Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 78
81
Það sem sérstaklega er efÞrtektarvert við þessa til-
raun, er það, hvað lítil uppskera fæst eftir tilbúna á-
burðinn í óræktaða landinu. Þetta bendir til þess, að
búfjáráburður sé hentugri fyrir hafra, heMmr en til-
búmn áburður, þegar um tiltölulega ófrjóan jarðveg
er að ræða.
3. Tilraun með ndsmunandi sáðmagn af höfrum.
250 kg. pr. ha. 125 kg. pr. ha.
1930 88.3 87.4
I tilraun þessari hefur /2 sáðmagn (125 kg.) gefið
eins mikla uppskeru og fullt sáðmagn (250 kg.). Þetta
getur þó aðeins átt sér stað, að um frjótt land og vel
áborið sé að ræða, en undir þeim kringumstæðum er
vafalaust hægt að komast af með miklu minna sáð-
magn en það, sem venjulega er gengið út frá.
h. Samanburður á mismunandi sláttutímmm á höfrum.
Slegnir 22/7 Slegnir 11/8 Slegnir 2/9
(nýskriðnir)
1930 46.9 87.3 73.8
Höfrunum var sáð 7. maí og hafa þeir náð rúmlega
hálfum vexti þegar þeir eru slegnir í 1. sinni — 22.
júlí, — en frá þeim tíma og þar til þeir hafa sett ax,
eða á tæpum 3 vikum, bæta þeir nærri helmingi við
sig. Eftir að þeir liafa sett ax, bæta þeir engu við sig
og virðast jafnvel rýrna. Þess ber þó að gæta, að hey-
vigtin er reiknuð 30% af grænvigtinni í öllum tilfell-
unum, en er sennilega nokkru hærri fyrir síðasta
sláttutíma, því þá eru hafrarnir orðnir talsvert trén-
aðir. Tölurnar eru því, að þessu leyti, dálítið villandi,
en í sambandi við þetta má þó benda á það, að jafn-
6