Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 53
55
efni áhrærir, því margar af þessum tilraunum hafa
aðeins gefið ástæðu til umsagna og athugunar, en ekki
skilið eftir neinn talnafróðleik, sem unt sé að vinna
úr. Þó þessu sé nú þann veg farið, þá hafa þó þessar
athuganir vafalaust haft sína þýðingu og markað á-
kveðnar stefnur í grasræktarmálunum. Auk þess er í
flestum hinum eldri tilraunum aðeins 1 reitur fyrir
hvern tilraunalið, eða í besta tilfelli 2—3 samanburð-
arreitir, og verða þær því að teljast fremur ónákvæm-
ar. Síðustu árin, hefir þessi liður tilraunastarfseminn-
ar verið aukinn mjög mikið og í sambandi við þessar
síðari ára tilraunir, má hafa mjög mikið gagn af hin-
um eldri tilraunum og athugunum, enda eru margar
nýju tilraunirnar bygðar á eldri athugunum og hafa
svipuð verkefni til meðferðar. I tilraunum síðari ára
er yfirleitt fylgt þeirri reglu að hafa endurtekningar
í tilraununum jafnmargar og tilraunaliðina. I ein-
staka tilaun er þó vikið frá þessari reglu, þó eru end-.
urtekningar aldrei færri en 3.
I. Samanburður d mismunandi tegundum af gras-
lendisjurtum og mismunandi frœblöndum.
Á árunum 1904—11, eru gerðar tilraunir með mesta
fjölda af graslendisjurtum og einnig nokkrar tilraun-
ir með mismunandi fræblöndur. Síðustu árin hafa
aftur á móti tilraunir með mismunandi fræblöndur og
þá sérstaklega smárablöndur, verið yfirgnæfandi.
1. Tilraunir með misrrmnandi graslendisjurtir
190^—1911.
í þessum tilraunum munu hafa verið reyndar um
50 gróðurlendisjurtir af mismunandi tegundum og
uppruna, bæði grastegundir og belgjurtir. I þessa