Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 97
101
deildin fékk á árinu 1933 frá Búnaðarfélagi íslands,
varið til að styrkja silfurrefarækt, gæsarækt, skinna-
verkun og svínarækt.
Sambandsdeildin hefir haft talsvert með höndum
milligöngu um útvegun á tilbúnum áburði, grasfræi,
sáðhöfrum, kartöfluútsæði og öðru útsæði. Hafa hér-
aðsbúar fengið vörur þessar talsvert ódýrari fyrir
milligöngu sambandsins, en ella hefði orðið.
b. Vesturdeildin (V. B. S. H ), byrjaði starfsemi
sína fyrst 1932 og er því að kalla má á fyrsta byrj-
unarskeiði.
Árið 1932, lagði hún aðaláherslu á eflingu garð-
ræktar, með útvegun útsæðis og öðrum félagslegum
aðgerðum, þó eigi væri beinn styrkur fram lagður.
Mun af þessu hafa orðið verulegur árangur. Á árinu
1933, hefir deildin haft mörg verkefni að vinna, eins
og fundargerð aðalfundar deildarinnar ber með sér.
Karakúlhrútur hefir veið keyptu á deildarsvæðið og
allmikið af silfurrefum. Hefir refaræktin verið styrkt
mjög myndarlega og maður fenginn frá Noregi, sem
kunnáttu hefir á refarækt, til að hirða um refina. Báð-
ar deildirnar hafa að nokkru fjallað um kaupgjalds-
mál og annað, sem þýðingu hefur fyrir atvinnurekstur
héraðsbúa.
Tekjur sambandsdeildanna hafa verið tveggja króna
gjald frá hverjum félagsmanni hreppabúnaðarfélag-
anna, styrkur frá sýslusjóðum beggja sýslna og styrk-
ur frá Búnaðarfélagi íslands. Auk þess fékk Austur-
deildin styrk frá Ræktunarfélagi Norðurlands 2 fyrstu
árin, meðan ekkert beint samband var við Búnaðar-
félag íslands-
Báðar deildir sambandsins hafa lagt áherslu á, að
eyða eigi því litla fé, sem þær hafa haft yfir að ráða,
til óarðgæfra hluta, nema það, sem óumflýjanlegt er.