Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 101
105
henni þykir nauðsyn á, eða ef /3 fulltrúa æskir þess
með skriflegu erindi til stjórnarinnar. Á fundum deild-
arinnar eiga sæti og atkvæðisrétt fulltrúar, er kosnir
eru af búnaðarfélögunum á deildarsvæðinu, 1 fulltrúi
fyrir hverja 15 reglulega félgsmenn eða færri. Þó hef-
ur ekkert félag rétt til að senda fleiri en 3 fulltrúa.1)
Ennfremur hafa allir félagsmenn búnaðarfélaganna
og aukafélagar deildarinnar þar málfrelsi og tillögu-
rétt. Fundir eru lögmætir, ef þeir eru boðaðir með
þriggja vikna fyrirvara til formanna búnaðarfélag-
anna, og að minsta kosti einn fulltrúi mæti frá meiri
hluta búnaðarfélaga deildarinnar.
U. gr. Aðalfundur kýs stjórn deildarinnar. Skipa
hana 3 menn, formaður og 2 meðstjórnendur, kosnir
til 3ja ára í senn, þannig, að á hverjum aðalfundi
gangi 1 maður úr stjórninni, og ræður í fyrstu 2 skifti
hlutkesti, hver úr gengur. Einnig skulu kosnir á sama
hátt varaformaður og varameðstjórnendur- Sömuleið-
is séu kosnir 2 endurskoðendur til 2ja ára. Ganga þeir
úr sitt árið hver. Ennfremur kýs aðalfundur á 3ja
ára fresti annan meðstjórnanda sambandsins (sbr. 4.
gr. sambandslaganna).
Á aðalfundi skal leggja fram til úrskurðar og sam-
þyktar endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir lið-
ið ár, gefa skýrslu um störf hennar á árinu, og taka
ákvarðanir um fjármál komandi árs og önnur þau
málefni, er til falla. — Formaður boðar til funda. Ein-
faldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum
mála á fulltrúafundum, nema þar, sem öðru vísi er á-
kveðið í lögum þessum.
5■ gr. — Stjórnin annast allar framkvæmdir deildar-
a) Á fundum deildarinnar eiga sæti og atkvæðisrétt, einn full-
trúi fyrir hvert búnaðarfélag á sambandssvæðinu.