Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 46
48
Fullkomin vinsla á landinu með eftirfylgjandi sán-
ingu, 2) Takmörkuð tæting á grassverðinum, þannig
að hann hefur verið stunginn sundur (gaddvöltun),
eða rispaður (mosaherfing). 3) Strengplæging. Við
fyrstu aðferðina hefur ákveðið áburðarmagn verið
herfað saman við moldina, við aðra aðferðina hefur
áburðinum verið sópað með ávinsluherfum ofan í
TAFLA XX. Samanburður á mismunandi áburðarað-
ferðum með mykju 1913—1918. (Uppskera í 100
heyh. pr. ha.).
Aðferðir. Áburður samtals pr. ha. 1 ár. 2-6 ár. tonn. tonn. Meðal- uppskera í 6 ár. Upp- skeru- hlutföll.
1< Óhreyft, yfirbreiðsla 19.2 96.0 17.3 100
2. Fullunnið 1913, sáð 57.6 57.6 20.7 119.7
3. Strengjaplægt 1913 57.6 57.6 28.2 163.0
4. Strengjapl. og los-1 að undir str. 1913/ 57.6 57.6 23.4 135.2
5. Gaddvaltað 1913 . 57.6 57.6 27.8 160.7
stungurnar eða rispurnar, og við þriðju aðferðina hef-
ur áburðurinn verið borinn undir strengina og þeim
síðan velt aftur í samt lag.
Árangurinn af þessum tilraunum er sýndur á töfl-
um XX—XXIII.
Á tilraunina 1925—1928, er borin mykja öll árin,
22000 kg. pr. ha. árlega, á 1. og 2. lið, en 56 þús. kg.
undir strengi á 3. lið 1925 og 8 þús. kg. ofan á árlega.
Áburðarmagnið verður því 88 þús. kg. samtals pr. lið
öll árin. Sjá töflu XXII.
Að lokum var byrjað á nýrri tilraun 1931, sem eigi
verður lokið fyr en 1936. í þessari tilraun er reynt að
finna hvaða áhrif plægingin ein hafi, og hve mikið