Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Síða 23
25
jurtirnar úr sólreitunum, voru fjölæru plönturnar
fluttar þangað út.
Seinustu dagana í maí byrjuðum við að planta út í
garðinn, og gekk það allt betur en venja var til, þó
þurkarnir væru helst til miklir.
Það voru mjög fáar plöntur, sem dóu, af því, sem
út var plantað, næstum hver planta þroskaðist vel og
bar fagurt blóm.
í júlí var mikið af sumarblómum sprungið út, og
voru blómin kröftug og falleg.
Sömuleiðis blómstruðu fjölæru blómin sérlega vel
í sumar. Af þeim sem einna fyrst blómstraði, mætti
nefna Bergeniu, sem blómstraði ákaflega vel og mikið,
og ýmsar Prýmúlur, sem blómstruðu líka mjög vel.
Það voru margir hrifnir af fegurð þessara blóma, og
aðkomufólkið langaði til þess að fá plönturnar og
flytja þær heim með sér.
En þessar plöntur eru dálítið seinar að vaxa og
fremur vand-meðfarnar. Og þó hægt hafi verið að
láta eitthvað burt af þeim, hafa þær oft viljað verða
skammlífar.
Margar fleiri plöntur mætti upp telja, sem voru al-
veg prýðilega fallegar í sumar. Það var ekki svo
mikið sem dó að fjölærum blómaplöntum í vetur, var
því hægt að láta nokkuð mikið burt í vor, einnig voru
látnar burtu einærar plöntur úr reitum.
Matjurtir.
Um matjurtirnar er að mestu gott eitt að segja í ár.
Þær spruttu allar óvanalega vel, sem reyndar voru.
Hvítkáli, blómkáli og rauðkáli var sáð inni um miðjan
apríl, frætegundir voru þær sömu, sem við áður höf-