Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.11.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. Gott er að skríða undir sæng í vetrarkulda og myrkri v Hreinsun á dúnsæng kostar jafnmikið og ný sæng úr gerviefni Torgið í Torginu og öðrum verzlunum Sambandsins (þar á meðal kaupfélögunum út um land) voru til sængur úr draloni á 385 krónur. Þar fengust einnig svonefnd kembugarns- teppi, ullarteppi, frá Sambandinu, sem ég veit að margir hafa keypt í stað sængur og verið ánægðir með. Þau kosta 305 krónur. Hagkaup Að síðustu skal svo nefna Hag- kaup þó ugglaust séu margar aðrar búðir á landinu sem selja sængur. í Hagkaupum voru til tvær gerðir af sængum frá Magna. Annars vegar ullarsængur og hins vegar diolin sængur og kosta hvorar tveggja 395 krónur. Hreinsun Það eru ekki allar hreinsanir sem taka að sér að hreinsa sængur úr gerviefnum eða ull. Mér var einna helzt bent á Hraðhreinsunina í Súðar- vogi. Þar eru teknar 75 krónur fyrir að hreinsa sæng. Munar þar ögn á því sem kostar að láta hreinsa- dúnsæng, enda ekki nærri þvi eins mikiðverk. -DS. 3- Gerviefni i sængur eru margskonar., Oft má hreinlega þvo sængina með öllu saman f þvottavél, og ef ekki, þá má þurrhreinsa hana. DB-myndir Bj.Bj. Núna þegar myrkrið og kuldinn eru bæði komin til að vera, langar margan manninn helzt til þess að lúra daglangt uppi í rúmi og undir sæng. Sængin manns öðlast einhvern veginn annað og meira gildi á veturna en á sumrin. Þó að svo þyrfti ekki að vera eins og við kyndum húsin okkar. Okkur lék hugur á því að komast að því hvað fengist af sængum í bænum, hvað þær kostuðu og hvað kostaði að hreinsa þær. Úrvalið var fjölbreytt og verðið einnig. Sem dæmi má nefna að fyrir það sem kostar að hreinsa dúnsæng, getur maður keypt sér sæng úr ullar- flóka eða gerviefni. Hvort þær sængur eru eins góðar skal ekki dæmt um. Þeir sem eiga dúnsængur vilja oft ekki annað og sama má segja um þá sem eiga gerviefnis- eða ullar- sængur. Það er ekki alltaf það sama sem fólk er að leita að. Ullar- sængurnar eru yfirleitt þungar og auðvitað hlýjar. Gerviefnið og dúnninn er hins vegar létt, en ekki síður hlýtt. Kostur og galli dúnsins, fram yfir gerviefnið, er hins vegar í rauninni sá sami. Dúnninn er raunveruleg náttúruleg afurð og sem slík auðvitað mýkri, rafmagnast minna og er loftkenndari. En dúnninn slitnar líka fyrr ef ekki er vel með hann farið og hann er ekki hægt að þvo í þvottavél eða senda í þurrhreinsun eins og gerviefnið. Það er því dýrt að láta hreinsa hann. Gert er ráð fyrir að með venjulegri notkun endist ver utan um sængina í ein 10 ár. Ef ekkert kemur fyrir að segja og eigandinn liggur ekki því meira í rúminu. Dúnsængur eru yfirleitt ekki hreinsaðar oftar en skipt er um verið þannig að þegar á heildina er litið er kostnaðurinn kannski ekki mikill. Ullar- og gerviefnissængur eru hins vegar hreinsaðar eftir þörfum og líklega mun oftar en dúnsængur. Enda ekki nærri því eins <iýrt. Svo er náttúrlega um að gera aö viðra sængurnar úti eins oft og unnt er, þó ekki sé færi á öðru en að dusta þær rétt út um dyrnar. En lítum aðeins nánar á verðið. Fatabúðin Óhætt er að segja að Fatabúðin var með mesta úrvalið af sængunum af þeim verzlunum, sem við höfðum samband við. Þar fengust sængur úr gerviefnum, jafnt sem dún, á verðbilinu frá 350 krónum og upp í 5000 krónur. Verð á fullorðins sængum er eftirfarandi: Draion 525, gæsadúnn 595, andadúnn 850, svanadúnn 1050 og æðardúnn um 5 þúsund krónur. Æðardúnsængur eru hvergi, þar sem við höfð .m samband, til á lager því lítið er keypt af þeim og erfitt að liggja með svo Dúnsængur eru, ef vel er farið með þær, lífstlðareign. En þær krefjast góðrar meðferðar. Til dæmis er aldrei sniðugt að reykja liggjandi i rúminu og ef legið er undir dúnsæng getur það kostað bæði hana og eigandann lífið. dýra vöru. En þær fást með stuttum afgreiðslufresti. í eitt kíló af æðar- dúni þarf dún úr 60—80 hreiðrum þannig