Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 24
26
um haft. Hvítkálið spíraði ágætlega og hitt sæmilega
vel.
Fyrstu dagana í maí var kálinu plantað um, sumu
út í sólreit, en hinu inni. 30. maí var byrjað að planta
því út í garðinn. Seint í júní var kálinu gefinn út-
lendur áburður, og hreykt um leið. Vökvað var nokkr-
um sinnum, fyrri partinn af vaxtartímanum, af því
svo miklir þurkar voru.
4. ágúst voru þroskuð þétt og góð blómkál, og hvít-
kálshöfuð þroskuðust skömmu síðar og urðu stór og
mjög góð. Stærstu hvítkálin voru um 5 kg. að þyngd.
Rauðkálin voru fremur smá, en þétt og vel nothæf.
Gulrætur og rauðrófur þroskuðust mikið betur en áð-
ur hefur átt sér stað hér. 26. júlí byrjuðum við að
selja rauðrófur, og voru þær þá orðnar stærri en sum
önnur ár í september. Rauðrófunum sáðum við inni í
kassa, og var þeim svo plantað út í garðinn úr sáð-
kössum 29. maí. Líka var sáð ögn af gulrótum inni og
plantað út, en sumu gulrótarfræinu var sáð út í garð-
inn 12. maí. Hvorttveggja lánaðist vel, það sem út var
plantað spratt fyr, hinar komu ofurlítið seinna, en
voru útlitsbetri, ræturnar minna greindar.
Ofurlítið höfðum við af ertum, og spruttu þær vel.
Hinar aðrar matjurtir, sem við höfum áður haft,
þarf ekki að orðlengja um, þær spruttu ágætlega.
Af jarðarberjum höfum við aldrei fengið eins mikið
og í sumar.
Þetta góða sumar hefur aukið trú manna að mikl-
um mun á garðræktina, það hefur fært þeim heim
sanninn um það, að:
»Uppskeran bætir þinn ytri hag.
Umhyggjan mildar þitt hjartalag«.
Jóna M. Jónsdóttir,