Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 85
88
Um þol tegundanna gegn sjúkdómum, verður eigi
mikið sagt í sambandi við þessar tilraunir, því fáir
sjúkdómar hafa gert vart víð sig, þó hefur borið dá-
lítið á kláða (Actinomyces scabies) og stöngulveiki
(Erwinia phythophthora). Sá .fyrnefndi virðist aðal-
lega fylgja vissum jarðvegi, en sá síðarnefndi legst
mjög misþungt á tegundirnar og er sennilega aðalor-
sökin til þess, að Kerrs Pink hefur eigi getað vaxið
hér. »Shetlands Blue« og »Akureyrarkartafla« virðist
allmóttækilegar fyrir sjúkdóminn og í »Rauðum ísl.«
og »Blárauðum«, »Duke of York« og »Great Scot« ger-
ir hann líka vart við sig, en lítið í hinum tegundunum.
Dálítið hefur borið á þessum sjúkdómi öll árin, en
aldrei svo veruleg brögð hafi að orðið-
Um bragðgæði kartaflanna skal eg vera fáorður, því
smekkur fólks er mjög mismunandi og sýnist sitt
hverjum. Þó munu flestir telja »Tidlig Rose« lakasta
til átu, en Rauðar íslenskar og »Great Scot« bestar.
2. Ýmsar tilraunir með kartöflur.
a. Mismunandi sáðdýpi (Uppskera í 100 kg. pr. ha.).
Sáðdýpið 1905 1906 1907 1908 Meðaltal
2 þuml. 42.8 101.3 32.1 102.1 69.6
3 þuml. 115.6 108.3 64.1 101.3 97.3
4 þuml. 159.8 112.5 59.8 77.6 102.4
Að meðaltali hefur uppskeran orðið best, þegar kart-
öflurnar voru settar U þumlunga, en nokkuð er þetta
mismunandi frá ári til árs, og í sumum tilfellunum er
uppskerumunurinn óeðlilega mikill til þess, að geta
einungis orsakast af mismunandi sáðdýpi.