Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 90
94
í einu og lítil, ca. 2.5—3 mm. í einu. Fyrra árið var
þurt og var þá vökvað 5 sinnum, eða 16., 19., 22., 24.
dag júnímánaðar og 2. júlí. Síðara vorið var aftur
sæmileg úrkoma, og var þá aðeins vökvað tvisvar, eða
24- júní og 5. júlí.
Engin vökvun. Lítil vökvun. Mikil vökvun.
1925 371.5 350.7 354.2
1926 621.6 614.2 606.8
Meðaltal 496.6 482.5 480.5
Vökvunin virðist einungis hafa gert ógagn og mun
hennar sjaldan þörf við ræktun gulrófna, sé þess gætt,
aö sá svo snemma, að fræið skorti eigi raka til spírun-
arinnar.
III. Samanburður d fóðurrófum.
Alt frá 1904, hafa verið gerðar margar tilraunir á
vegum Ræktunarfélagsins, með fóðurrófur. Fyrstu ár-
in voru þessar tilraunir bæði í Gróðrarstöðinni á Ak-
ureyri og í tilraunastöðvunum á Húsavík, Sauðárkróki,
Æsustöðum og Blönduósi, en eftir 1926, eru þær aðal-
lega gerðar á Akureyri. Eftirfarandi skýrsla, tafla
XLII, sýnir árangur þessara tilrauna.
Eins og skýrslan ber með sér, þá hefur það verið
allbreytilegt, hvaða tegundir hafa gefið mesta upp-
skeru í tilraununum, en það getur verið mjög varhuga-
vert, þegar um rófur er að ræða, að byggja á upp-
skerutölunum einum, því miklu máli skiftir, að rófurn-
ar séu óskemmdar og tréni ekki- Þannig er t. d. »Dales
hybride« sú fjórða í röðinni, af 5 tegundum í tilraun-
inni 1927—28, hvað uppskerumagn áhrærir, en hefur
þó vafalaust gefið mesta nothæfa uppskeru, þegar tillit