Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Qupperneq 99
103
til að gegna stjórnarstörfum í sambands- eða deildar-
stjórn, eitt kjörtímabil í senn, en getur svo verið laus
jafn langan tíma.
5. gr. — Stjórnin annast allar sameiginlegar fram-
kvæmdir funda á milli og afgreiðir þau mál deildanna,
er undir hana kunna að heyra, sem aðila og máls-
svara sambandsins út á við. Hún boðar til funda, inn-
heimtir þær tekjur, sem sambandinu hlotnast og greið-
ir gjöld þess, vegna sameiginlegrar stjórnarstarfsemi.
Það, sem afgangs er gjöldum, skiftist milli deildanna
til starfsemi þeirra, í hlutfalli við tölu búnaðarfélags-
manna í hvorri deild um sig. Þó reiknast þeir eigi
með við skiftinguna, sem hafa minna land ræktað, eða
í ræktun, en 1 ha., samkv. skýrslu mælingamanna.
Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum sambandsins, og
leggur fram endurskoðaða reikninga þess fyrir aðal-
fund. Hún gerir og Bún.fél. ísl. fullnægjandi skil um
reikninga og starfsskýrslu sambandsins og deilda þess.
6. gr. — Aðalfundur sambandsins skal haldinn í
júnímánuði annaðhvort ár, en aukafundir, er stjórnin
telur þess þörf, eða /3 allra fulltrúa, eða helmingur
fulltrúa annarar hvorrar deildar óskar þess með skrif-
legu erindi til stjórnarinnar. Á aðalfundi eiga sæti og
atkvæðisétt einn fulltrúi fyrir hvert hreppsbúnaðar-
félag á sambandssvæðinu, kosnir á lögmætum fundi
búnaðarfélaganna- Afl atkvæða ræður úrslitum mála,
nema þar sem öðru vísi er ákveðið í lögum þessum.
Aðalfundur úrskurðar reikninga sambandsins. — Á
aðalfundi skal kosinn formaður sambandsins, ásamt
varamanni hans, tveir endurskoðendur og fulltrúi til
Búnaðarþings fyrir sambandið og varamaður hans.
Fulltrúafundur er lögmætur, ef hann er boðaður skrif-
lega til form. búnaðarfélaganna með 3ja vikna fyrir-
vara og að mættir séu fulltrúar frá helmingi búnaðar-