Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 81
84
D. Tilraunir með rófur og karíöflur.
I. Tilraunir med kartöflur.
Ræktunarfélagið hefur frá upphafi haft með hönd-
um ýmiskonar tilraunir með ræktun kartafla. Sérstak-
lega hefur verið lögð áhersla á að gera samanburð á
mismunandi stofnum af kartöflum, en einnig hafa
verið gerðar tilraunir með mismunandi ræktunarað-
ferðir o. fl. Skýrsla um kartöflutilraunirnnar fyrstu
10 árin, birtist í Ársriti Rf. Nl. 1918, bls 88—122 og
verður að mestu að nægja að vísa til þeirrar skýrslu,
það sem hún nær.
1. Samanburður á mismunandi afbrigðum af
kartöflvm.
í skýrslunni um afbrigðatilraunirnar 1904—13, er
getið um 85 kartöfluafbrigði, sem reynd höfðu verið í
3—10 ár. Á árunum 1914 til 1918, er haldið áfram
með þau bestu af þessum afbrigðum og nokkrum nýj-
um bætt við. Skýrslur vanta að mestu um þessar til-
raunir á tímabilinu 1919—1923, og 1924 voru engin
hrein afbrigði hjá Ræktunarfélaginu, og munu því
flest hinna eldri kartöfluafbrigða glötuð. Árið 1926,
var byrjað á ný að gera samanburð á kartöfluafbrigð-
um og hefur því verið haldið áfram síðan, en eigi hafa
nema 2—3 af afbrigðum þeim, sem voru í eldri til-
raununum, verið í hinum nýja samanburði og óvíst,
hvort þau eiga fyllilega samleið með hinum eldri af-
brigðum, þótt þau gangi undir sömu nöfnum.
í eftirfarandi skýrslu, yfir tilraunirnar 1914—1918,
er til samanburðar sett meðaluppskera úr tilraunun-
um 1904—13, fyrir þau afbrigði, er voru í þeim til-
raunum og eru 8 fyrstu afbrigðin, þau sem bezta upp-