Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 52
54
fosfórsýra með saltpétrinum til jafns við það, sem er
af þessum frjóefnum í Nitrophoska. í tilrauninni eru
5 endurtekningar.
Við skýrslu þessa er það að athuga, að árið 1930
var allmikið kal á tilrauninni og kom það sérstaklega
niður 2. áburðartíma af Nitrophoska, verður því upp-
skeran af þeim lið óeðlilega lág það ár, með tilliti til
þessa, mun mega telja, að árangurinn hafi orðið svip-
aður að meðaltali af 1. og 2. áburðartíma, hvað bæði
Nitrophoska og Kalksaltp. áhrærir. Annars er dálítill
munur á þessu frá ári til árs (samanb. 1. áburðartíma
1929). Hentugasti áburðartíminn hér um slóðir, bæði
fyrir Nitrophoska og Kalksaltpétnir, virðist vera fyrri
hluti maímánaðar.
B. NýyrkiuUlraunir (grasrœkí).
Tilraunum þessum má skifta í 3 nokkurnveginn
skýrt afmarkaða flokka, sem eru: 1. Tilraunir með
mismunandi tegundir graslendisj urta, grasa og belg-
jurta, og mismunandi fræblöndun. 2. Tilraunir með
mismunandi sáðmagn og sáðtíma. 3. Tilraunir með
mismunandi ræktunaraðferðir. Komið getur fyrir, að
einstaka tilraun falli ekki innundir neinn af þessum
flokkum og verður þeirra þá getið í sérstökum flokki.
Allt frá fyrstu árum Ræktunarfélagsins, hafa verið
framkvæmdar á vegum félagsins mjög margar ný-
yrkjutilraunir, sem þó, einkanlega fyrstu árin, sner-
ust um reynslu og samanburð á mismunandi gras-
lendisjurtum, er hér höfðu eigi áður verið reyndar.
Þrátt fyrir þetta, er ekki um auðugan garð að gresja
í hinum eldri tilraunaskýrslum félagsins, hvað þetta