Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Síða 91
95
er tekið til skemmda og trénunar, því 1928 hafa allar
tegundirnar, að þessari einu undanskilinni, trénað
meira og minna. Dales hybride hefur verið ræktuð
hjá Ræktunarfélaginu flest árin síðan 1928, og ávalt
gefið mjög góða og heilbrigða uppskeru.
Niðurlag.
Hér hafa nú verið raktar aðalniðurstöðurnar úr til-
raunum Ræktunafélagsins í 30 ár. Mörgm tilraunum
hefur þó verið slept úr þessu yfirliti, vegna þess, að
þær voru að einhverju leyti ófullkomnar, eða þeim
fylgdu ófullnægjandi upplýsingar. Á aðrar tilraunir
er aðeins drepið mjög lauslega, vegna þess, að um þær
hafa áður birtst ítarlegar skýrslur og er þá vísað til
þeirra. Sumar af eldri tilraununum verða að teljast
fremur ónákvæmar, og allmörgum hinna nýrri til-
rauna er enn eigi lokið að fullu og verður í þessum til-
fellum, að nota niðurstöðurnar með nokkurri varúð.
Þó að allmörg viðfangsefni hafi verið tekin til með-
ferðar í tilraunum þessum, þá er þó hér aðeins um
byrjun að ræða, því nýtt viðhorf og aukið framtak í
ræktunarmálunum, skapar ný og aukín viðfangsefni
fyrir rannsóknir og tilraunir.
Þessi byrj'un, sem er að ýmsu leyti í molum, ófull-
komin og ófullnægjancLi, hefur þó, ásamt tilraunum
Búnaðarfélags íslands, verið ómetanlegur stuðningur
fyrir ræktunarframkvæmdir síðustu ára og getmr vafa-
laust í framtíðinni orðið nothæfur grundvöllur til að
byggja á nýjar og víðtækar rannsóknir og tilraunir, er
miða að því að kenna oss, hvemig vér eigum að rækta
jörðina,