að ekki er furða þó þær séu dýrar. Um kíló er í hverri sæng. Til er efni í ver utan um sængina, ef fólk leggur í það að sauma það sjálft. Kostar metrinn af því 48—80 krónur. Einstaka sinnum fást einnig saumuð veriFatabúðinni. Vörumarkaflurinn í Vörumarkaðnum var til ein gerð af sængum úr gerviefninu decon holyfill sem afgreiðslustúlkan sagöi mér að væri sáralítill munur á og dúni. Fullorðins sæng úr tvöföldu slíku efni kostar 516 krónur. Þvo má sængina með öllu saman í þvottavél. Til eru stök ver utan um sængur og kosta þau 282 krónur. Dún- og fiflur- hreinsunin í Dún- og fiðurhreinsuninni fengust eingöngu dúnsængur. Svanadúnsæng kostar þar 1050 fyrir fullorðna, gæsadúnsæng 645 og æðardúnsæng um 6 þúsund krónur. Hreinsun á sæng og nýtt ver, sem sett er á um leið, kostar 320 krónur, þar af kostar hreinsunin, ef hún er keypt ein, 70 krónur og verið 270 ef það er keypt án þess að hreinsun fylgi með. Mér var sagt að ef vandaður dúnn væri í sænginni og vel með hana farið ætti hún ekki að rýrna neitt með tímanum, þannig að ekki á aðvera þörf á að bæta i hana dúni. Því er um að gera að drífa sig með sængina strax og hún fer að gefa sig. Sængurfatagerðin í Sængurfatagerðinni á Baldurs- götu, var, eins og í Fatabúðinni, til mikið úrval af sængum. íslenzkar ullarsængur (frá fyrirtækinu Magna) kosta þar 350 krónur, sængur úr gerviefninu diolin kosta 403, gæsa- dúnsængur 595 og andadúnsængur 822,50. í báðum þeim síðasttöldu er 1,150 kg af dúni. Svanadúnsængur eru til með tveim grófleikum af dúni. Þær, úr finni dúninum, kosta 1112 krónur og þær úr grófari dúninum 973,50 krónur. í þeim er 1 kg af dúni. Æðardúnsæng kostar um 5800 krónur. Sængurfatagerðin hreinsar einnig sængur. Það kostar með veri 320 krónur. Hreinsun án nýs vers kostar 50 krónur. Uppíýsingaseðíll til samanburóar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamltga sendið nkkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Sundurliðun á matardálknum Margrét skrifar: Hér kemur þá septembereyðslan. Ég er nokkuð ánægð með þetta, 876 krónur á mann í mat og hreinlætis- vörur. Það er líka sparað eins og hægt er, peningar til matarkaupa voru í minnalagi. Nú, þegar mánuðurinn er upp gerður, get ég samt ekki alveg áttað mig á því hvar dregið hefur verið úr eyðslu. í því sambandi kæmi sundurliðun í heimilisbókinni að góðum notum. Á ég þar við sundur- liðun á matvælum í stórum dráttum t.d. 1. mjólkurvörur 2. smjörogostar 3. kjötvörur 4. fiskur 5. grænmeti o.s.frv. 10—12 línur væri nóg. Aftur á móti mætti minnka plássið á kostn- Raddir neytenda aðarliðir undir sérstöku eftirliti. Sá hluti síðunnar hefur reynzt mér illa. Við dálkinn annað skrifa ég alltaf fyrir framan hverja upphæð hvað er hvað þannig að ég held að það muni ekki svo miklu hvort maður sundurliðar matvöru um leið og heim er komið eins og að skrifa heildar- upphæð. Liðurinn annað var hár í þessum mánuði og kemur til með að vera það áfram. Sundurliðun er svipuð og siðast þannig að ég er ekkert að tíunda það frekar núna. Svar: Þessi hugmynd um sundurliðun á matardálknum hefur ekki borizt okkur fyrr, það veit ég. Satt bezt að segja hygg ég að mörgum fyndist hún erfið í framkvæmd, þvi þegar komið er með pokana heim úr kjörbúðinni eru fæstir nógu glöggir til að sjá hvaða verð á strimlinum á við hvaða hlut. Maður sér iðulega, t.d. á föstudögum, fólk að kaupa fullar, stórar innkaupakörfur og þá er sannarlega erfitt að fylgjast með því hvað hver hlutur kostar. En auðvitað er það nauðsynlegt fyrir þá sem ætla virkilega að spara. Hugmynd þinni, Margrét, verður komið á framfæri við þá sem eru að vinna þókina. En ég er hálfhrædd um að hún komi of seint til þess að geta verið með í næstubók. -DS. Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks____ Kostnaður í októbermánuði 1981 i Matur og hreinlætisvörur kr._ i Annaö ' kr.___ | Alls kr... \W YIKAX

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.