Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Síða 83
86
uppskeruna til muna á þennan hátt, þegar um gaml-
ar, innlendar kartöflutegundir er að ræða. Það rýrir
þó nokkuð gildi tilraunanna, hvað þetta atriði áhrær-
ir, að ókunnugt er, úr hvaða kartöflum úrvalið hefur
verið gert og hina upprunalegu tegund vantar í til-
raunina til samanburðar.
í skýrslunni um kartöflutilraunirnar 1926—1938,
(sjá töflu XXXIX), er fyrst færð uppskeran árlega
og svo meðáltal allra áranna. Samkvæmt þessu meðal-
tali, hafa »Tidlig Rose« og »Up to date« gefið mesta
uppskeru, en þetta er þó dálítið villandi vegna þess,
að tegundirnar hafa ekki allar verið jafnlengi í til-
rauninni. Heildaruppskeran gefur líka ófullnægjandi
upplýsingar um notagildi og ræktunarhæfni kartafl-
anna, til þess að bæta úr þessu, hefir öll árin verið at-
hugað, hvað 100 kartöflur, valdar upp og ofan, úr
hverri tegund, viktuðu, og síðustu 4 árin hefur enn-
fremur verið athugað, hvernig uppskera hverrar teg-
undar skiftist í stærðarflokka. Meðaltal þessara at-
hugana er að finna í töflu XXXIX. og sýna þær, að
tegundirnar eru mjög misjafnar hvað þetta atriði á-
hrærir. Það af kartöflunum, sem vegur undir 20 gr.
er óseljanlegt og varla nothæft nema til skepnufóð-
urs og því mjög verðlítið og ber því að réttu lagi að
draga það frá uppskerunni, og sýnir síðasti dálkur
skýrslunnar meðaluppskeruna þannig leiðrétta.
Af tegundum þeim, sem reyndar hafa verið í til-
raununum 1926—33, er »TidUg Rose« lang fljótvöxn-
ust, og því árvissust, ennfremvr eru tegundirnar
»Great Scot« og »Skán« fljótvaxnar. Hinar tegund-
irnar þurfa mun lengri vaxtartima og hættir því til að
bregðast i slæmu árferói og gildir það sérstaklega um
innlendu tegundimar, »Akureyrar«-, »Rauðar ísl.«-, og
»Blárauðar«-kartöflrur.