Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 18
20
Þorkatia Hólmgeirsdóttir, Þórustöðum, önundarf.
Við verklegt jarðyrkjunám var einn piltur síðast-
liðið sumar. Höskuldur Hallsson, Gríshóli, Snæfells-
nessýslu.
b. Fyrirlestrar og fl.
Um 10 fyrirlestra hefi eg flutt á árinu á ýmsum
stöðum við Eyjafjörð, og gefið ýmsar upplýsingar
um ræktunarmál o. fl. á skrifstofu félagsins, eins og
að undanförnu.
Fjöldi fólks kemur í Gróðrarstöð félagsins árlega,
aðallega til að skoða trjágróðurinn, en þó líka til að
kynnast ræktunartilraununum. Má sérstaklega geta
þess, að síðastliðið vor heimsóttu nemendur frá
Hvanneyri, undir stjórn Guðmundar Jónssonar kenn-
ara, Gróðrarstöðina og kyntu sér tilraunir þær, sem
þar eru gerðar og ennfremur skoðuðu fulltrúar á að-
alfundi Sambands ísl. samvinnufélaga, sem haldinn var
á Akureyri síðastliðið vor, gróðrarstöðina og tilraun-
irnar.
c. Ársritið.
í síðasta árgangi af Ársritinu var byrjað að birta
skýrslur búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórð-
ungi. Sendu 3 samböndin skýrslur í ritið, en Búnaðar-
samband Húnavatnssýslu gat eigi sent skýrslu í það
Ársrit, en nú birtist í ritinu ýtarleg skýrsla frá þessu
sambandi. Lítur út fyrir, að þetta fyrirkomulag á
útgáfu og efni Ársritsins, ætli að verða vinsælt og
hagkvæmt fyrir alla aðila.
IV. Verklegar framkvœmdir.
Verklegar framkvæmdir hafa verið með mesta móti
á þessu ári og kveður þar mest að byggingum á Galta-