Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 73
76
af jurtanærandi efnum svo nokkru nemi. Aftur á móti
á þetta sér vafalaust stað, þar sem búfjáráburður er
borinn á, og sést þetta best, þegar borin er saman
uppskerán af ræktuðu og óræktuðu. Þar sem búfjár-
áburður hefur verið notaður er munurinn á ræktuðu
og óræktuðu litill og fer greinilega mmkandi, en þar
sem tilbúinn áburður er borinn á, er þessi rrmnur
miklu meiri og helst óbreyttur.
Af tilraun þessari má draga eftirfarandi ályktanir:
1. Sáðsléttan gefur árlega um 20 hesta af heyi pr.
ha. umfram þaksléttuna og sjálfgræðsluna að meðal-
tali.
Vaxtarauki af sáðsl.
Þak- Sjálf- Sáð- Umfram Umfram
slétta græðsla slétta þaksl. sjálfgr.
1928-30 57.4 51.3 80.3 22.9 29.0
1931-33 52.1 53.8 68.7 16.6 14.9
1928-33 54.8 52.6 74.5 19.7 21.9
2. Auðvelt er að rækta land með tilbúnum áburði
einum saman, en þó má gera ráð fyrir, að frjóefmi-
forði landsins gangi til þurðar fyrst í stað og varla
þarf að gera ráð fyrir, að nýr frjóefnaforði myndist
af völdum tilbúna áburðarins.
3. Búfjáráburðurinn virðist koma að betri notum i
óræktaða heldur en í ræktaða landinu, þegar hann er
borinn saman v\ð tilbúinn áburð, og er sennilegt, að
þetta standi i sambandi við þau lífrænu efnasambönd
og bakteríulíf, sem jarðvegurinn fær með búfjáráburð-
inum.
4. Tveggja ára undirbúningur virðist engin bætandi
áhrif hafa haft á sáðsléttuna, jafnvel frekar hið gagn-
stæða. Það er þó varasamt að treysta þessari niður-