Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 42
44
birt í Ársriti Rf. Nl. 1927, bls. 62. Tilraunir þessar
eru vitanlega altof fáar, til þess að á þeim verði bygð
nokkur allsherjar regla um áburðarmagn, því þar get-
ur margt komið til greina, svo sem: Frjóefnaforði
jarðvegsins, jarðvegsásigkomulag, gróðurinn o. fl., og
getur sín reglan gilt á hverjum stað, en tilraunirnar
geta þó gefið nokkura hugmynd um, hvernig áburðar-
þörfin getur hagað sér í einstökum tilfellum.
1. Tilraunir með mismunandi áburðarskamta hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands.
í eftirfarandi skýrslu merkir K = Kali, S = Super-
fosfat og C = Saltpétur, en í tilraununum 1908—1917
er notaður Chilisaltpétur og Noregssaltpétur í til-
rauninni 1925—1927. Áburðarmagn í kg. pr. ha. Sjá
töflur XVII. og XVIII.
/ engri þessara tilrauna hefur verið teljandi Kalí-
skortur, en hinsvegar mjög greinilegur köfnunarefnis-
skortur í þeim öllum og fosfórsýruskortur í sumum
þeirra. í tilrauninni 1914—1917, virðist þó fosfórsýru-
þörfinni fullnægt að mestu með 625 kg. af Superfos-
fati pr. ha., og í tilraununum 1908—1910 og 1928—
1930, með helmingi minni skamti, eða rúmum 300 kg.
pr. ha. Aftur á móti er vafasamt, hvort hámarki þess
köfnunarefnisáburðar, er hagkvæmastan vaxtarauka
gefur, er náð í nokkurri tilramninni. Að vaxtaraukinn
eftir köfnunarefnisáburðinn er talsvert misjafn í til-
raununum, á sennilega rót sína að rekja til mismun-
andi ytri skilyrða.
2. Tilraunir með mismunandi áburðarskamta á tún á
nokkurum býlum við Eyjafjörð.
Áburðarskamtarnir í þessum tilraunum voru pr. ha.
25000 kg. kúamykja, 312 kg. Kalksaltpétur og 624 kg.