Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 66
6g
1 sáðmagnstilraunum þeim, er byrjaS var á síðast-
liðið vor, eru notaðar tvær mismunandi blöndur og
sáðmagnið 40 kg., 30. kg. og 20 kg. pr. ha. Uppskera
í 100 kg. heyh. pr. ha.
Venjuleg grasfræblanda
án smára.
40 kg. 30 kg. 20 kg.
1933 37.7 40.7 33.0
Grasfræblanda með
50% smára.
40 kg. 30 kg. 20 kg.
39.7 38.7 33.7
;Af þessu eina ári er vitanlega enga endanlega álykt-
un hægt að draga, þó er það mgljóst, að 30 kg. sáð-
magn muni gefa eins góða raún og AO kg. sáðmagn eða
jafnvel betri, og munurinn á hæsta og lægsta sáðmagn-
inu er lítill og sennilegt, að hann verði alveg horfinn
á næsta ári. Það skal tekið fram, að rótgræðsla hefur
alls eigi átt sér stað í tilrauninni. Enginn vafi er á
því, að allur undirbúningur nýræktarinnar, jarðvinsl-
an og áburðurinn, hefur veruleg áhrif á þetta atriði,
en ganga verður út frá, að þessum undirstöðuskilyrð-
um ræktunarinnar sé fullnægt, svo það hindri eigi
eðlilegan þroska jurtanna, eða valdi óeðlilegum afföll-
um á fræi og nýgræðingi.
2. Tilraunir með mismunandi sáðtínui á grasfræi.
I tilraunum þessum hefur aðallega verið lagt kapp
á að rannsaka möguleikana á, að sá grasfræi að haust-
inu eða síðara hluta sumars, og er fyrsta tilraunin
gerð 1912. Uppskeran varð þannig í 100 kg. heyhest-
um pr. ha.
Sáð haustið 1912. Sáð vorið 1913.
17. okt. 24. maí.
1913 25.3 24.7
Árið 1930, er svo gerð ný tilraun með mismunandi
sáðtíma.
i