Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 65
68
III 40% blanda I, 10% túnvingull og 50% smári.
IV 15% háliðagras, 15% vallarfoxgras, 20% tún-
vingull og 50% smári.
1. árs uppskera gefur vitanlega enga hugmynd um,
hvernig þessar blöndur muni reynast, en hún varð
þannig:
I II III IV
1933 28.0 30.0 29.5 30.0
II. Tilraunir með mismunandi sáðmagn og sáðtími.
1. Samanburður á mismunandi sáðmagni.
Eins og áður hefur verið bent á, þá mætti skoða
þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með Lotus í fræ-
blöndum og skýrt hefur verið frá hér að framan,
sem tilraunir með mismunandi sáðmagn, en þær til-
raunir virðast benda í þá átt, að ástæðulaust og jafn-
vel óhagkvæmt sé að nota það sáðmagn, sem venjulega
hefur verið talið nauðsynlegt, sem sé 40 kg. pr. ha.
Til frekari uppýsinga á þessu atriði, var síðastliðið
vor byrjað á tveimur sáðmagnstilraunum, en áður en
skýrt er frá þeim, skal hér getið um sáðmagnstilraun,
sem gerð var á árunum 1913—15. í tilraun þessari var
reynt tvennskonar sáðmagn af hreinum tegundum, há-
liðagrasi og valarfoxgrasi og af þeim ástæðum, getur
tilraunin ekki haft verulegt gildi, þegar um venju-
legar samsettar fræblöndur er að ræða, auk þess sem
tilraunin er einföld og því fremur ónákvæm.
Vallarfoxgras. Háliðagras
36 kg. 48 kg. 36 kg. 48 kg.
pr. ha. pr. ha. pr. ha. pr. ha.
1914 36.8 40.0 43.4 40.0
1915 32.0 34.4 36.8 39.2
Meðaltal 34.4 37.2 40.1 39.6