Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Síða 68
71
Þó hér sé aðeins um 1 árs uppskeru að ræða, sýnir
hún mjög greinilega, að hamtsáning getur jafnast
fyllilega á við vorsáningu og sé sáð að hamtinu, er
best að sá seint, enda er það skiljanlegt, að heppilegast
sé, þegar um haustsáning er að ræða, að fræið spíri
sem minst fyrir veturinn, því hinar örsmáu grasspír-
ur hljóta að týna tölunni yfir veturinn, og þó senni-
lega sérstaklega á vorin, þegar jörðin er að þiðna og
frjósa á víxl. Sérstaklega virðist þetta koma hart nið-
ur á smáranum, sem spírar mun greiðar en grasfræið,
bar mjög lítið á smára í þeim liðunum, sem sáð var
í í september, aftur á móti sást talsvert af smára í
liðnum, sem sáð var í B. október, en þó miklu minna
en í vorsáða liðnum. Nú gætir áhrifa smárans venju-
lega lítið á 1. ári, svo þetta atriði á vafalaust eftir
að koma miklu skýrar í ljós.
III. Tilraunir með mismunandi rœktunaraðferðir.
Af tilraunum með misunandi ræktunaraðferðir, sem
gerðar hafa verið hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, er
tilraun sú, með samanburð á þaksléttu, sjálfgræðslu og
sáðsléttu, sem byrjað var á 1927, lang umfangmest
og markverðust og er nokkuð skýrt frá þessari tilraun
í ritgerð »Um sáðsléttu«, í Ársriti Rf. Nl. 1930.
1. Samanburður á þaksléttu, sjálfgræðslu og sáðsléttu.
Um vorið 1927, var byrjað á tilraun þessari, var
þá rist ofanaf fyrri þaksléttunni, landið plægt og full-
unnið og gengið frá öllum liðum tilraunarinnar að
undanskildum fjórða liðnum, (Sáðslétta II), sem var
undirbúin í 2 ár áður en sáð var í hann. Þessi tveggja
ára undirbúningur gerir það að verkum, að þessi lið-
ur er ekki fyllilega sambærilegur við hina liði tilraun-