Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 3
5
Lagði kjörbréfanefndin til, er hún skilaði áliti sínu,
að fyrnefndir menn sætu fundinn sem löglegir full-
trúar, en með undirskrift sinni undir fundargerðina
taldi nefndin þá skuldbundna til að stofna æfifélaga-
deildirnar þegar á þessu ári.
Voru síðan tillögur nefndarinnar bornar undir at-
kvæði fundarins og samþyktar í einu hljóði, og tóku
þeir síðan sæti á fundinum.
Fundinn sóttu, auk fulltrúanna, öll stjórn félagsins,
endurskoðendur báðir og búnaðarmálastjóri Sigurður
Sigurðsson.
4. Framkvæmdastjóri lagði fram og las upp reikn-
inga félagsins fyrir árið 1932. Voru þeir endurskoðað-
ir og luku endurskoðendur lofsorði á bókfærsluna og
höfðu engar athugasemdir gert við þá.
Hagur á rekstri félagsins var á árinu kr. 3041.57
Eignir félagsins — 129,142.82
Hrein eign — 84,012.65
Endurskoðendur bentu á, að eignir félagsins væru
í raun og veru meiri, því þær væru bókfærðar neðan
við fasteignamatsverð.
Um reikningana urðu engar umræður og voru þeir
síðan bornir upp og samþyktir í einu hljóði.
Var þá fundarhlé í einn klukkutíma.
Síðan var fundi framhaldið.
Var þá mættur á fundinum:
Jón Gíslason, Hofi, fyrir æfifélagadeild Svarfdæla.
5. Formaður las upp fjárhagsáætlun félagsins fyrir
næsta ár og skýrði hana lið fyrir lið.
Síðan var kosin 5 manna nefnd í málið og hlutu
kosningu: