Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Síða 96
100
eru hjá deildunum, og til þess, að sambandið, sem ein
heild, hafa framkvæmdir með höndum, þurfa báðar
deildir að samþykkja. Þetta er nokkru þyngra í með-
förum, en skipulag annara sambanda, en lítur út fyrir
að geta gefist sæmilega.
Stjórn sambandsins skipa frá byrjun þeir: Jón
Pálmason á Akri, formaður, Gísli Eiríksson á Stað, og
Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, meðstjórn-
endur.
Stjórn Vesturdeildarinnar skipa þeir: Gísli Eiríks-
son á Stað, formaður, Halldór Jóhannsson á Haugi
og Sigurður Pálmason á Hvammstanga, meðstjórnend-
endur.
Stjórn Austurdeildarinnar skipa þeir: Jón Pálma-
son á Akri, formaður, Hafsteinn Pétursson á Gunn-
steinsstöðum og Jón S. Pálmason á Þingeyrum, með-
stjórnendur.
II. Starfsemi deildanna til ársloka 1933.
a. Austurdeildin (A. B. S. H ), byrjaði starfsemi
sína árið 1929, og hefir því starfað í 5 ár. Á þessu
tímabili hefur deildin eigi haft með höndum neinar
framkvæmdir á eigin ábyrgð, en lagt höfuðáherslu á
að efla jarðræktina í héraðinu, að nokkru leyti með
beinum styrkjum og að öðru leyti með hvatningu á
fulltrúafundum deildarinnar og öðrum félagslegum
aðgerðum.
Til jarðræktar hefir deildin úthlutað til hreppa-
búnaðarfélaganna á árunum 1929—32 kr. 1700 alls.
Kaup tveggja dráttarvéla hafa verið styrkt með kr.
800 alls. Kaup á grasfræi voru styrkt árið 1932 með
kr. 300 alls. Á árinu 1933 var veittur styrkur til garð-
ræktar kr. 800 00 alls. Auk þess er aukastyrk þeim, er