Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 102
106
innar funda á milli, innheimtir tillög og veitir styrkt-
arfé móttöku. Hún heldur gerðabók og færir í hana
reikninga og fundargerðir, enda ber hún öll sameigin-
lega ábyrgð á fjárreiðum deildarinnar.
Reikninga og starfskýrslu ber deihlarstjórn') að
senda, að afloknum aðalfundi, til formanns Búnaðar-
sambandsins.
6. gr. — Inntöku búnaðarfélaga í deildina annast
deildarstjórn.2)
Skyldur búnaðarfélaganna við sambandsdeildina
eru:
1. Að greiða árlega 2 kr. fyrir hvern félagsmann í
sjóð deildarinar og er gjalddagi á aðalfundi hennar.
2. Allir félagsmenn búnaðarfélaganna, eru skyldir
að taka kosningu eitt tímabil og endurkosningu einu
sinni, til allra þeirra starfa, sem deildin kýs menn til
og ákveðin eru í lögum þessum. úrsögn búnaðarfélags
er bundin við áramót, og skal komin til formanns
deildarinnar fyrir 31. okt næst áður. Sé félagið þá
skuldlaust við deildina.
7. gr — Sambandsdeildin annast mælingu jarðabóta
á ári hverju hjá öllum meðlimum þeirra búnaðarfé-
laga, sem deildina mynda, og að öðru leyti þær leið-
beiningar um búnað, sem Búnaðarfélag íslands gerir
kröfu til.
8. gr. — Ferðir fulltrúa á fundi kostar deildin og
sömuleiðis þóknun til stjórnarnefndar. Hvorttveggja
sé ákveðið á aðalfundi fyrir yfirstandandi reiknings-
ár, sem er almanaksár.
Stjórn deildarinnar getur veðsett eignir hennar og
skuldbundið hana með lántöku, en til þess þarf fyrir-
fram samþykki % atkvæða á lögmætum fulltrúafundi.
J) deildarstjóra. — 2) deildarstjóri.