Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 22
24
Birkifræ, sem sáð var í vor, spíraði eftir 20 daga,
og Larix Siberica spíraði eftir mánuð, og eftir þvi
sem um er að gera, voru þessar smáu plöntur vel á
veg komnar í haust. Eg þakti yfir þær með lyngi og
gaf þær þann veg vetrinum á vald.
Allur trjágróðurinn stóð prýðilega vel í sumar;
ungaplöntunum fór vel fram og höfðu þær langa árs-
sprota. En þó stærri trén laufguðust vel og blómstr-
uðu mikið, voru árssprotar þeirra ekki mikið lengri
en sum önnur ár, þegar ver hefur viðrað.
Berjarunnar blómstruðu bæði vel og mikið, voru því
með lang mesta móti ber í sumar, og þroskuðust ó-
vanalega snemma. Ribsberin vorum við búin að týna
um miðjan september, — á sama tíma og sum undan-
farin ár hefur verið byrjað að týna þau.
Trjáplöntur voru látnar burt í vor eftir því sem á-
stæður voru til.
Blómarœkt.
Byrjað var að sá blómafræinu inni 12. apríl; var
mest af fræinu frá Danmörku, en dálítið af fræi frá
Noregi, og gat eg varla gert mun á því hvort betur
reyndist.
Fræið spíraði yfirleitt vel, og var mikið af því spír-
að eftir 6—10 daga. Inni í sáðkössunum stóðu svo
smáplönturnar þangað til fyrri partinn í maí, að sum-
um var plantað út í sólreit, en öðrum í kassa inni í
húsinu. út í sólreit gátum við fyrst byrjað að planta
6. maí, og gekk vel með plönturnar því tíðin var altaf
góð.
Um og eftir miðjan maí var sáð miklu af fjölæru
blómafræi inni, og þegar búið var að taka einæru