Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 64
67
Árið 1932, er byrjað á dálítilli sáðblöndutilraun, að-
allega með það fyrir augum, að bera saman tvær teg-
undir af vallarfoxgrasi, danskt vallarfoxgras (Trifo-
lium nr. 12 st.) og amerískt vallarfoxgras. Fyrri teg-
undin hefur verið notuð mikið í fræblöndum hér, en
er talsvert dýr, sú síðari er mjög ódýr en hefir lítið
verið notuð vegna þess, að álitið hefur verið, að hún
mundi vera viðkvæmari en sú danska. Fræblöndurnar,
sem reyndar hafa verið í tilrauninni, eru 3 og eru í
þeim öllum 50 % af smára, að öðru leyti er samsetn-
ingur þeirra þannig:
I 16.5% háliðagras, 16.5% vallarfoxgras, 4% há-
vingull, 5% sveifgrös og 4% língresi.
II 25% háliðagras og 25% vallarfoxgras, danskt.
III 25% háliðagras og 25% vallarfoxgras, amerískt.
Uppskeran hefur orðið þannig:
I II III
1932 30.0 31.3 31.3
1933 66.7 56.7 52.7
Meðaltal 48.4 44.0 42.0
Ennþá er ekkert ákveðið hægt að segja um þessa
tilraun, en báðar vallarfoxgrastegundirnar virðast
halda sér sæmilega, það sem af er.
Að lokum var byrjað á nýrri sáðblöndutilraun síð-
astliðið sumar, aðallega með það fyrir augum að reyna
þýðingu túnvinguls af innlendum uppruna (frá Sáms-
stöðum) í fræblöndunum o. fl. Fræblöndurnar, sem
reyndar eru, eru fjórar og þannig samsettar:
I 35% háliðagras, 35% vallarfoxgras, 7.5% há-
vingull, 12.5% sveifgrös, 5% língresi og 5% ax-
hnoðapuntur.
II 80% blanda I og 20% túnvingull frá Sámsstöðum.
5*