. Jafnvel mis- þyrmt henni, ef honum dytti það i hug. í Afganistan lenti hún í mestu hrakningum. Ástandið var hundrað sinnum verra en hún hafði búizt við. Kvenhatrið gekk brjálæði næst og þar á ofan var sóðaskapurinn voða- legur. Með aðstoð sendiráðsins þýzka í Kabúl komst hún burt við illan leik.” Einar fráHermundarfellibætir við að ástandið í Afganistan — gagnvart kvenþjóðinni — muni lítið hafa batn- að þau rúmlega fimmtíu ár sem síðan eru liðin. „Ég frétti af Vesturlandabúum sem þarna voru á ferð í fyrra,” segir hann. ,,Þau þurftu að taka sér leigu- bíl en þegar bílstjórinn afganski sá að konur voru í hópnum sagðist hann mundu missa atvinnuleyfið ef hann tæki þær upp í bílinn. Um síðir féllst hann á að taka þær með — en þær urðu að Iiggja undir teppi á bilgólfinu alla leiðina.” -IHH. Afganskir karlmenn. Reglulega ásjálegir, en ekki er talið ráðlegt að giftast þeim. Í Afganistan missa leigu- bilstjórar atvinnulcyfið ef þeir taka kvenfarþega. Svo mikiir eru hefðbundnir fordómar gagnvart konum. Malcolm litli — útvarpsleikritið íkvöld kl. 20.05 UM SKÓLANEMENDUR 0G ÁTÖK ÞEIRRA VIÐ KERFIÐ Leikritið í kvöld, Malcolm litli, er eftir David Halliwell. Þýðingu annaðist Asthildur Egilson en Benedikt Árna- son er leikstjóri. Með hlutverkin fara Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Skúla- son, Hákon Waage, Gísli Alfreðsson og Þórunn M. Magnúsdóttir. Flutn- ingur leiksins tekur rúmar 2 klukku- stundir. Tæknimaður: Friðrik Stefáns- son. Leikurinn gerist í Huddersfield í Englandi og segir frá skólanemum sem telja sig vera ofríki beittir af yfir- völdum og grípa til sinna ráða til að fá leiðrétting mála. Nokkrum árum eftir að leikritið var samið kom víða til upp- þota stúdenta og átaka við „kerfið” út af skólamálum, og má því segja að höf- undur hafi séð fram í tímann. David Halliwell er fæddur í Yorks- hire árið 1936: Hann stundaði nám við Leikritið „Malcolm litli” var frumsýnt I London 1965. Segir þar frá skólanemendum I uppreisn við yfirvöld. Slikir atburðir eru alltaf að gerast, eins og sjá má á þessari splunkunýju mynd úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Rektorinn, Örnólfur Thorlacius, á sýnilega úr vöndu að ráða i nemendaþvögunni. DB-mynd: Kristján örn. listaskólann í Huddersfield 1953—59 og samdi þá revíur og stuttar kvik- myndir sem hann stjórnaði sjálfur. Á árunum 1959—61 var hann í Royal Academy of Dramatic Art en að því námi loknu gerðist hann leikari hjá nýju leikfélagi, Victoria Theatre Company. Nokkrum árum síðar stofn- aði Halliwell ásamt tveimur félögum sínum leikflokkinn Dramagraph og var Malcolm litli frumsýndur á hans vegum í London 1965. Leikurinn fékk dræmar undirtektir í fyrstu en eftir sýningar í Royal Court Theatre haustið 1966 tók aðsóknin mikinn fjörkipp og síðan hefur leikurinn verið sýndur víða um heim og vakið óskipta athygli. Þjóðleikhúsið sýndi hann vorið 1970. HEILDSALA SMÁSALA GLOSSI SF. HAMARSHÖFÐA 1 SÍMAR 31500 — 39420

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.